Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Old school GSP

Það voru hrafnar sem víkingar notuðu við að leiðbeina sér til lands þegar þeir silgdu skipum sínum um höfin.

Af hverju?

Jú, af því að hrafnar kunna ekki að synda né sitja á sjó.

Hrafnarnir voru sennilega geymdir í búrum fyrst þegar Víkingarnir silgdu frá sínu landi. Þar til að þeir voru komnir langt í burtu. Svo var þeim sleppt og hrafnarnir, frelsinu fegnir, flugu upp í leit að næsta landi til að koma sér sem lengst í burtu frá þessum hálfvitum sem læstu þá inn í búrinu.

Ef ekkert var í augsýn skv þeirra skynjun þá komu þeir aftur niður á eina staðinn sem ekki var sjór. Víkingaskipið.

Ef hrafninn flaug sem sagt upp og svo stöðugt í einhverja átt, þá vissiru að land væri ekki langt undan.

Það má því segja að hrafnarnir hafi verið fyrsta kynslóð gps tækja.


Pissuskála code of ethics

Klósettferðin í bíóinu var kapituli út af fyrir sig.

Ég hef þróað með mér nokkurs konar ,,Stage fright" við pisserí í hlandskálar. Ég fór einn daginn að hugsa um fólk með það syndrome og hve óheppið það væri.

Nú, þar sem ég var farinn að hugsa um þetta þá tók ég eftir því að ég var hálfpartinn orðinn semí smitaður. Þá fór ég að forðast pissuskálarnar og fór oft beint inn í básana. Sem að sjálfsögðu bætti bara olíu á eldinn og ég orðinn full fledge ,,Stage fright" material.

Allavega þá fór ég á klóstið í bíóinu í gær fyrir myndina. Ég gékk inn og enginn var þar inni. Það voru þrjár pissuskálar og tveir básar. Til að taka á þessum vanda þá reynir maður að pína sig stundum en samt bara í babysteppum.

Þannig að í básana skildi ég ekki fara í þetta sinn.

Þar sem skálarnar voru þrjár þá að sjálfsögðu hefði ég átt að velja annað hvort hægri eða vinstri skálina samkvæmt ,,the Hlandskála code of ethics" sem allir karlmenn kunna.

Fyrir tjéllingarnar sem lesa þetta blogg þá er það svo að næsti gæji, ef hann skyldi koma inn, gæti valið hlandskálina fjærst þér og skilið eina auða inn á milli okkar. Því að sjálfsögðu míga ókunnugir menn aldrei hlið við hlið, það stríðir gegn öllu heilögu.

En þar sem ég ætlaði bara að taka þetta í babysteppum þá útilokaði ég alla aðila með því að velja miðjuskálina. (Ég er ekki enn tilbúinn að míga á sama tíma og annar gæji í pissuskálunum).

Ég stóð með drekann úti og hugsaði ,,gæti ég pissað ef einhver kæmi inn" og þar af leiðandi kom engin buna. Á þessari stundu kom gæji inn. Ég bara ,,FOOOOKK"

En þar sem ég hafði garanterað skálarnar þá fór hann að sjálfsögðu inn í einn básinn.

,,Ókey Íslandsmeistari, núna er tækifærið. Sýndu þessu syndrómi hver er karlmaðurinn í þessu sambandi".

,,PISSAÐU!!!"

Það var mikill fögnuður og léttir þegar gullna regnið loksins frussaðist út sem bilaður vaskakrani. Stráknum hafði tekist að pissa ,,in the open" með annan gæja inn á klóstinu. Húrra fyrir hugrekkinu!

Gæjinn var búinn á sama tíma og ég. Þar sem við stóðum báðir við vaskana gaf stoltann mann á að líta. Hinn gæjinn örugglega bara ,,hvaða skítaglott er á þessum homma".


Dvergurinn í Undralandi

Fór í bíó í gær. Sá Alice in Wonderland. Eða öllu heldur sá smá af henni þar sem ég svaf smá í fyrri hálfleik.

Það var töff að sjá þessa þrívídd. En myndin sem slík er ekkert spes. Hún fær bara sirka 2 og hálfa af 5 hjá mér.

Þetta byrjaði vel, við settumst niður fyrir miðju í miðjunni. Fyrir framan okkur settist dvergur! Sem var snilld. Það gæti ekki hafa verið betra í raun. Garanterað ekki að fara trufla útsýnið sá.

Hinn fullkomni fyrirframan gæji.

Við veltum fyrir okkur hvort allir fengu svona dverg til að taka með heim. Þetta var nú einu sinni Lísa í Undralandi.

Svo var það svo fyndið að maður lifir sig náttúrulega inn í myndina og slíkt. Og svo þegar hún var skyndilega búin þá stóð maður upp og tók aftur eftir dvergnum. Mér fannst ég þá ennþá inn í myndinni. Eins og raunveruleikinn væri ennþá ekki byrjaður og ég orðinn þátttakandi í sögunni. Ég og dvergurinn.

Svo snappaði ég út úr því transi og veruleikinn tók aftur við.

ps. eru þeir kallaðir dvergar? eða litla fólkið eða smáfólk? Finnst dvergur eitthvað svo tekið úr fantasí heimi. Tröll, álfar og dvergar!


Tvö ný lög í djúkaranum

Tvö ný lög í djúkaranum

The Bicycle thief

Ég mæli hér með með The Bicycle Thief. Þeir eru undir sterkum áhrifum frá John Frusciante þar sem þeir eru allir vinir.

Ben Forrest syngur og spilar á gítar og Josh Klinghoffer spilar á gítar. Síðarnefndi er einmitt nýji gítarleikari Red hot chilipeppers.

Lög til að tékka á:
Cereal song
Tennis shoes
Hurt
Song for a Kevin Spacey movie
Everyone asks

Skífan heitir ,,you come and go like a pop song" og er frá 1999 og svo endurútgefin 2001 með smá breytingum.

Þetta er nú ekki heilsteypt plata en samt 5 killer lög og rest fín. Bestu lögin eru að sjálfsögðu þau sem líkust eru Frusciante. Svo spilar hann reyndar líka á gítar í Cereal song.


Ný könnun

Er saklaust að prumpa á hlaupabretti eða á maður að halda því innandyra og eiga á hættu að fá í magann?

Er þetta tillitsleysi eða finnst fólki þetta vera bara titlingaskítur?

Að prumpa eður ei?


könnun búin

Það er komin niðurstaða í hvort rétt hafi verið hjá mér að kaupa Titleist 695 MB. Meirihluti lesenda leit svo á að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Ekki það að ég taki þetta alvarlega þar sem lesendur hafa ekki hundsvit á, í fyrsta lagi, golfi, í öðru lagi, mínum þörfum og preffum varðandi golfkylfur.

ok, kannski einhver þarna úti hafi vit á golfi en flestir eru svo hlutdrægir varðandi sínar eigin kylfur að allt annað er rugl skv viðkomandi.

En annars.....

Bara gaman að þessu.

Mér finnst gaman að gera skoðanakannanir, enda orðinn frekar góður í því. Ætli umhverfið sem ég hrærist í hafi einhver áhrif á það!


Prump á bretti

Fór í ræktina í morgun kl 9. Þvílík mistök. Það er viðbjóður. Ég var að struggla eftir 20 mín! Ég barðist í 10 mín lengur og tók því bara hálftíma og 4.3k

Klárlega málið að fara seinni part dags.

Ég komst að því að hin viðbjóðslega plata ,,St. Anger" er fín í hlaupin. Hún er svo mikið thrash að maður svífur áfram.

Svo er annar vínkill á þessu. Rappið. Mér leið sem hættulegasta manninum þarna inni þegar ég setti á gangsta rappið í tækjasalnum.

Ég komst að því að þegar ég hleyp þá er ég óvart alltaf kominn í lúftgítarinn. Rokna sóló upp og niður gítarhálsinn. Svo á ég það til að detta í trommusóló dauðans. Ætli einhver taki eftir þessu.

On a sidenote, hversu pirrandi er þegar maður þarf að prumpa á brettinu! Maður reynir að hleypa út í hollum en svo veit maður aldrei raunverulega hvað gengur á því tónlistin drekkir öllum utanaðkomandi hljóðum, sem prumpum.


Likkan og Petur

Hljóp 40 mín í ræktinni í dag við rómantískan undirleik sveittu punganna í Metallicu. Það jafnast ekkert á við smá thrash rokk við hlaup. Ég hlusta bara á það hressasta með þeim við slík tækifæri.

Bulletproof playlisti: Öll lög númer eitt á fyrstu fjórum skífunum hjá þeim og öll síðustu lögin fyrir utan Ride the lightning.

1: Hit the lights 4:16 (kill ´Em all)
1: Fight fire with fire 4:45 (Ride the lightning)
1: Battery 5:10 (Master of puppets)
1: Blackened 6:41 (...And justice for all)

Battery er sérstaklega að gera gott mót.

Þarna ertu kominn með tæplega 22 mínútur.

Svo fer maður í lokalögin á fyrstu fjórum sans Ride the lightning.

10: Metal Militia 5:10 (Kill ´Em all)
08: Damage Inc 5:31 (Master of puppets)
09: Dyers Eve 5:13 (...And justice for all)

Þá er maður kominn með sirka 37 og hálfa mínútu. Þá er bara eftir að taka smá bónus lag að eigin vali. Fer eftir stemmingunni.

Í dag ætlaði ég bara að hlaupa og hvíla pekksana og hendur þannig að ég fór því bara beint inní teygjuherbergið eftir brettið og stillti á Peter Gabriel og tók 100 kviðæfingar og teygði vel á.

Peter Gabriel er essential hlustun við teygjur. En þá bara skífan "Up".
Ég mæli með:

Sky Blue 6:37
I grieve 7:25
more than this 6:02

Þarft ekkert fleiri lög en það. Í raun er bara nóg að taka fyrri tvö.


Ástarhjal við afgreiðsludömu

Þar sem ég keypti bókina í gær lenti ég á tali við afgreiðsludömuna. Hún var sirka 60 ára gömul og í hermannajakka með kögri.

Hún skannaði bókina en ekkert gerðist. Hún var greinilega ekki í kerfinu hjá þeim. Hún bara vúps.

Ég kom þá með þennan obligatory brandara sem óhjákvæmilegt er að stynja út úr sér við aðstæður sem slíkar. ,,nú hva! er hún bara ókeypis".

Hún leit ekki upp, greinilega vön þessum klassíker, og sagði ,,nei vinur, það er sko ekkert ókeypis í þessum heimi".

Þar sem mér finnst gaman að tala við almúgan þá hélt ég áfram og sagði ,,jú, ást".

Þá leit mín upp, skannaði mig með augunum og sagði ,,kannski til að byrja með".

Rétti mér svo eintakið af ,,How to make love like a pornstar" og sagði ,,gjörðu svo vel".

Mér fannst einhvern vegin eins og hún hafi sigrað þetta samtal. Hvort hún læsi eitthvað í að ég væri að kaupa þessa bók eður ei skal ósagt látið. En titillinn hjálpaði allavega ekki mínum málflutningi.

note to self: rannsaka hvernig í andskotanum ég kem mér í þessar aðstöður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband