Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
8.2.2011 | 12:07
onemotion.com
Fín síða fyrir litla punga sem hafa ekkert að gera. Þetta eru tvö meistaraverk frá Sebas. Hið fyrra er sjónvarp og kall með þrjú augu en hitt er meira út í Súrrealisma a la Miró.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2011 | 08:02
running pimp
Sebas er með hlaupabólu!
Samt bara ótrúlega hress. Ekkert vesen á honum eða pirringur.
Við erum að dánlóda Lion King og ætlum að kíkjá hana í fyrsta sinn. Hann hefur aðalega verið í skrímsli hf, Cars og Toy story.
Kominn tími á tímon og púmba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2011 | 07:57
ribbit
Bloggar | Breytt 7.2.2011 kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2011 | 12:32
Skór
Beta gaf mér skó. Við fórum á stúfana að velja eitthvað sniðugt og getiði hvaða týpu ég valdi mér?
Þó mig klæjaði rosaleg mikið í að mæta í þessum bláu lakkskóm í veislur þá urðu þeir samt ekki fyrir valinu. En mér finnast allir þessi ofangreindir skór eitthvað svo fabjúlös. Hence, the photos.
En málið var að við vorum að leita að fjallgönguskóm. Þannig að leitin hélt áfram. Við rötuðum loks á eitt par sem var helvíti gott. Ekkert einhverja hallærislega mountain everest klossa heldur......wait for it............Sketchers fjallgögnuskó!
Flottustu fjallgönguskór norðan alpafjalla. Maður þarf ekkert að vera eins og lúði þó maður klífi fjöll!
Er reyndar ekki með mynd af þeim en tánnum á mér líður eins og þær væru í slopp, með pípu fyrir framan arineld er ég geng í þeim. Svo góðir eru þeir.
Bloggar | Breytt 6.2.2011 kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2011 | 08:52
snjór
Fórum út að labba á laugardagskvöldið. Tékkuðum aðeins á GR. Óðum snjóinn upp sjöundu brautina og lékum okkur í snjónum. Eða...réttara sagt þá henti ég Betu inn í snjóskafl og jós yfir hana snjó.
Eftir það var hún alltaf að reyna að hefna sín án árangurs, enda hún lítil og ég stór.
Ég vorkenndi henni svo mikið að á endanum lagðist ég bara niður og bauð henni að hefna sín. Ég leyfði henni að troða inn á mig snjó og þetta var útkoman.
Þetta var hressandi.
En núna er ég með eitthvað í vinstra eyranu. Vökva eða eitthvað og kjálkinn er að drepa mig. Veit ekki hvort það er afleiðing af þessu snjó fiaskói eður ei.
Stuttu eftir þetta atvik brast ég út í dansi. Myndir af því eru FB.
Bloggar | Breytt 6.2.2011 kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2011 | 18:01
OLE, OLE, OLE, OLE
Ó to the mothafriggin LE
Ég er svo glaður með úrslit dagsins að ég gæti..............öskrað. Nei, bíddu...of seint. Ég opnaði svalahurðina og öskraði nánast lífið úr lungunum.
Ekki nóg með að þagga niðrí Elsu FC með Torres í farabroddi þá vann ég nettó 3.350kr í þokkabót.
Drinks r on me!
Ætla að bjóða Betu út að borða og kannski í bíó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2011 | 13:15
Drauma LP lið
Fyrst maður er nú einu sinni að þessu þá stóðst ég ekki mátið og henti í draumalið. Soldið sóknar orienterað en hey, það er allt leyfilegt. Myndi kannski helst vanta sterkari varnar miðjumann.
Skemmtileg síða this11.com
Gaman að leika sér. Spurning um að stilla upp all time Hvatarliði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.2.2011 | 12:40
Svona finnst mér liðið vera hvað sterkast
yup
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2011 | 09:52
Lengjan
Jæja, ég gerði það eina rétta í stöðunni. Ég lagði undir á leik dagsins. Che-LP.
Það voru svo yfirgnæfandi ósanngjarnar líkur á þessum leik á lengjunni að ég sá mig knúinn til að verja mína menn.
Lagði 1000 kall á LP sigur og fékk stuðulinn 4,35 sem mér finnst vera móðgun.
Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að veðja á jafntefli. Sé eftir því þar sem þessir leikir eru alltaf steindautt jafntefli.
Sjáum til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar