Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
31.10.2011 | 22:39
SIR
Nokkrar staðreyndir um kvöldið í kvöld:
-Ég fór í fótbolta
-í 35 marka leik skoraði ég ekki eitt mark
-Hef núna alltaf verið í tapleik í þessum Gkg bolta
-Fann gríðarlegan mun á úthaldi núna og síðast
-Það gagnaðist mér ekki neitt
That´s all
Move on
Nothing to see here
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2011 | 19:10
greinar, leiðinlegar og skemmtilegar
Maður les stundum greinar, annað hvort á prenti eða á netinu.
90% af greinum sem ég les innihalda 90% af stælum og 10% af málefnalegum og rökstuddum málsgreinum.
Yfirleitt byrja ég bara á því að lesa síðustu málsgreinina og oftast næ ég punktinum í greininni bara á því. Í lokin er alltaf einhver niðurstaða og það sem skrifandi virkilega vildi segja.
Allt hitt er oftast bara kynning á málefninu, óþarfir stælar og rugl.
Takið eftir þessu.
Las t.d. greinina hans Þórhalls markaðssérfræðings og kennara í HÍ. Ömurleg lesning. Alveg eins og hann var ömurlegur kennari.
Svo las ég aðra grein í sama blaði og hún var skemmtileg. Hún var um 74 ára gamlan bónda í Skagafirði sem fór í fyrsta sinn út fyrir landsteinana. Krúttlegt.
Hann fór til New York.
Hann skildi vasahnífinn eftir heima en fannst nú fullmikil hnýsni þegar tollverðir tóku raksápuna af honum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2011 | 17:52
50gr!
ok, þá er það komið á hreint. Internetið vegur bara 50gr (sjá myndband að neðan)
það er soldið lítið!
Best að þyngja það aðeins með þessari færslu
ASLKDFJAÆSLDKJFÆALKSDJFAÆLSKDF
AÆSDKFJAÆSLDKFJAÆLSKDJFALSKJDFÆ
ASÆDFAJSDÆFLKAJSDLFKJAÆSLDKFJAÆSLDF
AÆSLDFKJASÆLDFKJAÆLDFKJAÆLSDKFJA
ÆALKSJDFLÆASKJDFÆALSJDFÆALSKFJA
AÆKLSDFJAÆLKSDFJÆALSKDJFÆALKSJDFALÆSKDFJ
ASDLKFJAÆLSDKFJAÆLSDKFJAÆLSKDJFÆALSKDFJ
Ætli internetið hafi einhverja kjörþyngd?
Ætli ég sé valdur af því að internetið sé núna komið í yfirvigt?
Greyið internetið, þarf að fara í megrun. Þorir ekki að fara í sund og svona...
Herbalife fyrir internetið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2011 | 17:47
hlaut að vera! Soldið búið að vera að íþyngja mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2011 | 00:37
Muse
Vá hvað ég er dottinn í Muse
Besti bassaleikari okkar tíma? hugsanlega. Fíla svona bassaleikara. Gæji sem þorir að nota effekta og hafa hátt. Svona gæja vil ég hafa í bandinu mínu.
Með sinn stimpil í nánast öllum lögunum.
Svo er Bellamy náttúrulega vangefinn.
Kunni ekki að meta Muse fyrr en ég byrjaði að pæla í gítarsurgi.
Citizen Erased....ræða það eitthvað! bassinn suddalegur, gítarinn vælandi surgslega skítugur. Allt sem lag þarf.
Plug in baby riffið var valið besta gítarriff okkar tíma. Gone are the days of the smoke on the water og satisfaction. Núna er Plug in baby í fyrsta sæti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2011 | 19:31
fantasía
jæja, best að jinxa Arsenal og Man city
Hef jinxað man u nógu mikið hingað til.
Keypti nefnilega Van Persie og Silva í fantasí í dag.
Ég veit, ég veit, algjört re-action dæmi. Hefði átt að kaupa þá Áður en þeir höluðu inn stigum. Svokallað pro-action.
FOKK!
ég sökka svo mikið í þessu fantasí þetta árið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2011 | 17:44
update
er að lesa 637 bls manual um Cubase. Thickness.
Svo er ég að gleypa allt kennsluefni sem ég finn um hvernig eigi að mixa og mastera lög. Gjörsamlega dottinn í það. Manískur.
Er kominn með 7 lög sem ég er að nostra við. Mun taka mér smá tíma í þetta. Bæta við 7 lögum í viðbót og kötta lélegustu 2-3 lögin og Katalog orðinn veruleiki.
BÚJAAA!
helvíti fínt, er að detta í barneignarfrí
SJESJHAAAAAM!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2011 | 00:00
færsla
fokk
gleymdi að skrifa færslu í dag (í gær)
gettin to old fo dat shiiii
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2011 | 21:42
Bónus ég og riff raffið
Fór í Bónus á Laugarveginum
Það voru uþb 60 manns þarna inni og skiptust bara í þrjá týpuflokka!
Riff raffið:
Það voru nokkrir einstaklingar sem teljast til lægri alþýðunnar. Ekki útigangsfólk heldur meira svona fólk sem er yfir fertugt, leigir niðrí bæ, er oftast fullt, þríbrotið nef og ílla til fara.
Hipp og kúl:
Klæðir sig í skærum litum, er spes, mikið sjálfstraust, talar hátt, er oftast með gleraugu, býr eingöngu í 101, sækir mikið kaffihús og er sennilega í einhverri hljómsveit
Krútt:
Klæðir sig í brúnum lit, er spes, lítið sjálfstraust, talar lágt, er oft með gleraugu, býr eingöngu í 101, sækir mikið kaffihús og les sennilega ljóð.
.......og svo ég
Það var enginn annar þarna inni.
Fyndið að sjá þessar týpur á þessum stað.
Týpurnar þurfa jú líka að fá sér bónusskinku, hálft heimilisbrauð og nýmjólk (nema krúttið, hann er með mjólkuróþol)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2011 | 21:32
2 mín í súrrealisma
Fór í Krónuna í dag og verslaði fyrir 1501 kr
strákurinn á kassanum segir við mig
,,fimmtánhundruð og einz, twei, drei, polizei"!
Ég sprakk úr hlátri
Labbaði svo út og sá mann í leðurbuxum sem átti ekkert erindi með að vera í leðurbuxum.
Ég hugsaði með mér hversu súrrealískar þessar síðustu 2 mínútur höfðu verið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar