Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

uppábak

Það er naumast að þetta gap fitting session var að hjálpa mér í dag(sjá neðar).

FOKK!!!!

Þetta er ömurlegt. Maður er bara ekki betri en þetta. Engin afsökun.

En fyrir lengra komna sem vilja vita hvað var að gerast þá voru þetta 60° fleygjárnið mitt. Það er búið. Rákirnar slappar og ég í sífellu að yfirslá pinna og fá ekkert spin. Mér taldist til um 7 högg sem ég tapaði við asnalegt innáhögg þessa tvo daga. Rest er ásnum að kenna og pínu pútternum.

Við að hafa ekki þessar rákir í lagi þá spinnast kúlan ekkert og flýgur lengra og stoppar síður á gríni. Ég fattaði þetta ekki fyrr en á 11 braut í dag. Þar var þetta svo augljóst. Var 59mtr frá pinna og tók léttan 60°. Lenti vel yfir pinna og rúllaði í enda gríns!

Þá er það ákveðið. Þarf að kaupa mér Titleist Vokey 50-54-60 fleygjárn.

Ætla svo að leika mér í launch monitornum á morgun í stað þess að spila í mótinu. Græði meira á því.


Máttur nútímans

Ég tók eitt Gap fitting session fyrir sjálfan mig á fimmtudagskvöldið í nýja launch monitornum GC2 í búðinni.

Ég sló 5-7 högg með hverri kylfu úr settinu mínu og fékk því gott meðaltal sem ætti að sýna hvernig venjulegt högg lítur út með öllum kylfunum.

Þær upplýsingar sem ég fékk voru t.d. Ballspeed, Clubheadspeed, Launch angle, Azimuth(stefnan), Side-Back-og total Spin, Carry distance, Total distance, dispersion(dreyfing högga) og sitthvað fleira.

Það er margt sem kemur í ljós skal ég segja ykkur.

Helst ber að nefna að pw mitt fer um 115.5m og 9 bara 121m. Sem þýðir bara um 5.5 metrar á milli sem er ekki gott. Svo fer 8 um 138m og því um 17m á milli 8 og 9. Með þessu kemst ég að því að 9 hjá mér er orðin of veik. Þarf að láta Keisarann beygja hana pínu svo bilið verði um 10m.

Svo er klárlega tendance hjá mér að vera pínu vinstra megin. Ég vissi af því en það skýrist af því að járnin eru of mikið upright.

Maður sér þetta fallega myndrænt.

Stefni á að gera þetta aftur fljótlega. Prenta þessar upplýsingar út. Rannsaka þær og fara svo í kjölfarið til Keisarans í Hraunkoti og láta hann laga kylfurnar.

P.s. Fyrir þá sem vilja taka sama pakka. Fá nkl að vita allar tölfræðilegar staðreyndir um kylfurnar og höggin sín þá ætla ég að taka fólk í klst session niðrí búð gegn gjaldi. Bjalla á mig eða senda mail á sir@golfskalinn.is og bóka tíma. NÚNA!!!!!!!!


3.stigamót 1.hringur

1.Par5.Fínt fyrsta högg með ás vinstra megin á í semí. Fínn 19° og skildi eftir 84mtr. 54° með kúlu fyrir neðan fætur fer pínku yfir grín. Flott vipp og pútt. Par

2.Par4.Ás hægra megin. Fínt lendingarsvæði fyrir ás. Skil ekki af hverju menn leggja þarna upp. Blokkaður 54° til vinstri og þ.a.l. of langur. Þurfti að vippa tilbaka en það var pínu of stutt. 3m pútt klikkaði. Skolli

3.Par4.Fullkominn ás pin high vinstra megin. Reyndar var þetta pínu snúið vipp eftir þó stutt væri. Mistókst vippið með áttu sem ég ætlaði að pútta í raun upp. Skildi eftir 3mtr pútt sem klikkaði. Par

4.Par3.159mtr þar sem ég tók sexu. BEM. 2mtr sem ég missti um 2 cm. Par

5.Par4.Fyrsti ásinn af nokkrum sem mistókst. Fade-aði hann í hraun. Náði að skondra honum með pw pínu áfram. 100mtr eftir og 54° málið. Frábært högg en skildi eftir 2 metra sem ekki vildu inn. Skolli

6.Par3.Blokkaði níu til vinstri og næstu út í hraun. Brilliant vipp með 60° nokkra cm frá holu. Par

7.Par5.Annar lélegur ás vinstra megin í hraun. Taldi mig samt geta náð honum áfram með blendingnum. Rangt. Hann skondraðist beint yfir í hraunið hinu megin. Nokkra cm frá víti því hann var í hrauni en ég rétt náði að sveifla kylfu að kúlunni. 144mtr frá og ég tók sjöu. Þurfti að lyfta honum strax upp útaf hrauninu. Tókst. Endaði hálfan meter frá gríni og púttaði um 5mtr pútti í fyrir fugli. Einn skásti fuglinn sem litið hefur dagsins ljós í sumar. Fugl

8.Par4.Aftur lélegur ás en í þetta skiptið fór hann vinstra megin en ekki út í hraun. 115mtr í pinna og blint högg. Var pínu skakkur með níu en pin high og átti erfitt vipp eftir. Ágætlega gert en skildi erfitt pútt eftir. Strákurinn plammaði því í og fyrsta friggin púttið sem dettur veruleiki. Par

9.Par4.Aftur lélegur ás vinstra megin. Nokkra cm frá OB. Var í sanddrasli og tók 3 tré. Tók of mikinn sand og fór bara um 40mtr áfram. 153m í pinna yfir vatnið. Tók sexu en blokkaði hana til vinstri uppí röffið. Brilliant 60° í fallegum boga og skildi bara eftir meter. Erfitt vipp en tókst. Púttið beint í. Skolli

+2 eftir fyrri níu og ég að ná að bjarga mér ágætlega eftir nokkur leiðinleg upphafshögg. Veit ekki alveg hvað var að gerast með ásinn.

10.Par3.194mtr í pinna sem var aftast uppi. Mótvindur. Fade-aði hann hægra megin við stíginn. Glompa á milli mín og pinna. Fullkomið lobb með 60° en samt rúllaði kúlan 9mtr niður grínið. Ég áttaði mig ekki á því að grínin á seinni eru mun hraðari og ég nelgdi púttið 2 mtr yfir. Púttið tilbaka fór aftur um meter yfir og ég klikkaði svo á þriðja púttinu. Tribble.

11.Par4.Var að reyna að vinna í þessum blessaða ás sem ekki var að virka. Púll fade inn á miðja braut! Langt síðan ég hef séð þannig feril. Oftast fer hann til vinstri hjá mér eða beint púsh til hægri. Tók níu þaðan inná mitt grín og átti langt og hallandi pútt eftir. Framkvæmt nánast fullkomlega. Par

12.Par4.Flottur ás og átti bara pínu eftir. Skaut með bushnell kíkinum og fékk 84 mtr. Ég pældi ekkert meira í því en eftir á að hyggja þá var ég pottþétt að skjóta í draslið fyrir aftan. Þetta var mun styttra en 84mtr því ég þaut yfir grínið og uppá næsta teig. Þurfti að lobba aftur inn og tvípúttaði. Skolli.

13.Par4. Flottur ás á miðja braut. Allt að koma með ásnum. Átti 156mtr eftir í mótvindi og tók sexu og ákvað að fade-a hann inn til að vinna á móti hallanum á gríninu. Fínt högg en of stutt. Púttaði samt fínt langt pútt. Rétt missti. Par.

14.Par4.Ásinn fínn en soldið til hægri. Frábært 132mtr högg með pw. Maður lendir bara vel fyrir framan og lætur hann skoppa inn hallann. Rétt missti fuglinn. Par

15.Par5.Fullkominn blendingur í beygjuna vinstra megin. Fullkomið 3 tré sem skildi eftir 84 mtr. Fullkominn 54° sem skildi eftir einn og hálfan metra. Fullkomlega framkvætt pútt en ég mislas brotið. Par

16.Par3.Mótvindur og sexa tekin. Laus og fade-uð. 60° lobb yfir glompu. Skildi eftir 3mtr sem rétt fór ekki í. Skolli.

17.Par4.Fullkominn ás vel vinstra megin. Þar sem best er að vera á þennan pinna. 60° sem skildi eftir 2mtr niðurhalla pútt með beygju. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er sautjánda grínið vissjuslí erfitt þegar það er hratt. Rétt andaði á holuna og hún hitti ekki. 2 mtr framhjá. En náði því pútti rétt í. Par

18.Par4.Dúndur ás sem skildi eftir 132mtr. Tók níu sem fór í steinana vinstra megin og skoppaði beint á húsið. stoppaði samt nokkra cm frá stígnum og því ekki OB. Þvílík heppni. Náði að skondra honum inná grín en um 2-3 mtr frá holu. Klíndi því í. Jei...bara tvö pútt oní á öllum hringnum. Par

+5 á seinni með tribble. Bara nokkuð ágætlega leikinn hringur fyrir utan tíundu.

Hlakka til að fara út á morgun.


ble

+7 í dag með fjórpútti á tíundu sem endaði í tribble. Annars bara melló.

Rétt missti um 4 fuglapútt með cm.

Það sem gerðist á tíundu var eftirfarandi:

194m í pinna í mótvindi. 19° blendingur fade-aður hægra megin og skildi eftir lobb högg yfir bönker. Fullkominn lobbari en endaði samt um 9mtr frá. Erfitt.

Svo voru sem sagt mistökin þau að ég áttaði mig ekki á því hve fáránlega hröð grínin á seinni níu eru. Svart og hvítt miðað við fyrri.

Þannig að ég nelgdi púttinu, sem var uppí móti, allt of langt yfir. Næsta pútt var niðrí móti, allt of langt yfir. Missti svo tilbaka púttið. Done.

Þetta grín kom mér í opna skjöldu.

Nánari lýsing kemur í kvöld


mótagolf

Fer út kl 8:30 á morgun. Þriðja stigamótið. Keilir Hfj. Sveitasnakk í gleri. Takk.

Hef ekkert geta æft. Solid.

Fer með litlar væntingar.


Playlisti líðandi stundar

Naked and Famous
1. All of this
2. Punching in a dream
3. Young Blood
4. No Way

White Lies
1. Bigger than us
2. Strangers

Sparta
1. Air
2. Mye
3. Breaking the broken

Strokes
1. Machu Picchu
2. Under cover of darkness


gjöf

Beta gaf mér gjöf allt í einu. Upp úr þurru. Hún gaf mér nærbuxur. Sem mig vantaði. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað að þær kostuðu 7100kr!

Ekki séns að ég prumpi í þessar nærbuxur.

Myndi ekki dirfast.

Kannski var þetta strategía hjá Betu. Minnka tíðni prumpa með því að gefa mér dýrar nærbuxur.

Hún er svo mikill refur


sofa

Enn einn morguninn sem ég vakna snemma til að fara í golf.

Síðastliðna 48 klst er ég búinn að sofa í 8:44 klst

Það hlýtur að vera einhverskonar met

Ég held að þessir klassísku 8 tímar sem fólki er ráðlagt að sofa sé bara rugl.

Tigerinn þegar hann var upp á sitt besta svaf bara í um 5 tíma á sólarhring.

En án djóks þá held ég að sirka 6 tíma svefn sé málið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband