Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Þythokkí

Fórum í þythokkí í kvöld. Ég rústaði Betu að sjálfsögðu. Tôkum þrjá leiki og þar sem ég hafði tryggt mér tvo sigra þá lék ég þriðja leikinn örvhent. Rústaði honum líka.

Ég er ekki þessi tippikal gracious winner, bara svo allir viti það.

Síðasti leikurinn fór 8-6 mér í vil en ég skoraði bara tvisvar. Já, Beta skoraði tólf sinnum og sex sinnum í eigið mark. Og meira að segja tvisvar án þess að pökkurinn kæmi við neinn batta. Hún hælaði hann tilbaka í eigið mark.

Það er óhætt að segja að hún sé ekkert sérstaklega sátt. Þessi færsla virkar eins og olía á eldinn.

Verð að fara tapa einum og einum leik til að hún missi ekki áhugan á þythokkí.


Meistaramót

Meistaramót Gkg er að skella á. Það er reyndar byrjað hjá öðrum flokkum en meistaraflokkurinn byrjar á miðvikudaginn.

Kann völlinn utan af og hvíli því á morgun.

Ríkjandi klúbbmeistari Alfreð er erlendis með landsliðinu þannig að það verður nýr kóngur krýndur á laugardaginn.

Simmi er líka úti en Biggi Leifur ætlar að taka þátt.

Hann er lang líklegastur og á ég von á því að þetta verði bara barátta um annað sætið. Nema að ég kneecappinn The Big L á æfingu á morgun og sendi hann á sjúkrahús. Aldrei að vita.

En það eru nokkrir um hituna í verðlaunasætin. Myndi halda að það væru sirka 7-9 manns eða svo. Þetta verður hörku keppni. Mun strax byrja að sæka Björgvin out á æfingu á morgun því drengurinn er orðinn of góður í golfi.


Teikningu lokið

Fór hring á Kiðjabergi í dag. Spilaði nokkrum boltum og var að klára að teikna völlinn upp og mæla allar vegalengdir fyrir Íslandsmótið.

Það var fínt veður fyrir utan smá rigningu á tveim brautum.

Þetta tók mig um 4 og hálfan tíma. Ég var sem 4 kylfingar því maður staldraði við hér og þar. Púttaði útum öll grín og slíkt.

Fínt að vera búinn að þessu. Oftast hef ég gert þetta bara degi eða tveim fyrir mót. En núna get ég tekið því rólega nokkrum dögum fyrir mót og reynt að leika völlinn eins og ég vil gera í mótinu, með eina kúlu.

Mun taka tvo æfingarhringi í viðbót fyrir þetta mót. Mánudagur 19/07 og þriðjudagur 20/07. Frí á miðvikudegi fyrir mót og svo mót 22-25 júlí.


Ný könnun

Ný könnun

Just do it. Nike


THIS IS Kiðjaberg!!!!

Ætla á morgun á Kiðjaberg að spila 18 kvikindi. Var einhvers staðar búinn að teikna völlinn upp og mun fylla inn í eyðurnar betur og setja réttar vegalengdir og slíkt á notepaddið.

Mun sennilega leggja í hann um kl 9 og reyna að vera á undan fólkinu. Ekkert leiðinlegra en að hlaupa framhjá nokkrum hollum. Sérstaklega ekki á þessum velli sem er erfiðastur á Íslandi á fæti. Ég tala nú ekki um í vindi eins og á föstudaginn.

btw sá hringur var erfiðasti hringur ever. Gale force, spilaði einn, fór frammúr milljón hollum á hlaupum, var bara 3 tíma OG ÞETTA ER Kiðjaberg, erfiðasti gæjinn á fæti.

Ég var svo úrvinda að á sautjándu tók ég tennis gæjann á þetta. Það voru stunur í hverju höggi á tveim síðustu brautunum. Eins gott að ég var einn.

Spilaði samt ágætlega, var á +8 og fæ 6 högg þarna. Fínt skor í þessu veðri.

Ætlar einhver með á morgun?


fan

funny pictures of cats with captions
see more Lolcats and funny pictures

Helgin

Fórum uppí bústað um helgina með Sebas. Vorum í góðra vina hópi í fáránlega flottum bústað Long fjölskyldunnar. Brunuðum reyndar í bústaðinn hennar Betu á kvöldin og sváfum þar.

Fór tvo hringi á Kiðjabergi, einn í gale force vindi sem var gaman og annan kl 22:30-1:30 aðfaranótt sunnudags í bongó blíðu. Spiluðum á bolum en svitnuðum samt. Hefðum getað verið berir að ofan svo mikill var hitinn og mikið blankalogn.

Sebas leiddist ekki því þarna voru skemmtilegir krakkar sem geluðu vel við spánverjann. Þarna var trampólín, rólur og allskonar stöff fyrir þau.

Horfðum á HM leikina og átum góðan mat.

komum heim í dag kl 17

FIN


Loud Noises

Það er margt skrýtið við mig. Það skrýtnasta er kannski hve hátt ég tygg þegar ég borða. Ég var að gera óformlega rannsókn á þessu og mér virðist bara liggja svo mikið á þegar ég borða að það er eins og himinn og jörð séu að farast.

Ég gerði allskonar tilraunir til að tyggja lærra en það er bara ekki sama upplifunin á máltíðinni.

Ég skoðaði þetta í spegli og þetta er ekki fögur sjón. Ég hafði bara aldrei tekið eftir þessu fyrr.

Að horfa á mig borða er eins og að horfa á úlfalda meets hakkavél meets hríðskotabyssa.

Kannski soldið ýkt. En það var einhvern vegin svona sem Beta lýsti þessu.

Takk Beta. Mér mun aldrei líða vel við matarborðið aftur. Kannski bara fínt. Ég mætti alveg við að missa úr nokkrar máltíðir.


Tippi kal

Fór niðrí bæ að snúllast. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað að EKKERT merkilegt gerðist. Sem er ótrúlegt!

Ég er alltaf að lenda í einhverjum absúrd samræðum við ókunnuga.

En ekki í dag. Dagurinn í dag verður venjulegur og ekkert markvert mun gerast.

Reyndar fannst mér pínku undarlegt að afgreiðslustúlkan í símanum hafi kvatt mig með þeirri ósk að ég myndi skemmta mér vel á írskum dögum á Akranesi.

Veit ekki um hvað ÞAÐ snérist. Og nei, ég var ekki í grænu vaffhálsmálspeysunni minni.


Helgin

Sczhjæse! Svaf til 11:11 í morgun. Ekki sofið svona fram eftir síðan ég var unglingur.

Það er komin dagskrá fyrir helgina. Á morgun verður brunað um kl 10 um morgunin í sumarbústað með Sebas. Ég tek 18 kvikindi á Kiðjabergi í leiðinni og svo hittingur með frakklandshópnum um kvöldið.

Við ætlum að sofa tvær nætur og koma aftur á sunnudeginum.

Vonandi verður ekki rigning ALLAN friggin tímann.


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband