Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
3.4.2010 | 01:12
Steindinn okkar
Las fínt viðtal við Steinda sem er með þættina Steindinn okkar. Hann er nú ekki með mikið sjálfstraust sá gæji. Hann líkir sér við litla strákinn í Jumanji þegar hann fékk þrist og fimmu í spilinu og breyttist í apa.
Það fannst mér fyndið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2010 | 12:40
Aprílgabb
Var á Vogum á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi þar sem spilað var fram eftir nóttu. Að sjálfsögðu fór ég þaðan með 100% sigurhlutfall í Alias.
Meðal hápunkta kvöldsins var þegar 5 ára strákur náði að gabba mig yfir einn þröskuld í fyrsta aprílgabbi. Það verður bara að viðurkennast. Allir héldu að ég væri bara svona góður við strákinn og léki með. Nei, nei, hann gabbaði mig en enginn tók eftir því nema strákurinn og ég.
Næ í strákinn minn á eftir kl 15 og verð með hann yfir páskana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2010 | 09:09
páskaegg
Ég fór með Sebas í kringluna í gær. Hann sá ginormous 5 metra páskaegg og vildi fá slíkt fyrir sjálfan sig. Ég sagði honum að kringlan ætti þetta en að við gætum keypt eitt minna í hagkaup.
Ég leyfði honum að velja sér egg í Hagkaup. Hann benti skælbrosandi á númer 7 en þar sem ég hló bara að honum þá sættist hann loks á númer 3. Enda að verða þriggja ára í mánuðinum.
Það tók mig smá tíma að koma því til skila að þetta mætti bara opna á sunnudaginn.
note to self: kaupa eggið, FELA það og gefa á páskadeginum sjálfum.
ps. að sjálfsögðu valdi hann Nóa Siríus egg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2010 | 09:09
Arse-Barca
Djöfull var þetta flottur leikur í gær hjá Ars-Barca. Barca niðurlægði Rassana í 68 mínútur en eftir að Walcottarinn kom inn á breyttist allt. Það eina sem þurfti var bara smá hraði og þeir gátu loks barið smá á móti.
Sanngjörn úrslit finnst mér.
Djöfull verða rassarnir kjöldregnir á Nývangi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar