Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
14.2.2011 | 08:24
að tala við sjálfan sig
Fólk sem talar við sjálfan sig. Hvað er með það!
Sá einn slíkan gæja í gær og fór aðeins að hugsa um þetta. Komst að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera að aðeins vel sturlað fólk gerði þetta.
Ég meina...prófið að tala við sjálfa ykkur. Ég prófaði það og leið eins og sækó.
Hvað ætli sé málið með að geta bara ekki hugsað hlutina í stað þess að segja þá.
Og nei.....það er ekki krúttlegt að tala við sjálfan sig. Ekkert sniðugt við það, bara stark raving craziness in da brainhouseness.
ps ég er líka svo lélegur í small talki að þetta yrði bara vandræðalegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2011 | 08:18
Megamind
Sáum Megamind í gær. Hún var fín. Will Ferrel, Tina Fay, Jonah Hill, Brad Pitt og Ben Stiller. Nánast idiotproof cast list.
Get vel mælt með þessari mynd. En hún var ekkert sú besta sem ég hef séð. Ekki jafn góð og t.d. the incredibles.
Beta sofnaði yfir henni, en then again, hún sofnar yfir 87% mynda sem ég vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2011 | 19:05
Snúrur
Fór í gegnum allar snúrur heimilisins. Þetta var allt komið út í vitleysu. Ekkert skipulag á þessum ormum.
Fyrsta skrefið var að afflækja allt draslið. Það tók á þolinmæðina. Beta hjálpaði með í lokin þar sem hún sá að ég var við að flippa út. Við erum að tala um Murphy´s law út í gegn. Ég togaði í snúru og það yfirleitt herti allt stöffið.
Svo tók sortering við. Allskonar flokkar og undirflokkar gerðir.
t.d. eftirfarandi:
Regular Scart
Scart með fönkí enda
heyrnatól
usb með enda sem er einhver gaur
hljóð og mynd-enda stöff
hleðslutæki
fönkí lookin weird thingy
Annað
Loks fóru þessar helvítis snúrur í sinn eigin poka og útkoman = milljón litlir pokar. En þeir eru þó í samþykktu skipulagi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2011 | 08:42
Dubai
Livescorehunter.com er búinn að sanna sig þessa helgi.
Horfi á dubai mótið með Tiger, Rory, Sergio, Westwood og co í gegnum þá síðu.
Sjónvarpið er nefnilega í notkun af Sebas.
Ótrúlega spennandi mót, engin sem hefur rifið sig frá grúppunni.
Ég held að sjálfsögðu með Tigernum en hann mun ekki vinna þetta því hann er svo óöruggur með ásnum. Alltaf í reddingum.
Ég spái Olazábal sigri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2011 | 00:31
Þá þarf ekkert að ræða það neitt frekar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 14:02
Allir eiga afmæli í dag
Sebas fékk þá glimrandi hugmynd að við ættum öll afmæli í dag.
Við bökuðum því ekta súkkulaði afmælisköku með nammi ofan á og kerti.
Svo sungum við fyrst fyrir Sebas og hann blés á kertin.
Við kveiktum aftur í kertunum og sungum fyrir mig og ég blés.
Kveiktum aftur og Beta blés á meðan ég og Sebas sungum.
Þetta var helvíti gott session. Rjómi og læti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 00:41
Skálmöld
Var að uppgötva brjálaða hljómsveit sem nefnist Skálmöld. Þeir gáfu út diskinn Baldur í desember og er svo mikið sudda þungarokk að ég bara er eftir mig. Getting too old for this shit!
Þetta er sem sagt víkinga metall með Bibba fremstan í flokki. Gæjinn sem var í Ljótu hálvitunum og innvortis. Hann var með mér í MA á einhverjum tímapunkti sælla minninga.
Hentu þjóðernispælingunum og pungakraftinum frá Fjallabræðrum saman við feitt eitís þungarokk og þú færð Skálmöld.
Þetta er vissulega soldið útí það þyngsta en þetta vakti svo sannarlega gamla þungarokkarann í mér.
Ekki beint tónlist sem ég myndi vilja spila eða representa en ávallt gaman að finna þennan íslenska víkingamátt í fingurgómunum við og við. Ekki ósvipað og með Fjallabræður.
Þessi diskur er sem sagt concept plata þar sem farið er í gegnum sögu Baldurs úr sögunum. Þetta er allt samið eftir ströngum reglum bragahátta og er soldið sungið á svona íslenskan kóra máta. Sem mér finnst töff.
Mæli með því að fólk tékki á þeim á gogoyoko.com og strími eitthvað stöff.
Fer svo á útgáfutónleikana þeirra þann 24.feb ef einhver vill koma með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 18:49
update
Það nýjasta hjá Sebas er að fíla Empire state of mind með Jay Z.
Hann fílar samt ekki Jay Z heldur bara Aliciu Keys.
Syngur svo hástöfum ,,nújor, nújor, konkrí djöngúl verdríms Ameido"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 13:41
Járnin seld
Seldi Ping S59 járnin mín áðan. 25þ settið sem er náttla gjafaverð. Samt var rosalega lítill hiti á þeim þannig að þetta var bara greinilega rétt verð miðað við eftirspurn.
Var að vonast eftir sirka 30þ þannig að þetta er ekkert rosalega fyrir neðan það.
En...ég sé soldið eftir þeim enda varð ég tvöfaldur klúbbmeistari á Spáni og íslandsmeistari í sveitakeppni með þessum byssum.
En svona er lífið.
Fínt að fá pening samt fyrir hlut sem fer aldrei aftur í notkun og safnar bara ryki.
DRINKS R ON ME!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar