Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

SiggiSub

Ákvað í tilefni dagsins að gera fyrir Betu pínu hádegismat

Ég sá mynd á netinu um daginn af samloku söbbi á sterum og fannst girnilegt.

Veit ekkert hvað var í þessu en fór samt á stúfana til að reyna að kokka upp eitthvað svipað útlítandi.

Ég fór í þrjú bakarí og fann loksins eitthvað kúmenbrauð í Mosfellsbakarí sem líktist þessu.

Smurði það með spes majónesi, stráði mozzarella osti yfir báða helmingana og forhitaði pínu.

Skellti svo sjöhundruð sneiðum af silkiskorinni skinku og Roast Beef inn á milli og sprautaði leynisósu inn. Meiri ostur og svo allt inn í ofn

Út kom eitthvað sem ég held að geti bjargað heiminum

Heimur, má ég kynna................SiggiSub!

Betu fannst þetta æðislegt. Sagði þetta betra en Subway!


klipp

Kom glimrandi fínn úr klippingu

Þyki vera blanda af Kristjáni Jóhanns og Clooney

Sel það ekki dýrar en ég keypti það


ammó

Til hamingju Ísland með að ég fæddist hér

Þetta er gott við kvefi

Þetta er svo gott. Gaman að sjá að þetta line up hjá Corgan er að slípast vel saman. Þétt og flott.

Mæli með sólóinu rétt rúmlega 5:03 og sérstaklega þegar Jeff vælir yfir Billy sirka 5:48

Ég er náttúrulega búinn að tönglast á þessu oft áður. En alltaf gott að horfa á þetta aftur. Og aftur. Og aftur.


purr

DK er búinn að læra sinn fyrsta hlut

Fyrsta stöffið sem hann gerir meðvitað

Hann..........wait for it............purrar

Adorable

Þegar við gefum honum graut.....ekki svo adorable


cumple

Á afmæli á morgun

Allar gjafir og símtöl afþökkuð

Í fyrra slökkti ég á gemsanum og fór á bókasafnið niðrí miðbæ og las tímarit. Mjög falleg stund.

eða var það í hittifyrra....men......getting to old for dis shiiiii


hair don´t

Klipping á morgun. Spurning um að gera eitthvað róttækt.

NEEEEEEEE kannski ekki

ætla bara að biðja um Clooney meets Pitt greiðsluna. Síðast þegar ég bað um hana fékk ég Rooney meets shit greiðsluna. Nei, í raun fékk ég helvíti góða loksins. Klárlega mikilvægt að láta fyrrverandi fegurðardrottningu Íslands klippa sig.


Gítarsóló

Er þetta besta gítarsóló allra tíma ef maður deilir í fjölda spilaðra nótna?

 

hmmm smurning.........

 

4 nótur, euphoric tilfinning, minimalismi = John Frusciante


Dorrit

Ég og DK vorum að bíða eftir Betz niðrá Lansa í mestu makindum. Sátum á afviknum stað að æfa okkur að tala.

Það komu tvær hjúkkur að hjala við hann.

Tvær þorðu að koma en uþb sjöhundruð horfðu til okkar og brostu.

Hvílíkur babe magnet!

Svo mikill að jafnvel forsetafrúin sá sig knúna til að spjalla við okkur.

Hún var þarna eitthvað að sniglast með lífverði (sem reyndar var um sjötugt) að leita að einhverju.

Dorrit Mússajef og DK like this(skrifar sir og krossleggur tvo putta)


going to deep

Fyndið hvernig fólk getur verið einfalt oft á tíðum

Biskup Íslands hélt þrumuræðu í gær varðandi ,,árás" pólitíkusa Reykjavíkur á kirkjuna.

Hann var að vitna í að það sé verið að banna áróður kirkjunar í grunnskólum.

Hversu einfaldur þarftu að vera til að sjá ekki heildarmyndina. Stundum er fólk komið svo langt inní eitthvað að það hreinlega getur ekki séð hluti frá mismunandi hliðum (kemst líklega ekkert dýpra þegar þú ert orðinn biskup)

...og hvað, vill biskup að öll trúarfélög fái aðgang að börnum? Get ég bara stofnað trúfélag í kringum bleikan fíl og fengið að koma í grunnskóla og predika yfir börnum hvernig trúa eigi því að bleikur fíll sjúgi sítrónur og prumpi englaryki svo lengi sem mikil kurteisi og mannasiðir séu innifaldir?

Nei. Það á bara að kenna kristinfræði í grunnskóla eins og hvert annað fag. Fara yfir alla trú í heiminum. jafnt. Kynna alla þessa vitleysu og afturhaldssemi fyrir börnunum, en ekkert meira.

Ég veit, ég veit, þessi maskína er þjóðkirkja og á þeim rökum finnst þeim þetta vera rétt.

Þjóðkirkja.....er það nú ekki eitt það heimskulegasta sem um getur!

Hvernig er hægt að ætlast til þess að bara heil þjóð sé bundin einhverri trú.

Þvílík vanþróun og búskmannaháttur.

Þessi færsla er skrifuð í gær, soldið pirr í gangi

Af hverju getur fólk ekki bara verið ekki heimskt!


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband