Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Reykingar flokkað sem eiturlyf!

Við erum að tala um að reykingar verði bannaðar eftir sirka 50-100 ár. Staðfest.

Flokkað sem eiturlyf. Sem það er.

Mér er alveg sama þótt þessi viðbjóður sé ávanabindandi. Skiptir mig engu máli. Mér er alveg sama þótt þetta drepi viðkomandi sem kýs að reykja. Skiptir mig engu máli. Þeirra val.

Það er bara þetta skýra og grófa brot á rétti þeirra sem kjósa að reykja ekki sem mun fara með þetta á endanum.

Ég er allur fyrir því að fólk hafi valkost á að gera flest sem það vill svo lengi sem það brjóti ekki rétt annarra.

Fólk að reykja á heimilum með börnum og í bíl. Sorglegt. Brot.

Við inngöngu búða og skemmtistaða þar sem ég geng inn. Klárt brot.

Svo lengi sem eitthvað skaði mig ekki þá er mér alveg sama.

Reykingar eru eiturlyf. Mannkynið er bara ekki búið að þróast nóg til að meðtaka það og skjalfesta. Það kemur með tímanum.


hringur

Það var hvasst í morgun. Ég og Knútur létum það ekki á okkur fá og fórum Gkg kl 7

Knútur bætti sig pínu. Í staðin fyrir að vinna hann með 10 höggum eins og síðast þá vann ég bara með 8.

Ég held að þetta eigi pottþétt eftir að fara niður í minnsta kosti 7 högg þegar Knútur fær loksins nýju kylfurnar sínar. Ping Anser.

Ef þær koma í dag þá förum við aftur á morgun. Pottþétt. Fæ engu ráðið um það.


Fundið

Fór í Hraunkot að leita að sveiflunni. Fann hana. Lítur allt mjög vel út. Niðurstaða.....þegar á reynir þá klárlega treysti ég ekki sveiflunni og byrja að stýra með höndum.

Slicky McLoosy á reinginu en jerky McStabby á vellinum

Ég er, eins og svíinn kallar það, ,,proranger".

Ekkert mál að slá á æfingarsvæðinu, völlurinn......annað mál.

Bögg.

Ætla í golf í morgunsárið með Knútsen.

Písát


múví

Horfðum á ,,it´s a kind of a funny story" í gær. Hún var nokkuð góð. Þeir segja að bókin sé rosalega góð líka.

Í myndinni leikur Zack Galganoppulus eða hvað hann nú heitir. Skeggjaði kallinn í Hangover.

Mæli með þessari lágstemmdu mynd.

Svo hlakka ég til að fara á Hangover 2 og Kung Fu Panda 2.

Good times


Busta

af hverju dreymdi mig Busta Rhymes? Hann vann í plötubúð og ég fékk að hlusta á nýja diskinn hans. Sem var steiktur.

Í öðrum fréttum er það helst að ég er stirður eftir helgina. Þetta tók á.


seinni hringur

Á seinni deginum gékk mér álíka ílla plús gale force vindur. Ég sit hérna og mér finnst ennþá vera um 2 vindstig í höfðinu á mér eftir þetta mikla rok.

Lýsing kemur kannski síðar. Til að gera langa sögu stutta þá gekk mér mjög ílla.

Það sem ber hæst er kannski þrjú högg af teig á bæði annari braut og átjándu!
Drævaði grínið á sjöttu. Sló inná grín á þriðju,púttaði svo næstum oní skurð.

Var að taka 7 járn ýmist á 100m eða 172m. Fór eftir vindátt.

En þetta var ekki bara vindurinn. Ég var líka bara drullulélegur.

Kannski spurning um að fara byrja að æfa sig eitthvað. FOKK!


1. hringur á Akraskagamóti

Ég er vandræðalega lítið pirraður yfir þessum hring. Pínu dapur kannski.

+13 með tveim dobblum og einum fimbúl!

Það sem var að bögga mig í dag voru aðallega púttin og svo líka ásinn.

Fór eftir hringinn að æfa púttin og vippin. Þau eru komin í lag.

Tékka á ásnum á morgun.

Virkilega ánægður með blendinginn og járnin.

ó btw leikskipulagið fór við fyrsta höggið. Kannski er ég bara svona lélegur að gera skipulag. Hmmmm

1. Par4. Sá að ás er auðveldasta verkfærið af teignum. Fínt lendingarsvæði með eðlilegu höggi. Tók nervus ás og fór beint á pinna. Ekki gott högg en nóg til að fara yfir runnana. Átti 60m eftir sem var fullkomið verkefni fyrir 60°. Togaði aðeins í hann til vinstri og skildi eftir 4mtr. Ísí þrípútt. Ég var sem sagt bara í því í dag að banka í kúluna. Skolli.

2. P4. Fullkominn 19° beygður með brautinni. 108m í stöng. Pin high 54° en 4m til vinstri. Tvö bankpútt. Par.

3. P3. Pin high 8 járn. Fínt pútt en vildi ekki. Par.

4. P5. Lélegur ás en á braut. Reyndar í fönki niðurhalla legu. Tók 4 og plasseraði kúlunni hægra megin við brautina fyrir framan 100m hælinn. Til að opna grínið. Skenilldar 54° 2m frá pinna. Bankpútt of stutt. Par.

5. P4. Lélegur ás ýttur til hægri. Samt á mjög góðum stað. Pínu meðvindur og 138m í pinna. Tók 8 járn og var allt of langur(heimskur, þetta er alltaf nía, veit ekki hvaða rugl ákvarðanataka þetta var) og munaði mjóu að ég færi í skurðinn bakvið grínið. Lobbaði 60° nokkrum cm frá holu og tappaði í fyrir pari. Par.

6. P4. Seiftí sexa stillt upp á 130m. 9 pin high og bara 2m frá. Bankpútt of stutt. Par.

7. P5. Lélegur ás til vinstri. Lenti í bláu og droppaði í ekkert allt of góða legu. Smá grasdrasl fyrir aftan kúluna og ég þurfti því að kötta pínu með 19° til að ná að lyfta honum. Fullkomið högg. Sveif frá vinstra röffi yfir á miðja braut. Brilljant fade. 188m í pinna eftir á þessari leiðinlegu par 5. Aftur 19° og högg dagsins. Beint og fallegt högg sem skildi eftir 1 og hálfan metra. Bankpútt of stutt. Par.

8. P3. Frábær 19° sem endaði á flöt um 8mtr frá. Gott langt pútt en geigaði. Par.

9. P4. Fyrsta góða upphafshöggið. Hægra megin á braut. 185m eftir og góður 4 laust sem eldingu beint á pinna. Pinninn var hægra megin á gríninu. Rétt lengra en þessi enormus hóll á gríninu. Hefði endað 1m frá en kúlan rúllaði náttúrulega hægra megin niður hólin og í glompu. Ágætt högg upp en of stutt og rúllaði aftur niður en bara í grínkant. Púttaði þaðan yfir hólinn en of langt og bankaði tilbaka púttið framhjá. Dobbúl.

+3 eftir fyrri níu og ég að spila bara vel miðað við að geta ekki púttað og slegið af teig.

10. P4. Lélegur ás ýttur til hægri. Rétt yfir glompur og 60m eftir. Fullkominn 60° skildi meter eftir. Pútt sem loksins fór í!. Fugl.

11. P4. Lélegur ás togaður til vinstri. En á braut. Fínt 6 járn en rúllaði hægra megin útaf því vindurinn var í þá átt. Ágætt vipp en fékk asnalega lendingu og fór soldið yfir pinna. Bankaði ömurlegt pútt framhjá. Bankaði aftur framhjá. Dobbúl. FOKKING PÚTTERINN!!!!!!

12. P4. Lélegur ás ýttur til hægri. Kom að því að lélegt upphafshögg myndi kosta mig. Endaði í röffi og hól. Tók 7 þaðan sem skrúfaðist í glompu. Fínt glompuhögg en átti þá 3m eftir. Tvípútt. Skolli.

13. P5. Lélegur ás vinstra megin á braut. Tók tré þrist en dró hann til vinstri. Kúlan var hálf oní skurðinum. Samt ekki alveg. En ég þurfti að taka víti. Lobbaði flott yfir glompu og skildi bara 2m eftir fyrir pari. Bankaði púttið til vinstri. Skolli.

14. P3. Ágætur 19° pin high á 212m. Tvípútt. Par.

15. P4. Þessi friggin ás var búinn að bögga mig í allan dag. Ég var búinn að prófa ýmislegt til að laga hann til en ekkert virkað. Þá var komið að því að hætta hugsa um þetta og bara dúndra. Virkaði ekki heldur. Dökkaði hann til vinstri upp í draslið. Rétt náði að hjakka honum áfram uppá klöpp. Togaði sexu þaðan inn í lítin skóg vinstra megin við grínið. Tók eitt högg. Fór í tré. Enn í skóg. Næsta högg skilaði honum 2 metra út. Þurfti þaðan að lobba kúlunni yfir hæð og stoppa strax svo hún færi ekki í glompu bakvið pinnan. Tókst ekki. Glompuhögg. Tvípútt. Ísí nía! Case closed.

16. P5. Lélegur ás vinstra megin á braut. Tré þristur vinstra megin við hliðiná gríninu. Lélegt vipp. Tvípútt. Par.

17. P4. Mikill mótvindur og ég tók ásinn og lagði upp. Fínt högg en endaði í leiðinlegri legu á braut. Fjarkinn ýttist til hægri fyrir vikið, oní skurð. Vippaði uppúr skurðinum. Bankamannatvípútt. Skolli.

18. P3. Ísí 19° beint á móti vindi. Náði ekki inn en beint á pinna. Vippaði of stutt. Tvípútt. Skolli.

+10 á seinni og samtals +13.

37 pútt!
Bara 1 upphafshögg sem kostaði högg.
10 hitt grín

Stefni á +1 á morgun


angry birds

húkkt á Angry birds í slappleika

Undirbúningur fyrir Akraskaga

Var að kíkjá Akranesvöllinn á Google earth og er búinn að kokka upp alvöru leikskipulagi.

1. 19° (einfalt innáhögg eftir í kringum pw)
2. 19° (einfalt innáhögg eftir)
4. 19°+19° (leggja upp fyrir pitch högg)
5. Ás (19° er í glompulengd)
6. 6 (einfalt innáhögg eftir í kringum pw)
7. Ás+15° (komast sem næst gríni)
9. Ás
10. Ás (prófaði einu sinni að leggja upp með 19°. Geri það ekki aftur)
11. Ás
12. Ás
13. 19° (einföld hola ef maður leggur bara upp)
15. Ás
16. 19° (einföld hola ef maður leggur bara upp)
17. 15° (eða bara þá kylfu til að leggja upp við skurð)

5x blendingur,7x Ás og einu sinni 15° af teig. Plús par 3 brautirnar sem verður ákveðið á staðnum.

Mér hefur reyndar gegnið ílla að halda leikskipulagi hingað til. Oftast farið út um gluggan um leið og blæs. Sem gerist nær alltaf í þessum mótum.

Ætla svo að skrifa á skorkortið ákveðin markmið sem ég mun sjá alltaf á hverri holu þegar ég skrifa skorið. Það er víst mælt með því.

Þau markmið eru:

-Vera einbeittur
-Þolinmóður

Ég verð ánægður ef ég enda á topp 30. Sáttur við topp 40.


ein ég sit og sauma

Heima í dag að reyna að jafna mig á þessum kverkaskít.

Knútur vill meina að þetta sé tilkomið vegna þess að ég neiti að snýta mér.

Gæti verið fótur fyrir því.

Sjáum til hvort þessi viðbjóður lagist ekki. Mun jafnvel snýta mér smá.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband