Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
28.2.2010 | 17:52
Ný könnun
Það var nokkuð dreyfð skoðun á því hvaða kylfur ég ætti að fá mér. Ping S57 fékk 3 atkvæði ásamt Adams Pro Black og Mizuno MP68. Svo fóru fjögur atkvæði í súginn með valmöguleikanum ,,annað".
Þá er það bara spurningin.....var þetta rétt ákvörðun hjá mér?
Titleist 695 MB Blaðkylfur
Pros
- Fallegustu járn sem smíðuð hafa verið frá byrjun golf íþróttarinnar (ég hvet alla til að færa sönnur á hið gagnstæða)
- Þyngri, sem gefa betri rythma í sveiflu. Minnkar þ.a.l. kvikar handahreyfingar og gerir sveifluna pendúl prone.
- Blaðkylfur gera að verkum að auðveldara er að vinna boltann í fade/draw/slice/hook/hærra flug/lægra flug og slíkt.
- Betra feedback. Maður finnur betur fyrir hvað gerist við kontakt.
Cons
- Minni fyrirgefning. Ef maður slær ekki gott högg með blaðkylfu, borgar maður fyrir það.
- Aðrir öfunda mann og vilja jafnvel meiða eða myrða eiganda 695 til að komast yfir þær.
- Duga skemur skylst mér. Þarf að láta tékka þær einu sinni á ári því fláinn breytist við notkun.
Kjósið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2010 | 17:38
Ferðin á heimsenda
Yarisinn dansaði hægri og vinstri þar sem ég ók honum yfir háheiðina á föstudaginn. Hann driftaði tvist og bast. Slökkt var á allri tónlist og hin hendin tekin af ipoddnum og skellt á stýrið just in case. Korter í þrjú staðan.
Einbeiting.
Það vill til að þetta er stutt vegalengd. Þannig að allir komust heilir á Hótel Örk.
Á leiðinni heim í dag var ekkert mál að fara yfir heiðina. Það var bara ekkert farið mikið yfir 90km hraða.
Las svo keitharann og strímaði LP og sá þá merja KKK klúbbinn.
Helgin búin.
....or is it
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2010 | 16:07
Titleist 695 MB
Ég keypti Titleist 695 MB járnin. 4-pw. Ég er fáránlega sáttur með þau. Nú er bara að hóna þau.
-------------------
Taylor Made R9 9.5°
Ping G5 3 tré 15°
Ping G5 blendingur 19°
-------------------
Titleist 695 MB járn
4 Járn 25° til PW sem er 48°
-------------------
Ping Tour 54°
Ping Tour 60°
-------------------
Ping Piper S Redwood Pútter
-------------------
Þetta eru 13 kylfur og því pláss fyrir eina í viðbót. Það er talsvert bil milli blendings og 4 járns þannig að einn möguleiki væri að endurheimta 21° Ping G5 blendinginn sem ég seldi pabba.
Það er fullkomin dreyfing milli pw og wedga eða 6° á milli 48-54-60. En wedgarnir mínir eru nánast út úr sér gengnir þannig að spurning um að kaupa Vokey og hafa það PW 48° svo 52°-56°-60°. Það er option. Þá er ég kominn með 15 kylfur og get jögglað eina út og inn eftir vallar einkennum.
Sjúgum til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 10:43
Cabin Fever
Hveragerði-Hótel Örk-Blindbylur-Fennt inni-Sendið Hjálp!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 13:40
Bílferðin á heimsenda
Fer út úr bænum um helgina. Spurning hvort maður komist nokkuð langt! Ég ætla allavega að taka með mér húfu, vettlinga, trefil, gemsa, góða bók og hlýja yfirhöfn. Just in case ef ég festist í einhverjum skafli. Og Ipod.
Maður ætti kannski að taka með sér mat líka......neeeee. Eitt toffey crisp og kannski eina kókómjólk. Málið nær dauða en lífi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 10:01
Operation go á 695 MB
Fór í hraunkot í gær og prufukeyrði loks alvöru 695mb járnum. Var búinn að prófa 690 sem að sjálfsögðu er svipað dæmi en 5 árum eldra og notaðar. Og ekki jafn fallegar.
Kylfan virkaði sem svín. Mun þyngri og nánast sá um alla vinnuna. Tók nokkrar kúlur með 695 og skipti svo í S59. Það var nánast eins og að fara í bambusprik. Ping er svo mikið mun léttari kylfa. Mér fannst ég þá vera að sveifla kylfunni út um allt sökum hve létt hún var. Versus 695 sem hélt ávallt línunni sem pendúll.
Það var reyndar soldið erfitt að sjá á eftir kúlunni í snjónum og allri snjókomunni. En maður lætur ekkert svoleiðis smáatriði stoppa sig *Ehem*
Sá fyrstu 10-15 kúlurnar og það var nóg til að sannfæra mig um að Titleist 695mb would be mine, oh yes, they will be mine.
Svo sá maður ekkert á eftir kúlunum eftir það en fann bara kontaktinn, hvort hann var góður eður ei. Maður veit nokkurn vegin hvort höggið er gott eða slæmt.
Meira að segja Sebastian þekkir fegurð þegar hann sér hana. Hann leit á 695mb og strauk henni. Sagði svo ,,papá, sjáðu, rennibraut" og strauk Z lögunina á kylfublaðinu. Ég sagði þá ,,Já sonur sæll, þetta er fallegt" og hann bara ,,Já".
Kominn með samþykki frá Sebas.......operation GO!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 22:07
Kannast við þessa tilfinningu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 14:35
Taka tvö
Fékk lánað sexu járn til að gefa Titleist annan séns. Núna er ég með 695 mb í höndunum og guð minn almáttugur hve þetta er fallegt stykki. Eins og ég hef marg oft sagt en sjaldan meint eins mikið og nú......þetta er fallegasti manngerði hlutur sem ég hef séð. Svo fallegt að mig langar að vera kúlan sem járnið rassskellir í hvert sinn sem ég sveifla kylfunni.
En núna er spurningin, mun ég geta hónað járnið að minni sveiflu. Hve langan tíma tekur að aðlagast nýju setti.
Við erum að tala um að þessar 695mb séu D2 í sveifluþyngd en Ping S59 bara D0. Ég er ekki að fara upp um einn flokk heldur tvo í þyngd. Það er massíft.
Þó sveifluþyngd sé ekki sú sama og static þyngd þá vigtaði ég sexuna og bar saman við mínar kylfur og boy ó boy. Hún vó 450gr! PW mitt í pinginu vegur 448gr!!!!
Kylfur eru sem sagt þyngri eftir því sem járnið er styttra. Þristur er léttari en sexa og sexa léttari en wedgar.
En þessi titleist 695mb sexa er actually ÞYNGRI en wedginn minn. Þannig að við erum að tala um að Titleistinn sé um 5 kylfum þyngri. Þetta er mjög mikill munur og á eftir að henda rythmanum pottþétt soldið úr sinki.
Ég er samt reiðubúinn að prófa þetta og aðlagast fyrir þessa fegurð.
Svo er 695 með meira loft en ping járnin. Enda tók ég eftir því að ég fékk hærra boltaflug síðast þegar ég prófaði. Það er bara töff.
En núna er snjór úti og ekkert spes að vera prófa kylfur goddemit. What to do, what to do.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 13:53
BóVÍ ferðin á heimsenda
Nú er það svart, allt orðið hvítt. Eins og skáldið sagði.
En að öllu gamni slepptu þá er þetta áfall fyrir mig þar sem ég ætlaði hugsanlega að fara í golf um helgina á Hellu. Það verður eitthvað minna um það sýnist mér.
Það tók mig 70 mín að keyra frá Garðabæ útá granda með Sebas. Það var spes ferð. Sebas skyldi ekkert í þessum hægagangi. Hann bað um sjóræningjalagið í sárabætur en ég sagði honum að þeir væru að lúlla þar sem ég er kominn með ógéð af latabæ. Þá bað hann um David Bóví og ég gat nú ekki neitað því.
Það var því kátt á hjalla í að minnsta kosti einum bíl af milljón sem snigluðust inn í Reykjavík. Það var Surrogate City á repeat. Sérstaklega kaflinn með whem,bem, thank you mam.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 07:42
Darth Vader ruins christmas
In a galaxy far, far away, Luke Skywalker and Darth Vader were gathered around the christmas tree. There first christmas together after Darth broke the news about him being his father.
Darth: "Luke! I know what you are getting me for christmas." (sagt með þessari hægu dimmu James Earl Jones röddu)
Luke: "How can you know that? I bought it yesterday while you were at work."
Darth: "Luke! I KNOW what you are getting me for christmas!!!!"
Luke: "uuuu NO! It´s not possible. Sorry. Your wrong"
Darth: "LUKE! I KNOW WHAT YOU ARE GETTING ME FOR CHRISTMAS!."
Luke: "GOD, your annoying! Ok mr wiseguy, if you insist, how on earth do you know what I´m getting you for christmas?"
Darth: "Because I´ve felt your presents
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar