Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

viskustikki

Er að endurlesa ævisögu Jim Morrison og hef því óhjákvæmilega hlustað aðeins á doors aftur.

Var búinn að gleyma hvað Five to one var öflugt lag. Var það ekki einmitt í því lagi sem Pam var inní söngbúrinu með honum þar sem hann söng inná lagið og hún sá um að honum liði bara bærilega...

Back door man er svo annað lag sem er solid. Þar syngur hann um að hann fer, nú eins og textinn útskýrir, eingöngu í tvistinn. Það var einmitt uppspretta mikillar gremju milli hans og Pams, sem fílaði það ekki.

En það er nú önnur saga.


leitin

skoðuðum tvær holur í morgun. Ein í nökkvavogi sem er fín en soldið langt í burtu og eina á karlagötu, í miðbænum. Síðarnefnda var viðbjóðsleg, er fólk að grínast.

Erum að fara skoða eina á vesturgötunni eftir hálftíma.

svo bara beint að æfa fyrir mótið á morgun.


KJ

Sennilega ein mesta love/hate sorgarsaga okkar tíma er samband Péturs og King of the Queens. Eða skortur þar á.

Þessi sería er eins og sniðin að smekk hans. Kevin James og Pétur eru svo skuggalega líkir í háttum, sans siðleysið gagnvart lögum, að sennilega sér hinn síðarnefndi villur síns vegar með því að horfa á þáttinn.

Þannig hörfar hann frá áhorfi á þessa annars fullkomnu afþreyjingu fyrir sjálfan sig í ótta við að vera íllilega minntur á the Mundane DJ don´t give a shit in da membrain ambiansinn sem veitlar af honum þegar sá gallinn er á honum.

Ég meina þetta á sem bestan veg því það tekur fyrir hjarta mitt að sjá þetta samband, eða skort þar á, fara til einskis.

Pétur hunsar Kevin James algjörlega.

Það tekur mig sárt.


Leigubrask

erum á fullu að leita að íbúð. Vorum komin með samning í hendurnar útá nesi en ég vildi gera 4 athugasemdir.

Í fyrsta lagi að þá erum við með kött. Gæjinn panikkaði og varð bara skelkaður. Er fólk heimskt eða.....ókei...við erum með kött....só!

Hvað er það við ketti sem sumt fólk bara fyrirlítur? Jú okei, hárin...en þau má bara fokkin þrífa. Djöfull getur fólk verið pirrandi.

Þannig að það samtal var búið strax á fyrstu athugasemd.

Svo ætlaði ég að bjóða 85þ í stað 95þ, bjóða 2 mánuði fyrirfram og málið dautt.

Whatever.

Erum sem sagt núna að þræða mbl.is, barnaland og vísir.is en það er ekki mikið um að vera. Svo eru líka skólarnir að byrja og allir nemarnir að leita að íbúð á sama friggin tíma og við. Bömmer.

Ekki eins auðvelt og ég hélt.

Best væri náttúrulega bara að vera hér í fossvoginum áfram. En við þurfum að fara héðan eigi síðar en 27.ágúst!


finntu

Í dag er fimmtudagur. Sebastian er kominn með pláss á leikskóla í Garðabæ og við þurfum að kíkja í heimsókn þangað. Það verður bara tímabundið þar sem við erum búin að sækja um í vesturbænum líka. En ekkert heyrt frá þeim.

Pungurinn er farinn að leggja það í vana að vekja okkur fyrir allar aldir. Klukkan 8 eins og hani. Tvennt í stöðunni. Annað hvort að láta hann seinna að sofa, sirka 22 eða 23. Eða þá bara drullast á lappir eins og venjulegt fólk.

Hlakkar til þegar ég þarf að vakna klukkan 6 og fara í Boot Camp.


glaður

LP vann 4-0 rétt í þessu. Manure tapaði 0-1 núna rétt í þessu. Ég átti frábæran golfdag í dag. Það var killer veður í dag. María keypti sér fallega úlpu og lítur út eins og súpermódel. Og pungurinn er hress og glaður sem aldrei fyrr.

Dagurinn í dag var bara helvíti góður.


hægur

Fór 18 í leirdalnum í dag og gékk bara vel aldrei þessu vant. Það eina sem ég gerði öðruvísi núna var að labba vísvitandi mun hægar. Án djóks.

Virkaði sem svín.

Sem svín I tell yee.

Þá er maður ósjálfrátt rólegri, afslappaðari, einbeittari og meira í mómentinu.

Skoraði +1 en fæ 5 högg frá hvítum þannig að þetta var vel undir fgj.

Það er búið að draga í rástíma fyrir mótið og ég fer út kl 09:40 á laugardeginum. Svo fer maður út á sunnudeginum eftir skori.

Fór mjög/pirrandi nálægt því að fá holu í höggi á níundu. Tók áttu á 153mtr færi og sló hann aðeins of þykkan. Hann driftaði því aðeins til hægri, uþb 3mtr til hægri við pinna en fékk svona líka heimaskopp og tók um 120° vinkil hopp til vinstri og stefndi beint í holu. Um stund hélt ég að loksins væri komið að þessu. En hann daðraði við holubarminn og ákvað að skilja eftir tap-in fugl í staðin. jeiiiiii.

skolli,par,fugl,par,par,skolli,skolli,par,fugl = +1
par,par,par,par,par,skolli,par,fugl,par = E

Fer á æfingu núna kl 17


íbúðir

erum að hringja í fólk útaf íbúðum. Mjög mikið stuð.

Fórum og skoðuðum útá nesi og leist ágætlega á hana.

Það er svo leiðinlegt að fara inn í íbúðir og skoða. Maður bara...já...humm...þetta er fallegt...reynir að labba eins hægt og maður getur, spyr bjánalegra spurninga. Samt tekur þetta bara um 2 mínútur.

Fínt að hafa Sebas með í för. Hann dregur að sér athygli. Á meðan get ég verið að tékka á hinu og þessu. Sturta niður klóstinu til að tékka á vatnsflæði, skrúfa frá sturtunni til að tékká gæðunum.

Þessi útá nesi er 75fm2 í kjallara á 95þ kell. Þurfum að kaupa basic stöff eins og ískáp og rúm. Ekki alveg það sem við reiknuðum með. Ætla að bjóða bara 85þ í hana og ef ekki þá bara so be it.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband