Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
27.6.2010 | 08:51
Lokadagur
Djösins munur að geta sofið svona út. Vaknaði af sjálfsdáðum kl 8 og enn langt í teig hjá mér.
Fer út kl 10:30. Missi af Eng-Þýs
áhugasamir geta fylgst með mér rippa upp völlinn á www.golfheimar.is/live
Markmiðið fyrir mótið var sæti nr 25
Núna er ég í því sæti og nýtt markmið því topp 20
Annað markmið er líka bara að njóta þess að spila golf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 08:46
Jerry cutting a deal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 22:55
Steiktir gæjar fíla fallegu húðina mína
Fórum á rúntinn niðrí bæ í kvöld.
Fengum okkur bæjarins bestu í trýnið og ókum laugarveginn og horfðum á fólkið.
Af hverju er svona skrýtið fólk í miðbænum!
Við nánast komumst ekki heim því þetta var svo gaman.
Fórum svo á N1 og vorum að velja okkur eitt nammi þegar ungur gæji, sirka um tvítugt, vatt sér upp að mér og spurði mig hvernig ég færi að því að vera með svona slétta og fallega húð!
Hún liti svo glæsilega út.
Ég tjáði honum að ég væri golfari og væri mikið úti fyrir. Hann sagðist einnig vera mikið úti fyrir en ekki væri hann með svona fallega húð.
,,reyndar á ég það til að detta soldið á andlitið" hélt hann áfram ,,það gæti verið útskýringin"
Ég samþykkti það og við vorum sammála um að lykillinn að fallegri húð væri því að detta ekki á hana!
Steiktur gæji.
Ég fekk mér kit kat og Beta Lindu buff, ef einhver hafi verið að velta því fyrir sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 17:41
2. hringur á 3.stigamóti Gsí
Spilaði gott golf í dag. Í raun sama golfið og í gær nema að núna voru púttin ekki úti heldur góð.
+2 í dag sem er tveim höggum betur en forgjöfin segir til um. Lækkun hjá kjeppenum.
Er í sirka 26.sæti núna af 97. Gæti breyst smá.
Notaði bara 10 pútt á fyrri níu en endaði með 28 pútt. Sem er 7 púttum betra en í gær. Þessi mismunur er nokkurn vegin bara munurinn á mér í dag og í gær.
Vippaði í á þriðju fyrir fugli sem er almennt talin ein sú erfiðasta á vellinum. Fékk svo annan fugl á fimmtu sem er auðveld par 5.
Var kominn tvo undir eftir 7 holur. Plöggaðist svo í bönkerinn á áttundu og kúlan flaug þaðan í hraunið í öðru höggi. Bjargaði samt up&down þaðan og fékk bara skolla.
Rétt missti svo sand save á þrettándu og annar skolli.
Belgaði svo yfir allt grínið á stuttu par 3 fimmtándu. Yfir gula teiginn! Reddaði samt skolla þar.
Svo var ég bara orðinn þreyttur á sautjándu þar sem ég var of stuttur í innáhögginu og átti svo lélegt vipp(það eina allan hringinn) og náði ekki að bjarga. Skolli.
Rest var bara par og í raun a walk in the park. Þetta var í raun einn fallegasti golfhringur sem ég hef spilað. Áfallalaus, fallegt veður og umhverfið fagurt.
Svo skemmdi ekki að hafa fallegasta kaddíinn á settinu í dag. Hún Beta er fagmaður. Var meira að segja farin að skoða púttlínurnar hjá mér í lokin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2010 | 23:13
the show must go on
Á teig kl 10 á morgun. Er í 48.sæti eins og er og þarf að vinna mig upp á morgun til að eiga raunhæfan möguleika á 25.sætinu.
Eftir morgundaginn er svo köttað og aðeins þeir 60 bestu fá að spila á sunnudaginn.
eins og skáldið sagði......
,,Linur tregi það yrði kraftaverk, ef hann risi á þriðja degi".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2010 | 23:10
Beta the artist
Beta hélt ljósmyndasýningu í Eymundson í Austurstræti í dag. Sýningin verður þarna í mánuð og er þar sem kaffihúsið er á fjórðu hæð.
Þetta eru myndir með prjónaþema þar sem hún tók myndirnar fyrir bókina prjónaperlur sem Erla vinkona hennar gaf út.
Múgur og margmenni komu til að kíkja í skúffuköku og mjólk.
Eftir þetta bauð ég listamanninum út að borða á vegamót. Louisiana kjúklingastrimlar á línuna og málið dautt. Doggybag heim.
Svo fórum við út í Odd og æfðum púttin í blíðskaparveðri.
Tötsið is back with a vengance.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2010 | 13:05
1.hringur á 3.stigamóti Gsí
Spilaði á +8 í dag sem er þrem höggum frá gráa svæðinu. Gekk allt mjög vel fyrir utan púttin. Leið ílla yfir flestum púttum í dag. Missti tvö mjög stutt, 2 miðlungs og eitt lengra sem hefði átt að fara í.
8 skollar og 10 pör.
35 pútt í dag segja alla söguna. Ég var oft í fuglafærum en fuglar koma ekki nema maður pútti sæmilega.
Allt í allt er ég mjög sáttur við spilamennskuna. Bara þessi friggin pútt.
Mun æfa púttin í kvöld. Reyna að finna eitthvað tötsh.
Grínin voru fín. Fyrri níu náttla síðri en seinni en samt mjög boðleg.
Ánægður með ásinn.
Óánægður með að brjóta uppáhalds tíið mitt. Búinn að eiga það í rúmlega eitt og hálft ár. Plast tí. Ég jarðaði það fyrir aftan átjánda teiginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2010 | 21:36
3.stigamót Gsí
jæja þá er þriðja stigamót Gsí á morgun og ég þarf að vakna kl 5:40
5:40 vakna
5:43 morgunmatur
5:55 sturta
6:10 sjænaður til
6:25 Sebas vaknaður og klæddur
6:30 Sebas morgunmatur
6:45 Sebas til
6:55 Bíll ræstur
7:09 Golfvöllur
7:15 upphitun
7:30 mættur á teig
7:40 Fyrsta högg
Varlega áætlað
Stefnan er svo sett á sæti 25
Hægt verður að fylgjast með skorinu á sirka þriggja holu fresti á www.golfheimar.is/live
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2010 | 12:51
föðurást
Tók netta æfingu í morgun út í Hraunkoti. Allt lúkkar helvíti vel bara.
Mikið af krökkum á þessum litlu golfnámskeiðum. Allt stappað. Sem er vel.
Fór svo og náði loksins í sexuna mína sem þeir í Erninum löguðu fyrir mig. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir.
Ætlaði að kaupa mér regnfatnað fyrir inneignina sem ég átti en keypti í staðin litla barnakylfu fyrir Sebas. Sjö járn að sjálfsögðu. happatalan okkar. Hann á eftir að fríka út af hamingju. Hann er alltaf að tala um að spila golf með mér. Núna getum við leikið okkur útí garði í allt kvöld.
Ég á eftir að hugsa hlýlega til hans og hve ánægður hann sé með litla sjö járnið sitt næst þegar rignir á mig þar sem ég stend í 7 ára gömlum slitnum jakka án regnbuxna.
Svona er að vera pabbi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2010 | 07:37
Merki
Til að merkja kúlu ,,ætti" að nota lítin hringlaga hlut eða mynt.
Svo segir regla 20-1 eða eitthvað álíka.
Lykilatriði þarna er orðið ,,ætti" eða should.
Það er talið gott etiquette að gera slíkt en er ekki skylda. Það er mikill munur á orðunum ,,should" og ,,must" í reglunum.
Það má því merkja kúluna sína með hverju sem þú vilt. Púttertánni, tíi, fótbolta eða hesti. Hvað sem er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar