Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Rebel Rebel

Við storkuðum örlögunum í dag. Gerðum allt vitlaust.

Fórum nefnilega öfugan hring í Ikea!

Fólk leit okkur hornauga.

Algjört adrenalínkikk!


It´s the end of an era!

3 ár og 4 mánuðir búnir

Núllpunktur

Einn dagur búinn

Fer úr því að spila golf yfir í að selja golf


Samkjafta

Við vorum að tala um aðgerðina við Sebas til að preppa hann. Segja honum frá ferlinu, hvernig hann yrði svæfður og slíkt.

Ég sagði honum pínu um lækninn og Beta sagði honum pínu um svæfinguna. Svona skiptumst við á að segja honum frá þessu dæmi.

Við vorum kannski aðeins of áhugasöm um þetta því hann horfði bara á okkur og á einum tímapunkti sagði hann ,,þið eruð eins og saumaklúbbur. Þið talið svo mikið!"

WHAT!!!

Við urðum kjaftstopp.

Hvaðan fær hann þetta!

sörtenlí ekki frá okkur. Hlítur að vera frá leikskólanum. En allavega þá var þessari umræðu bara lokið.


Skandall innan Sálfræðinnar

Las áhugaverða grein í Wired um DSM. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er þetta sem sagt biblía sálfræðinga. Segir til um hvað allir þessir sjúkdómar heita og hvernig þeir eru. Sálfræðingar leita í þetta rit til að greina sjúklinga.

Þetta rit kom fyrst út árið 1952 og hefur verið uppfært nokkrum sinnum. Núna er sem sagt að detta inn DSM V og allt er að verða vitlaust.

Sálfræði er alltaf soldið svarti sauðurinn því það er svo sjaldan hægt að segja nákvæmlega hvað er að gerast hjá fólki út frá þessari fræði. Þannig notast þeir bara við nálgunaraðferðir og finna einkenni. Segjum til einföldunar að sjúkdómur X hafi 9 einkenni og sjúklingur sýnir 5 af þeim einkennum þá er hann sagður þjást af sjúkdómi X. Slump-iddí-slump(að mínu mati).

Þetta er því miður, enn sem komið er, það besta sem Sálfræði getur boðið uppá.

Og það er þessi DSM biblía sem sálfræðingar notast við til að slappa heitum á það sem hrjáir fólk.

Það sem er núna að hrikta í stoðum Sálfræðinnar er sem sagt að upp hefur komist að lyfjafyrirtæki eru að fikta í þessu.

Johnson&Johnson borguðu gæja sem vann að uppfærslu DSM IV fyrir að koma ákveðnum leiðbeiningum að í þessari bók um að fyrirbyggja ákveðin sjúkdóm í börnum. Svona pro-active aðferðir í staðin fyrir reactive. Að sjálfsögðu var það svo lyf þeirra herramanna í Johnson&Johnson sem var skrifað uppá fyrir þessum sjúkdómi.

Hagnaður lyfjafyrirtækisins jókst um 40% og allt í blóma.

Nema hjá sjúklingunum.

Það hefur komið á daginn að þetta lyf var ílla prófað og olli offitu og sykursýki. Svo kom einnig á daginn að sálfræðingar voru að fylgja þessum leiðbeiningum úr þessari uppfærslu og dældu í börnin þessu stöffi án þess að sannað væri að þau væru með þetta og svo seinna meir kom í ljós að einungis 25% af þessum börnum fengu þennan sjúkdóm að fullu.

Sem sagt, það er verið að sýsla með þetta rit sem sálfræðingar kalla biblíu sína til þess eins að græða pening. Ekki til að gera sitt besta til að hjálpa fólki.

Gæji sem vann við DSM IV á sínum tíma fyrir aldamót tók eftir þessu og fannst ekki vera rétt. Gerði samt ekkert í því. Núna er hann kominn á eftirlaun en fyrir tilviljun komst að því að það ætti að dæla meira svona rammspilltu stöffi í DSM V og hann bara gat ekki látið það afskiptalaust.

Hann er í herferð gegn þessu DSM dæmi og er ekki sá eini. DSM V á að koma út 2013.

Í framtíðinni þá deyr Sálfræðin náttúrulega út, því þá verður væntanlega hægt að vita uppá 100% hvað amar að útfrá því að kíkka aðeins inn í heilann og fikta í vírunum. En þangað til þá er þetta gallaða rit notað til leiðbeininga.

Vinsamlega nenniði að vera ekki að því að setja bara eitthvað crap í DSM bara til að græða pening!


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband