Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
4.12.2011 | 17:05
Skemmtisið
Fórum aftur í Skemmtigarðinn. Fórum aftur á gula mótorhjólið.
Fengum bara einn leik í þetta sinn. Ég veit af hverju. Síðast þegar við fórum þá höfðu sennilega fáir notað tækið þ.a.l. vorum við alltaf að bæta ný met og komast áfram í nýjan og nýjan leik.
Núna eru öll metin til staðar þannig að við kláruðum þetta bara í einum leik.
Bömmer
Höfum farið núna þrisvar í skemmtigarðinn og þrisvar hefur Sebas farið í fýlu þegar við þurfum að hætta og fara. Bara með almenn leiðindi og vesen.
Ég tók hann því verulega á eintal og sagði honum að vera þakklátur fyrir að fá að fara í skemmtigarðinn til að byrja með. Skammaði hann rækilega. Enda er hann sem leir núna greyið. Baðst innilegar afsökunar og er algjör knúsibolla og þakklátur fyrir minnsta hlut sem ég geri.
Svona gerast kaupin í þorláksgeislanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2011 | 00:00
Speaking words of wisdom.....Let it Bean
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2011 | 20:39
SIR RIG
Er að upplifa í fyrsta sinn að vera komplett ánægður með gítarsándið. Svo mikið að mér dettur eiginlega ekkert meira í hug til að kaupa!
Marshall Valvestate 8080 magnari - Ekkert of ánægður með hljóðið. Soldið þunnt og tinní.
MXR 6 Band EQ - Þessi tónjafnari umbreytir magnaranum í hlýtt og fallegt hljóð. Þannig að clean sándið mitt er orðið gott. Þarf ekki nýjan magnara eins og stendur.
Bad Monkey - Distortion pedall sem gefur mér minimalískt normal rokk sánd. Svona rétt til að óhreinka magnarann.
Boss Pw2 - Í samvinnu við Bad Monkey virkar þessi distortari sem algjört hunang. Akkurat það sem ég var að leita að með öllum þessum fuzz pedulum. Leynisándið. Ekki góður einn og sér og er aldrei notaður þannig. Boss Pw2 + BM algjört combo dauðans.
Zoom G3 - BA BA BA BA barilliant tæki. Nota það í allan fjandan. Aðalega Delay, reverb og slíkt. Get verið með 300 staka pedala í gangi inní þessu thingamajiggy voodoo tæki. 3 í einu og svo 100 þannig combo. Endalausir möguleikar. Rétt búinn að gera 3 combo, enda lítill tími gefist.
Upphafspunkturinn er samt náttúrulega Epi Les Paul std. Hann skilar þessu öllu í gegn.
Eina sem mér dettur í hug til að bæta í riggið er volume pedall. Fínt að hafa þannig gaur í fótunum.
Núna er bara málið að spila og æfa upp lögin mín og gera nýtt stöff
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2011 | 19:53
sauma
búinn að vera ómögulegur í dag. Hausinn að springa. Samt náð að passa tvo 4 ára gutta og einn 4 mánaða. Einn. Það var ekkert spes.
Fyrir utan það þá hefur Beta stjanað við mig
Hennar stærsti sigur sennilega að hafa náð að sannfæra mig um að taka loksins verkjatöflu. Líður mun betur. Mikil barátta í allan dag. Vil helst aldrei taka neitt stöff.
Svo verður kósíkvöld hjá okkur með Sebas. Ætlum að horfa á Home Alone. Sebas nær öskrinu hans frekar vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2011 | 12:01
Eina jólalagið sem ég ætla að hlusta á þetta árið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2011 | 21:04
börnin í Afríku
Sebas var farinn að vera með svo mikil leiðindi við matarborðið að ég tók gamla trixið á hann.
Ég sýndi honum sveltandi börnin í Afríku á youtube
Honum fannst það stórmerkilegt
Svo áðan, eftir að hafa hugsað þetta í uþb 4 daga og ekkert sagt um þetta, þá segir Sebastian
,,pabbi, mannstu eftir börnunum í Afríku? við getum kannski bara farið saman í flugvél og keypt sverð og veitt ljónin fyrir þau svo þau geti fengið að borða. Þá fá þau lungu og hjarta og vöðva og geta lifað"
,,þú getur hjálpað fullorðna fólkinu af því að þú ert fullorðinn og ég get hjálpað börnunum af því að ég er barn,,
Á þessum tímapunkti var ég nánast grátandi yfir því hversu góður litli strákurinn minn er!
Ég sagði honum náttla að þetta væri besta hugmynd sunnan alpafjalla og að hann væri algjör snillingur fyrir að hafa dottið þetta í hug.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2011 | 20:23
lítill
Ég er með eyrnabólgu eins og litlu börnin
Það er æðislegt
Læknirinn var bara ,,WTF! Af hverju í fjandanum ert ÞÚ með eyrnabólgu?"
Ég er með mínar meiningar og kenningar varðandi það skal ég segja ykkur
Þannig er nefnilega mál með vexti að ég og Beta fórum síðasta vetur í labbitúr og ég kaffærði henni í snjó. Svo leyfði ég henni að simpattí-kaffæra mér líka því hún gat það ekki sjálf.
Ég fékk snjó inn í vinstra eyrað og var með verk lengi vel.
Svo er þetta allt í einu núna að blossa upp. Verkur og læti.
Læknirinn hélt áfram að hneykslast á mér
,,ertu kvefaður?"
,,nei"
,,mjög undarlegt, ertu með hita?"
,,nei"
,,mjög undarlegt, ertu með pínu hálsbólgu?"
,,nei"
,,þetta er allt saman mjög undarlegt"
Sebastian fannst þetta mjög fyndið. Að pabbi skuli vera með eyrnabólgu eins og litlu börnin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2011 | 20:19
yup
Þá er kappinn aftur mættur til vinnu. Gerði ekkert lag í fríinu sökum þess að þetta var ekkert frí.
Gott að komast aftur út í umheiminn.
Núna fer allt að pikkast aftur upp í skálanum. Jólagjafir og slíkt. Allt brjálað að gera í sérmerktum golfkúlum. Hægt að kaupa dúsín og láta merkja þær með nafni eða einhverju sniðugu.
Spurning um að gíra sig upp fyrir næsta sumar með sérmerktum kúlum....hmmmmm hvað ætti maður að láta prenta á þær?
Strákurinn
Kjéppinn
Meistarinn
Símanúmer
hmmmmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2011 | 01:04
remaster
Mæli enn og aftur með Nevermind (Devonshire mixes)
Men ó men hve þetta er þyngra og fallegra en áður útgefna normal comercial mixið.
talandi um endurhlustanir, í fyrsta skiptið er ég spenntur fyrir remasteringu á skífum. Smashing Pumpkins er að fara að gefa út Gish og Siamese Dreams remastered núna á næstunni.
Hef aldrei áður beðið spenntur eftir slíku stöffi.
jei
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar