Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Nýtt lag hjá SIR

Er að læra á nýja forritið mitt sem heitir Cubase 5. Það er brött lærdómskúrfa sem ég klíf. Ekkert smá flókið stöff.

Ég henti inn nokkrum riffum og sólóum og smurði það með smá slagverki.

Út kom

GÍTARHETJU OPUS II

Ég lét það í djúkarann hér á hægri hönd. Efsta lagið.

Varúð! þeir sem á þetta hlýða munu gráta blóðtárum og svitna gullmolum. Þetta er sveittur metall.


Ryder

Djöfull hlakkar mér til að horfa á Ryderinn. Hann byrjar á morgun kl 6:30 og ég verð vaknaður. Ójá. (enda vaknaður kl 6:40 í morgun)

Mér finnst allt tal um að Evrópa sé sterkari aðilinn eitthvað mis. Var að renna yfir þessa kalla og mér bara sýnist usa vera mun sterkara.

Á topp tíu er usa með menn númer 1-2-4-5 á heimslistanum. Evrópa bara með númer 2-6-8-9. Og ekki Paul Casey sem er númer 7 og einn besti holuspilari í heimi. Djöfull getur Monty verið heimskur.

Svo er usa með 11-12-14-19 á meðan EU er með 13-15-16.

Rest er svo neðar.

Jú Tiger ekki eins og hann var áður fyrr, en samt. Hann er númer 1. Westwood sem er númer 3, efstur af EU, er/var meiddur. Mjög mikið spurningarmerki.

What evs, it is what it is. Vonast bara eftir rosalegu skemmtanagildi og ánægju er ég kúri fyrir framan sjónvarpið með Exina í einni og hafragrautinn í hinni.

GO TEAM EU!


Ný könnun

Ágætis mæting í síðustu könnun. 23 svör. Vinsælast er að bursta tennurnar eftir morgunmatinn með rúmlega 50% kosningu. Svo að bursta fyrir morgunmat með fjögurtíuogeitthvað %.

Ég skil samt ekkert í því að það hafi ekki verið að minnsta kosti einn sem allavega prófaði að borða morgunmatinn á meðan hann burstaði tennurnar!

En það framkallar hroll að einn eða tveir sögðust EKKI bursta tennurnar yfir höfuð.

Shocking.

Núna er komin ný könnun þar sem ég spyr um svalasta hljómsveitarnafnið.

Efst á lista er tappinn sem segir sig sjálft.

Svo er nafn sem ég og Beta gengum undir á kvöldvöku ekki alls fyrir löngu. Við góðar undirtektir.

Svo er nafnið In Cue sem Beta stakk upp á. Eitthvað sem hún og Kristján höfðu verið að pæla í. Þessu nafni fylgir náttla að Beta yrði á bassa og Kristján á Óbó.

Næsta nafn er rökrétt framhald af síðustu hljómsveit sem ég var í. Hún hét Libido. Ekki ósvipuð hugmyndafræði og The Yardbirds sem breyttu líka í The New Yardbirds, reyndar í bara nokkur gigg á norðulöndunum.

Svo er Siggdrix sem er vísun í óspillta hæfileika mína sem gítarleikara, Hendrix style.

Grái fiðringurinn skýrir sig sjálft og að lokum nafn sem vísar í nýja gítarinn minn IAxe.

Kjósið!


Sami kallinn í sundi

Fór í Garðabæjarlaug í morgun í skítaveðri. Lét mig bara fljóta með öldugangnum og skilaði hálfum kílómeter eins og ekkert væri.

En að einu.

Af hverju eru bara svona kallar í sundi alltaf(sjá link)

http://images2.fanpop.com/images/photos/3400000/Candy-Ray-Walston-of-mice-and-men-3461221-330-464.jpg

Í speedó skýlu og með blöðkur!

Er eitthvað átak í gangi?

Tapaði einhver veðmáli?

Ef það er ekki þessi týpa þá er það þessi(sjá link)

http://img.thesun.co.uk/multimedia/archive/00477/Josef_Fritzl_280_477364a.jpg


Studio

Synti kílómeter í morgun. Varð temmilega þreyttur eftir það. Heilbrigt.

Eyddi svo restinni af deginum að shredda niður riff með Exinni.

Hendi einhverju inn á næstunni til að gefa smjörþef af því hvernig þessi gítar hljómar.

Er loks að ná að geta smurt saman rás ofan á rás til að byggja upp lag. Forritin voru ekki alveg að tala saman fyrst um sinn.

Eina sem ég get uppljóstrað í augnablikinu er að ég er með nokkra sketcha á mp3 formati sem m.a. heita "Gítarhetju Opus I" og "Led LikkU2". Svo er eitt að fæðast sem gengur undir vinnuheitinu "The Shredder". Þið getið ímyndað ykkur hvernig þetta hljómar miðað við nöfnin ;)


SIggdrix

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég orðin Rokkstjarna.

Sit hér sveittur við tölvuna með I-Axe usb gítarinn minn og hleð í hverja rokk klisju pósuna á fætur annari. Hef einnig nýlokið við að taka upp debut albúmið sem inniheldur godlike riff á eftir riffi.

Heimsfrægð er á næsta leyti.

http://www.sonicftp.com/news/images/behringer_iaxe_laptop.jpg

Tékkit

Má ekki vera að því að skrifa meira. Get ekki látið the gods of rock bíða eftir mér.


Got a case of the mondays?

funny pictures MONDAY MORNING
see more Lolcats and funny pictures

Waynes World

Fórum í Toys R Us í dag með Sebas. Við vorum báðir á útopnu þarna inni, ýtandi á alla takka og slíkt.

Mér finnst ótrúlega gaman að fara þarna inn.

Ég labbaði framhjá hlut sem var í einu horninu en eitthvað gerðist og allt stoppaði. Í slow motion sveif ég til baka í gegnum reyk og glimmer alveg þangað til ég stóð andspænis þessu magnaða fyrirbæri.

Gítar!

Ekki bara einhver venjulegur gítar, heldur USB gítar!

I-Axe Usb Electric Guitar!!!!

Ég plögga þessu kvikindi bara í tölvuna og djamma. Einfalt. Get líka plöggað þessu í venjulegan amp. Það fylgir forrit með þar sem maður getur kokkað upp hvaða óhljóð sem manni dettur í hug. Maður getur djammað með lögum úr tölvunni og líka tekið upp eigið efni og orðið heimsfrægur á augabragði.

9.999kr----er verið að kidda mig. Kostaði fyrst 19þ.

Hljómar of gott til að vera satt. Fór á netið og tékkaði á þessu og fólk heldur víst ekki vatni yfir þessu. Ástæðan fyrir því að ég keypti þetta ekki strax var að þetta gat ekki staðist. Hélt kannski að þetta væri einhver plast gítar eða eitthvað rammfalskt drasl. Svo segja menn ekki. Þetta er nýjasta I-ið. Ipod, Iphone, Ipad, Icesave, Ævar Örn Jósepsson, þið náið þessu.

Þetta er náttla ekkert sem Hendrix myndi láta sjá sig með en samt nógu gott til að skemmta sér með.

Ég mun fara á morgun og kaupa þennan gítar.

It will be mine

Oh yes, it will be mine.

ps. löbbuðum út með þrjá bíla á 500kr fyrir Sebas. Ég mun labba út með 10þ kjéll Usb rafmagnsgítar á morgun. Hvor er barnið?


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband