Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
5.2.2011 | 20:15
Handboltarokk
Ég heyrði hugtakið ,,Handboltarokk" á x-inu í dag.
Ég friggin fann þetta orð upp!
Ég notaði þetta hugtak yfir leiðindarrokk sem var að spretta upp á sínum tíma. Mig minnir að þetta hafi verið sirka á menntaskólaárunum í kringum '97-'98 eða svo.
Held að Creed hafi startað þessu hjá mér. Þeir komu þarna með ,,My own prison" plötuna árið '97 og svo voru einhver fleiri bönd eins og Nickelback, Puddle of mudd og 3 doors down.
Þessi tónlist pirraði mig bara og mér fannst þetta svona týpískt drullurokk sem gæjar sem æfðu handbolta hlustuðu á. Svona týpur sem voru óþolandi fitt og með attitjúd.
Þess vegna.....Handboltarokk.
Svo heyri ég þetta núna á X-inu!
Það getur verið að einhver annar hafi komið með þetta á sama tíma, en ég, sure as hell, fann þetta orð upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 14:16
Uppskrift af góðum degi?
Sofa út til kl 9:40
Stilla upp grjóthörðu fantasí liði
Vaða skafla út í Mosfellsbakarí og tríta sig með gúmmelaði
Koma heim og detta inn í Dr. Phil maraþon
Selja multi effektinn með 3þ kjéll í hagnað eftir bara 2 vikur í eigu
Selja magnarann á pari eftir 2 vikur í eigu
Á leiðinni niðrí bæ með Betu að sjúga upp kósí snjóstemmingu
Uppskrift af góðri helgi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 09:48
Bæn
Góði Fowler, þú sem ert einhverstaðar(í Ástralíu skv wiki), verði þinn vilji og slíkt.
Ég bið bara um eitt......
láttu nú þetta lið gelast saman þannig að það verði aftur gaman að fylgjast með fótbolta.
Lof sé Fowler
Amen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 13:48
Ný könnun
Ég spurðist fyrir í leikskólanum varðandi þetta ,,ég elska stelpur" tal hjá Sebas(í færslunni hér fyrir neðan). Mér var sagt að einhver krakki hafi verið að tala um hjónabönd samkynhneigðra og hvernig þetta allt virkaði.
Við erum að tala um tæplega 4 ára krakka!
Þessi umræða smitaðist náttla út og Sebas heyrði þetta og byrjaði að tala um að hann elskaði stelpur en ekki stráka. Sem mér fannst vera soldið vírd.
Ég meina....ég skil ósköp vel að foreldrar útskýri hluti fyrir börnum sínum.
Í þessu tilfelli þá er greinilega einhver þannig aðstaða hjá barninu og það er bara útskýrt. Fínt.
En æji ég veit ekki. Þurfa 3-4 ára krakkar að vera pæla í kynhneigð sinni og annara?
Hvað finnst þér? taktu þátt í nafnlausri könnun hér til hægri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 12:46
dagur í lífi Sebas
Það sem er að gerast í lífi Sebas:
Fyrir honum er ég pabbi. Þannig að núna er það nýjasta að segja stöðugt ,,þegar ég verð pabbi, þá...."
t.d. ,,þegar ég verð pabbi, þá má ég keyra bíl" og líka ,,þegar ég verð pabbi, þá verð ég stærri en þú".
Hann notar þetta mikið.
Svo sagði hann allt í einu upp úr þurru ,,pabbi, ég elska stelpur"
Sem er bara helvíti fínt.
Hann virðist líka vera búinn að velja sér starfsgrein. Hann segist vilja vera kappakstursmaður. Hann heldur mikið uppá Sebastian Vettel. Hann segir að þá munu allar stelpurnar vilja vera með honum.
Ég sver það, það er ekki ég sem kenni honum þetta. Mér finnst þetta meira að segja pínu too much þetta með stelpurnar. Algjör óþarfi að byrja svona snemma.
Ég spurði Maríu að þessu en hún segist ekki heldur hafa kennt honum þetta. Hlýtur þá að vera frá leikskólanum hans.
Maður reynir að tóna þetta niður.
Svo notar hann soldið ,,mjög snillingur" þegar einhver gerir eitthvað töff.
,,vó! hann er mjög snillingur"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 23:08
Nýtt lag!
Setti nýtt lag inn í djúkarann hér til hægri. Það er efsta lagið og heitir Kill Bill.
Basic
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 13:58
mhmmm
Truth does not demand belief. Scientist do not join hands every Sunday, singing, yes, gravity is real! I will have faith! I will be strong! I believe in my heart that what goes up, up, up must come down. Amen!
If they did that, we would think they were pretty insecure about it.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 07:16
Tveir á móti einum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2011 | 12:16
Xtreme bending
Ég er soldið dottinn í nýja íþrótt. Ég skírði hana Xtreme bending. Hún gengur út á að benda á eins öfgafullan máta og hægt er.
Guðfaðir þessarar nýju íþróttar er evil monkey í Family guy
En uppruni hennar er samt sem áður eitt atvik seint síðla kvölds hér í Grafarholtinu. Ég var að leita að einhverjum hlut og ég spurði Betu hvort hún vissi hvar þessi hlutur væri. Hún var greinilega eitthvað orðin leið á að segja mér hvar hlutir væru, eins og gengur og gerist, og benti eitthvað svo rosalega dramatískt í átt að hlutnum að ég sprakk úr hlátri.
Jafn öfgafull bending hefur svo aldrei aftur sést. En með meiri æfingu nálgast ég jafnt og þétt. Því jú, eins og skáldið sagði....æfingin skapar meistarann.
Xtreme bending....it´s gonna be a thing
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2011 | 12:07
úúúúúhhhhh......aaaaahhhhhh
aaaahhhhh það er svo gott að vera nýkominn úr ræktinni. Svo góð tilfinning, ekkert jafnast á við að taka vel á. aaaaahhhhhhhhhhhh.................[skrík í hjólbarða]....uuuuNEI!
Það er ömurlegt. Ég fokkin hata ræktina. Það er sennilega það næst leiðinlegasta sem ég geri. Fylgir fast á hælana á að horfa á Judging Amy á skjá einum.
Og ég finn aldrei þessa sælu tilfinningu eftir ræktina eins og allir eru að tala um. Þetta er bara pjúra hell allan tímann.
Jú, reyndar fann ég smá sælu tilfinningu einu sinni eftir Boot Camp hér um árið. En mig grunar nú að það hafi frekar verið eitthvað í sambandi við að vera bara feginn að vera á lífi og að hafa komist þaðan út óskaddaður.
En...maður lætur sig hafa það. Maður verður jú að reyna að viðhalda þessari neikvæðu fylgni milli magans á mér og Betu. Hennar stækkar og minn minnkar.
Það sem heldur mér gangandi er Lost Prophets lagið last train home. Og svo Chevelle með send the pain below. Og Sign. Og Discovery Channel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar