Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
30.6.2010 | 21:24
yeah!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2010 | 09:44
Uppskera
Ég er ánægður með sjálfan mig.
Fyrir mótið töluðum ég og Derrik saman um að ég þyrfti að vinna meira í einbeitingu. Sem ég og gerði.
Í mótinu var ég svo fáránlega einbeittur og er enn.
Skollarnir í mótinu voru ekki útaf einbeitingarskorti.
Svo datt pútterinn út á fyrsta hring og ég æfði það um kvöldið.
Uppskar það svo hina tvo hringina. Geðveikt góður í stutta spilinu.
Ánægður með að sjá árangur eftir æfingar.
Bloggar | Breytt 29.6.2010 kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2010 | 09:44
auglýsingar
Eitt sem ég skil ekki.
Af hverju er keflavíkurflugvöllur að auglýsa sjálfan sig? Það eru auglýsingar frá þeim í kringum HM leikina og slíkt á rúv.
Það er ekki eins og maður hafi annan valkost.
Bloggar | Breytt 29.6.2010 kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010 | 18:26
Sergio Ramos og Sebastian
Sebastian heldur með Spáni, enda vinur Sergio Ramos. Hérna pósa þeir saman á Nordica Hotel á sínum tíma. Þeir eru Facebook vinir.
Ég á líka nokkrar myndir af hinum gæjunum í landsliðinu frá því að þeir komu til landsins og spiluðu við Îsland. Þetta eru allt fínir gæjar, fyrir utan Raúl, sem var leiðinlegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010 | 15:36
Mr. Solid McBasic
Fór átján í morgun og hélt áfram að spila vel. Er bara Mr Solid McBasic þessa dagana.
Átti m.a. þrusu högg með tré þrist á sjöundu. Var 230mtr frá pinna og miðaði á bönker hægra megin og dró kúluna inn til vinstri. Endaði beint fyrir aftan holuna og meter of langur. Geðgt högg. Steindautt tvípútt fyrir fugli.
Er núna kominn heim og með kveikt á þessu stórslysi sem þessi leikur er. Djöfull er hann leiðinlegur. Mér finnst að bæði Spánn og Portugal ættu að komast áfram og þessi Japan og Paraguay ættu að láta sig hverfa.
Bíð svo spenntur eftir Spá-Por
Næ í Sebas á eftir á leikskólann og munum við horfa á leikinn saman. Hann er klæddur í spænsku treyjuna sína í dag, enda hálf spænskur pungurinn. Við höldum með Torres.
Það er reyndar þannig að þegar einhver skorar þá öskrar hann Gooooooool Torrrrrreeeeees! Skiptir engu hvort það sé Neville systirin eða whoever, alltaf er Torres að skora.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010 | 08:50
Rúnar á afmæli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2010 | 14:02
HM
Er að horfa á leikinn og held með slóvakíu. Ekki hrifinn að hollandi. Robben, sneijder og félagar fara í taugarnar á mér.
Held með syni þjálfara Slóvakíu. Hann er svalur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2010 | 14:00
listin að missa pútt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 17:44
HM
Misstum bara af fyrstu 15 mín af Eng-Þýs leiknum. Horfðum á plúsinn og sáum tsjallana detta út.
Nenni ekki einu sinni að ræða ómarkið hans Lampards.
Erum núna á leiðinni í götugrill í lundinum. Öll gatan að grilla og læti. Mun sporðrenna nokkrum pulsum yfir Arg-Mex sem byrjar 18:30.
Allt að gerast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 17:15
3. hringur 3.stigamóts Gsí
Spilaði síðasta daginn á +8 og endaði í 31.sæti af 98.
Við vorum of sein á staðin og ég fékk bara um 5 mín til að hita upp. Það var frekar óþægilegt. Svo skipti ég um buxur og gleymdi að láta á mig belti. Gleymdi hanskanum og kanínuskottinu mínu(handklæði) heima.
Ekki besta byrjunin og það sýndi sig á fyrstu fimm holunum. Var ekki í rónni og sveiflan ekki mætt til leiks.
Innáhöggið á fyrstu lélegt og kostaði mig eitt högg. Upphafshöggið á annari fór bakvið tré og kostaði mig tvö högg. Upphafshöggið á þriðju fór til vinstri út í drasl og kostaði mig eitt högg. Fimmuhöggið af fjórða teig fór í drasl og kostaði mig tvö högg.
Á fimmtu var ég loks mættur og rólegur með mína sveiflu og leið vel. Bara klaufamistök sem kostaði skolla.
+7 eftir fimm holur og ég loks vaknaður. Ekki sú byrjun sem ég vildi.
En ok, ég hélt bara haus og tók högg fyrir högg og leið vel eftir það.
Spilaði rest á +1 og var hættulega góður í stutta spilinu. Aldrei spilað jafn fallegt golf og þessa tvo hringi fyrir utan fyrstu fimm holurnar.
Jâkvætt og ég er ánægður með árangurinn. Ég setti mér 25.sætið sem markmið en endaði í 31. Innan skekkjumarka.
Næst er það meistaramót GKG. Simmi og Alfreð ekki með sökum landsliðsverkefna. Slæmu tíðindin.....Biggi Leifur ætlar að vera með. Fokk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar