Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
8.12.2011 | 20:57
Bannað að deila við dómarann
Sebas skildi ekki fyrst um hvað aukaspyrnur snérust. Alltaf þegar hann datt þá kallaði hann ,,auka!"
Jafnvel þó ég væri ekki nálægt
Smátt og smátt kom ég honum í skilning um að það væri bara aukaspyrna ef hinn bryti af sér.
Það gerist stundum hjá okkur.
Einu sinni hlupum við saman og hann barði í punginn á mér. Það var vel vont. Semí viljandi. kalt mat.
Við þurftum að taka pásu. Hann kallaði strax aukaspyrnu á sjálfan sig og tók utan um mig og kyssti þar sem ég lá á gólfinu.
En samt....hann er hálfur Spánverji. Þannig að hann á það til að liggja í gólfinu og þykjast vera meiddur þegar ég er kominn einn inn fyrir. Ekki að djóka. Ég segi honum að vera ekki að þessu væli og hætta að þykjast.
Það fór í hart áðan. Staðan var 4-4 og ofangreint atvik gerðist. Ég náttúrulega potaði boltanum inn þegar hann var liggjandi að þykjast.
5-4
Nei, nei, minn var ekki á því. Ekki nú aldeilis.
4-4
Ég stóð hins vegar fast á mínu þannig að þetta var stál í stál.
Svo vel vildi til að það voru dómarar á staðnum
Það er jólatré á ganginum, sem við höfum alltaf notað sem dómara. En í dag vorum við sérstaklega heppnir þar sem við höfðum tekið DK með okkur fram og sat hann í stólnum sínum á kantinum og fylgdist með.
Að sögn var hann dómarinn hans Sebas en jólatréið minn dómari. Engu að síður þá beygðum við okkur niður til DK og þóttumst lesa út úr handahreyfingum hans mismunandi dómgæslu. Algjört kaós. DK var engin hjálp. Þangað til ég sagði að ef hann myndi hlægja núna þá væri þetta 5-4.
Hann hló.
Sebas fór í fýlu.
Eftir smá þref þá hófst leikurinn að nýju.
Ég vann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2011 | 20:40
Gangabolti
Ég og Sebs stundum núna grimmt að fara framm á gang og taka eitt stykki leik uppá 10 í fótbolta.
Með mjúkum bolta
Völlurinn er sirka 3 mtr á lengd og 3 mtr á breidd. Ég er ávallt í gluggamarkinu sem er einmitt 3 mtr á breidd og upp í loft. Sebas ver hurðamarkið sem er uuuuu....sirka hurð á breidd og lengd.
Þessi mismunur á stærð markanna virkar eiginlega fullkomlega. Ef hann dúndrar vel í hornin þá er 50/50 hvort hann skori eður ei. Ég þarf hins vegar að nota göbbin svolítið og plata hann til að skora. Eða treysta á mistök í markinu hjá honum.
Þetta eru hörkuleikir. Fara yfirleitt í 9-9 og svo fer eftir stemmingu og tíma sem við höfum í annan leik hvort ég leyfi honum að skora eða ekki.
Oftast höfum við tíma í annan leik uppá 5 þannig að ég gef ekkert eftir í fyrri leiknum og reyni að vinna. Stundum dugar það. Stundum ekki.
Hann átti mjög erfitt með að tapa fyrst um sinn. Fór upp við vegg með hendur fyrir aftan bak og sagði yfirleitt með vonsvikin svip ,,það er bara þannig".
Þannig að fyrst leyfði ég honum að vinna oft svo ég gæti sýnt honum graceful looser. Ég kenndi honum að sá sem tapar fer umsvifalaust að sigurvegaranum og býður fram hönd sína og segir ,,til hamingju".
Hann kann það núna.
En ef hann tapar núna 10 leiknum er hann fljótur að stinga upp á öðrum leik upp á 5. Sem ég leyfi honum yfirleitt að vinna.
Ég reyni að hafa þetta jafnt svo allir vinni og tapi einu sinni
En ef hann vinnur 10 leikinn og við förum svo í 5 leik og hann tapar, þá er hann alltaf kominn með uppástungu uppá 2 leik.
Hann vill alltaf eiga síðasta sigurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2011 | 11:09
Guetta
Hvað er málið með David Guetta?
Hallærislegri gaur er varla hægt að finna
Voða kúl eitthvað á bakvið borð, veifandi höndum og þykjast ýta á fullt af tökkum.
Brotha plís......hann ýtir bara einu sinni á play í upphafi lags og fake-ar svo rest.
Að einhverjum þyki þetta flott eða spes er beyond me
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2011 | 11:03
bíó
Mæli með Cedar Rapids myndinni
Lágstemmd kómedía um vandræðalegan kall
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2011 | 16:05
undir veðrinu
Er aftur slappur
Fékk eyrnabólgu um helgina og lá allan laugardaginn. Svo hresstist ég en núna vaknaði ég með mikla gubbutilfinningu. Mjög bumbult.
Svo hefur þetta þróast út í almenna beinverki og ég er núna full fledge veikur.
Ég hef DK grunaðan, hann var eitthvað að æla óþarflega mikið og var pirraður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2011 | 16:02
Í hverju er maður bestur?
Fór að pæla í hverju ég væri bestur af öllu sem ég kynni að gera
Það fyrsta sem mér datt í hug var að ,,mannþekkja" fólk.
Veit samt ekki, það er svo margt sem maður kann.
Svo datt mér í hug að ég væri nokkuð góður í að rannsaka hluti og kynna mér eiginleika þeirra til hlýtar.
Ég spurði Betu að þessu og mín var ekki lengi að hugsa sig um og sagði ,,að fjarlægja veggfóður af vegg"
Gott að hafa þetta á hreinu ef einhver spyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2011 | 19:26
Prump
Var að pæla.....af hverju mér bregður oft svona þegar DK prumpar
Hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta er bara eitthvað svo óeðlilegt. Að svona lítið og krúttlegt barn skuli stundum skáka hinum stóra hval sem ég er, bæði í styrk og lykt.
Ég bara á ekki von á þessu
Þetta kemur mér alltaf í opna skjöldu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2011 | 15:23
Biðraðir
Ég er mikill aðdáandi biðraða. Hér er komin skýring á því af hverju ég er alltaf í hægustu röðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2011 | 22:27
Tiger
að horfa á Tiger í baráttu um titil. Loksins. Vona að hann taki þetta og að þetta verði vendipunktur á hans ferli. Alltaf gaman að fylgjast með honum. Þó þú fílir hann ekki. Viðurkenndu það, það er gaman að horfa á mót þegar hann er með.
Eins og flestir vita að þá er mikil fylgni á milli gengi hans og míns.
Spái því að ef hann vinnur í kvöld að þá á ég eftir að koma sterkur tilbaka næsta sumar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar