Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

kominn yfir hringinn

Á teig kl 12 í dag. Vonandi hætti ég að vera heimskur og spila gott golf.

Ég er búinn að melta þennan +11 hring í gær og komst að þeirri niðurstöðu að þetta voru járnahöggin. Ég var oftast að koma mér í ágætis stöður eftir upphafshöggin en svo bara hittir maður ekki friggin grínið. Það er hræðilegt.

Oftast er ég að púlla járnahöggin til vinstri. Kannski of mikil átök?

Var ekkert að pútta heldur neitt stórkostlega. 30 pútt með svona fá grín hitt er ekki gott. Missti sirka 2 stutt garanteruð pútt og kannski 2 í viðbót lengri pútt sem hefðu átt að fara í holu.

Í dag spila ég með Kjarra og ,,skál fyrir" Gessa.

Baráttan um annað sætið er þannig að Haukur er á +12, Henning á +13 og svo nokkrir gæjar þarna inn á milli þangað til ég kem í áttunda til níunda sæti á +22. Ég þarf tvo kraftaverka hringi til að ná verðlaunasæti.

Held að lykillinn að því sé bara að vera ekkert að pæla í því og taka bara næsta högg.


2.dagur í meistaramóti GKG

Viðbjóður!

Þeir sem vilja sjá depurð, viðbjóð og hafa gaman af slæmu gengi geta tékkað á skorkortinu á golf.is

FIN


Dí ameríkan chill pill

Ég fer út kl 17:30 á eftir. Skrýtinn tími til að byrja golfhring. Vonandi lægir aðeins um kvöldið. Samt klassískt að það verði mótvindur inn í dalinn og lægi svo á heimleiðinni.

Wha-evs

Núna er bara chill með Sebs og Betz. Borðum bananabrauð með smjöri og horfum á Boomerang. Beta er reyndar að vinna, en er svo heppin að geta unnið heiman frá.


Ný könnun

Hver er ljótastur á HM?

Monty Python

funny pictures of cats with captions
see more Lolcats and funny pictures

1. dagur í meistaramóti GKG

Það var hífandi Gale force rok sem tók á móti okkur klukkan 6 í morgun. Hressandi veður, skemmtilegt að leika golf í þannig aðstæðum en því miður verður skorið sjaldan upp á marga fiskana.

Besta skor, fyrir utan Bigga Leif sem var á -1, var +7. Ég var á +11 og er í fimmta sæti.

Þéttur pakki er að keppa um annað sætið og allt getur gerts.

Haukur á +7. Bjarki og Bubbi/Gubbi á +9 og svo stórnöfn eins og Guðjón Henning, Guðjón Ingi, T-Pain og ég á +11.

Af 128 keppendum sem léku völlinn í dag voru aðeins 5 sem spiluðu á forgjöfinni og bara 2 í lækkun(37 punktar og 40).

Það var alvarlega verið að hugsa um að fresta þessu eitthvað því kúlurnar voru að hreyfast á grínunum. En veðrið átti ekkert að skána þannig að við héldum bara áfram. Þessu var frestað út á nesi t.d.

Vona bara svo sannarlega að þetta gildi ekki til hækkunar því þetta voru bara rugl aðstæður. Þegar ég komst á 60 metrana þá púttaði ég bara meðfram jörðinni með sexu í stað þess að taka 60° wedginn.

En ég var annars að spila bara vel. Skollarnir voru bara eðlilegir í þessum vindi og ég gerði aðeins mistök á tveim brautum. Fêkk tripple á tíundu og dobbúl á elleftu.

Wha---evs

Fer út á morgun í kringum 18:20. Mun vera að klára í kringum ellefu leytið. Nice.


Meistaramót

Alltaf hressandi að vakna kl 5 útaf golfmóti.

Á teig kl 6:30

Fyrsti dagur af fjórum á meistaramóti GKG.

Hver er bestur í klúbbnum? Það kemur í ljós á laugardaginn.

Ég spila með Gunna og Kjarra. Fínt holl.

Það er vesenis veður úti. Vindur OG rigning. Kljéssik.

Kem með skor í kringum hádegisbilið.


Kvöldin

Fôrum á Kaffi París í gærkvöldi. Fékk mér mjólkurglas á 300 bökkarúnís. Ekkert smá dýrt. Beta fékk sér Peskí Mask á 390kr og svo deildum við pínku lítilli sneið af franskri súkkulaði köku á 890kr. Hún var ekki uppí nös á ketti.

Var að reyna að treina þessa kökusneið eins lengi og ég gat. Dugaði í sirka 2 mín. Hefði getað dánað henni í einum bita.

Það hefði samt örugglega ekki farið vel í Betu þar sem hún var enn pirruð yfir tapinu í þythokkíinu(sjá færslu að neðan).

Annars var fallegt veður og kvöldið fínt.


Rusty gerður að athlægi

funny pictures of cats with captions
see more Lolcats and funny pictures

Lesning

Fórum niðrí bæ í gærkvöldi. Tókum bókarúnt þar sem ég fjárfesti í fleiri ævisögum. Keypti ,,appetite for destruction" og ,,When Giants Walked the Earth: A Biography of Led Zeppelin", báðar eftir Mick Wall.

Mick Wall er breskur rokk journalist sem hékk mikið með öllum þessum rokk grúppum. Sú fyrrnefnda er einmitt um hans kynni af þessum heimi. Ætti að vera áhugaverð lesning

Svo tók ég Zeppelin líka þar sem mig vantaði þá í safnið. Búinn með Doors, Pink Floyd, Black Sabbath, Rolling Stones, Ozzy, David Bowie, Guns n Roses(slash og Axl bækurnar), Red hot chilipeppers, Mötley Crue og fleiri.

Jeiii, good times. Ég er ávallt hálfur maður ef ég hef ekki opna bók mér við hlið. Sem minnir mig á það....verð að fara byrja aftur á HHGTTG. Í fimmta sinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband