Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Passi

Soldið bissí Helgi. Fjögur börn í pössun og sá klassíski var tekinn á þetta. Metro og kfc í mosó útaf kastalanum, Toys r Us og annað klassískt tæklað. Einföld uppskrift. Ég átti svo Ikea upp í erminni ef eitthvað klikkaði.

Stelpurnar flugu til Eyja kl 16:45, Sebas kominn í svefngír og ég chillaxed.

Allt í allt var þetta mjög þægileg helgi. Stelpurnar hennar Kötu eru nánast sjálfpassandi og Sebas skemmti sér konunglega með þeim.


Hátt líferni

Sebas er sofnaður með sinn sjóræningja dúdda svokallaðan(snuð með strák í röndóttum bol framan á), stelpurnar að horfa á forkeppni eurovision, flest allir íslendingar á djamminu eða að fagna með öðrum hætti á þorrablótum og ég........hvað er ég að gera!

Lesa bók!

...og meira að segja að velta því fyrir mér að fara á fund með gústavi.

Ég lifi hátt um þessar mundir.

Óhætt að segja.


The regulars

Við Sebas erum orðnir svo miklir regulars í kringlunni að þegar við göngum inn um dyrnar öskra allir NORM!!!

Við hlupum um alla kringluna sem óðir værum. Þegar við tökum entrance á the bagel (eins og kringlan er kölluð in da húd) þá eru sem allir þarna inni fari úr fókus og aðeins við tveir erum til.

Ég leyfði Sebas að velja eina bók fyrir mig til að kaupa. Hann valdi Hitchhikers guide to the galaxy! Djöfull er hann skýr. Það er uppáhaldsbókin mín. Hann hefur skynjað það. Eða kannski átti ullandi broskallinn á forsíðunni einhvern þátt í ákvörðun hans. Hann var fyndinn að sögn.

Það var heppilegt að hann skildi velja þessa bók því mitt upprunalega eintak er á Spáni. Þetta var líka paperback version en ég á hardcoverið úti. Fínt að eiga bæði. Get ekki beðið lengur það er nefnilega kominn tími á sjöttu umferð í gegnum þessar 815 blaðsíður sem eru 5 skáldsögur eftir Douglas Adams.

Sebas hefur erft smekkinn minn. Sá er mjög einfaldur. Við viljum aðeins Sævar Karl!.........nei....bíddu......hvernig var þetta aftur.


go

Það gekk framar vonum að hemja krakkaherinn sem ég er að passa. Fyrir utan að Sebas vaknaði kl 7 því hann var svo spenntur að fara leika við stelpurnar.

Þær eru enn sofandi og Sebas sáttur við að horfa á barnaefnið.

Á eftir förum við í krakkaleikfimi og svo beint á metro.


Good luck chuck

Good Luck Chuck er fín skemmtun. Vinur hans er legendary. Hélt myndinni í raun uppi.

Kljéssik moments:

Vinurinn: "What happened? Did you thumb her?"

Vinurinn: "Are they even?"[sagt flissandi]


?

Eftirfarandi fékk ég sem useless knowledge info dagsins þegar ég opnaði vafran minn.

Koalas and humans are the only animals with unique fingerprints. Koala prints cannot be distinguished from human fingerprints. Luckily, few koalas pursue a life of crime.


vek könnun á nýrri athygli

vek athygli á nýrri könnun

Crest

Hefuru einhvern tíman verið að tannbursta þig og liðið eins og þú værir staddur á sólarströnd með kókóshnetu í annari og sippandi pina colada í hinni?

Ef svo er ekki þá hefuru ekki notað tannkremið Crest 3D white!

Ég mæli með að fólk prófi það allavega einu sinni áður en það deyr.

Get svarið að ég finn pina colada bragð að því.

ps. svo eru leiðbeiningarnar á arabísku þannig að þú VEIST að þú ert að fá gæðavöru.


lífið

Er að fara ná í Sebastian á leikskólan á eftir og mun vera með hann til mánudagsmorguns. Sannkölluð pabbahelgi. Það verður brill.

Eins og einhverjir hafa getað sagt sér miðað við skrif mín hér þá erum við María skilin. Allt í frábæru bróðerni og með hagsmuni Sebas fyrir hendi.


Dóri einlægni

Var að tékka aftur á þáttunum Ríkið sem stöð tvö sýndi um árið. Þvílík klassík. Í raun bara fóstbræður nema með fleira fólki og á afmörkuðum vinnustað.

Mér fannst Auddi alveg merkilega góður miðað við að vera ekki betri en hann er í lifandi lífi.

Hápunktur þáttana kom þegar Eggert Þorleifs lék barnalega manninn og eftirfarandi ógleymanlegi frasi varð til, ,,það er heilmikil einlægni í honum Dóra".

Sagt af yfirmanninum sem mér fannst í raun besti karakterinn.

Þessir þættir voru kannski ekki fyrir alla enda vel súrðir á köflum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband