Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

auli

Ég er að reyna draga úr aulahúmor þessa dagana. Leiðigjarnt til lengdar. Held að 15 ár af slíku sé yfirdrifið nóg.

Þetta er samt hægara sagt en gert því ég stend mig alltaf að þessu annað slagið.

Í morgun var ég í sturtu og María kallar til mín "við þurfum að færa sófana til að skapa meira pláss", ég svara um hæl "þurfum við að færa plássið til að skapa meiri sófa?".

....and the Joker strikes again.

Sá eftir þessu instantly.

Var svo refsað tveim sekúndum síðar þegar heita vatnið kikkaði inn þar sem ég var að reyna að ná gullnum meðalveg í blöndun fyrir þessa sturtuferð.


Mubbla

allt stöffið tilbúið til flutninga. Nokkrar töskur af fötum, mublur og köttur.

Þetta tók ekki langan tíma. 5 mín að taka rúmið sundur(Ikea), 30 mín að henda í töskur. BEM!


vampíra

SÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆLLLLL!

Eigum við að ræða þessa nótt eitthvað? Nei, ég hélt ekki.

Sebas var órólegur frá 23 til 02:30. Síópandi og kveinandi. Sennilega smá hiti eða pirringur.

Og það var náttúrulega ég sem sá um það. En ekki hver.

Svo byrjaði hitt barnið kl 6 og var að til 8. Mjálmandi um hitt og þetta. Ekki vantaði honum mat eða vatn. Málið er bara að hann sefur allan daginn eins og unglingur og vill svo leika á undarlegum tímum.

Ég fékk því um 4 tíma svefn sem nýttist í drauma um vampírur. I kid u not.

Mjög undarlegur draumur þar sem ég komst að því að einhver var vampíra. Ég slátraði honum með vopni sem ég rak í gegnum hjarta hans. Svo komst ég að því að annar aðili var líka vampíra. Önnur slátrun. Þannig gékk þetta þangað til að ég komst að því að allt friggin þorpið voru vampírur.

Spurning um að flytja bara í staðin fyrir að drepa alla.


flutningar

fáum bíl á morgun kl 12:30. Áhugasamir komið 10 mín fyrr og takið rúmið í sundur fyrir mig.

Nei, það er nú lítið sem þarf að flytja. Rúm,þvottavél,sjónvarp og tv skápur. Annað er bara smotterí. Fyllum bara ferðatöskur og setjum með. Ein ferð á þessum sendibíl og málið dautt.

Svo erum við að tala um kannski eina til tvær ferðir á getzinum með ferðatöskur og mjása.

Var að komast að því að bloddí strákurinn sem ætlaði að taka rúm eigandans, þvottavél og sófa og fleira kemur ekki í kvöld eða á morgun eins og lofað var. Heldur kannski fyrri part næstu viku. KANNSKI.

Skemmtilegt það. Vona bara að Mjási klóri ekki of mikið í sófasettið þeirra áður en þessi strákur loksins kemur eins og við reiknuðum með ;)


BEP

Við fjölskyldan elskum Black eyed peas. Jú, commercial as hell, en....HRESSIR.

Nýja skífan með þeim er fín. Fyrsti hittarinn var Boom boom pow sem er slakt lag. Næsti hittari var I gotta feelin(today´s gonna be a good day).

Er núna svo að hlusta á næstu hittara. Allavega tveir singúlar eiga eftir að heyrast á öldum ljósvakans. pottþétt.

Don´t bring me down
Showdown

svo eru þarna potencial hittarar eins og

simple little melody
meet me halfway
alive

BEP eru svo hressir alltaf, það finnst okkur svo heillandi við þau. Ef þau væru eitthvað að reyna vera svaða kúl og fýld myndum við örugglega fúlsa við þeim.

Við blöstum þessum alltaf í bílnum. Sebastian er forsprakkinn vanalega. Heimtar þetta og spilar svo ýmist á gítar með, eða trommur. Og headbangar að sjálfsögðu með.

Fyrir mig er þetta að sjálfsögðu bara smá side project frá indí senunni. Gott að hafa svona no brainer tónlist með í bland til að vera ekki of töff.

Á árum áður(menntaskóla árunum) gengdi Counting Crows svipuðu hlutverki. Side project. Svona leyni hljómsveit sem maður var ekkert að flagga að maður fílaði.

Get líka nefnt Natalia Imbruglia.

Ætla að hætta hér, áður en ég verð brenndur á báli af Indí senu inquisition-inu.


Stig 2

Náði loksins að klófesta eintak af annari bók Stig Larsson. The girl who played with fire. Hef verið að reyna í viku en alltaf komið að tómum kofanum.

Svo vorum við bara að chilla í kringlunni með Kötu og dætrum þegar ég beygði höfuðið inn í búðina og spurði svona bara af gömlum vana um bókina. Jú viti menn, þar lá hún í massavís.

Frekar undarlegt því ég var búinn að spurja Eymund en ávallt tjáð að ekkert eintak væri sjáanlegt í öllum búðum hans.

Whatever. Er kominn með bókina og byrjaður að lesa. Lofar góðu.


Uppgangur

Við erum komin með lykla að nýrri íbúð í vesturbæ og byrjum sennilega að týna dót þangað inn í kvöld. Leigjum svo bíl á morgun og klárum dæmið.

Þetta er allt að ganga upp. María vinnur á vesturborg, Sebas byrjar á fimmtudaginn á gullborg og íbúðin komin. Allt á sama stað, allavega í sama hverfinu. Nú vantar bara að finna vinnu fyrir mig. Melabúð einhver?????

Eða kannski í ísbúðinni í vesturbæ.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband