Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Kódak

Byrjaði að horfa á leikinn heima. Tók svo ákvörðun um að skella mér niðrá bar eftir að hafa séð að það var troðfullt og stemmingin góð.

Ég stökk niður og komst að því að stemmingin var nú ekkert svo rosaleg. Það virtist bara vera allt pakkað þarna inni en einungis útaf því að eina fólkið þarna sat upp við útganginn.

Í ofanálag þá hafði atleti skorað mark á meðan ég var í lyftunni.

Ég lét það ekki á mig fá og stillti Bono og félaga í botn á eyrunum og settist niður.

Loks þegar Barca skoraði, sem btw var gull af marki, þá öskraði ég svo hátt því ég var með U2 stillt svo hátt, að fólk hrökk í kút og horfði bara á mig í staðin fyrir að horfa á markið.

Frekar vandræðalegt. Kódak móment.

Þetta var klassískur davíð og golíat leikur. Fyrstu tíu mín komu ljónin, eins og leti eru kallaðir, öskrandi útá völl og skoruðu mark í kjölfarið. Svo settlaðist leikurinn niður og Goliat valtaði yfir Davíð næstu 80 mín eða svo.

4-1 fyrir barca og þetta var aldrei í hættu.

Einn titill í höfn, tveir to go.


Þú líka

Hef verið að lesa ævi/ferilsögu U2 og líkar vel. Hún heitir U2 by U2.

Þetta kveikti áhuga á hljómsveitinni sem ekki var til staðar áður.

Hversu gamall er maður orðinn, fyrst bruce springsteen svo U2.

Ég réttlætti þetta fyrst með því að fíla aðeins þetta gamla hráa stöff og þóttist kúl.

En núna hef ég hent öllu kúli og fíla meira að segja zooropa og pop.

Fyrir lesturinn líkaði mér vel við alla helstu slagarana eins og allir. En núna verð ég eiginlega að segja að ég sé semí fan.

Djösins nörd er ég. er að drifta frá indí stöffinu yfir í mainstrímið. Not Cool.


bólguháls

María getur varla andað. Þegar hún fær hálsbólgu þá er það ávallt fullorðins.
Hálsinn á henni nánast lokast og núna getur hún bara rétt hvíslað.

Er samt hress, sérstaklega því hún hefur sinn eigin lýsi sem tekur að sér að lýsa öllu sem hún gerir því það vantar hennar rödd á yfirborðinu. Sennilega þreytandi til lengdar en fyndið enn sem komið er.

Fórum á læknavaktina og biðum í 50 mín eftir því að kellingin sagði að næsti lausi tími væri á föstudaginn. Takk fyrir það. Sem betur fer vorum við bæði með bækur til lestrar.

Hana vantaði bara vottorð fyrir vinnuna en nei, ekki hægt.

Ég varð að vera með henni og vera hennar málsvari, því hún getur lítið sem ekkert tjáð sig opinberlega við spánverjann sem er vanur samskiptum á öskur leveli.


Austantjald

Sýnið mér austantjalds slavnesku löndin í keppninni og ég skal sýna ykkur löndin sem komast áfram.

Snilld hve íslendingar gera sér alltaf sömu góðu vonirnar um sigur.

Fljótir að gleyma hvernig þetta fer alltaf niður (goes down).


Inixavi

Leikur leikjanna er á morgun. Leti-Barca.

Úrslitaleikur Konungsbikarsins á Spáni og allt á suðupunkti.

Atlético Bilbao og Barca eru einmitt þau tvö lið sem eru hvað sigursælust í þessum bikarslag.

Mættust síðast fyrir um 20 og eitthvað árum og menn eru að fara yfir um í fjölmiðlinum.

Þetta mun verða fyrsti titillinn af þremur hjá Barca á þessu tímabili. Þeir vippa þetta leti lið, taka svo deildina og loks Meistaradeildina í lok maí.

Eins og japaninn segir: May you live in interesting times.

Don´t mind if I do


Skammtur

Þegar ég fer í golf þá skammta ég mér nógu vatni og nógum mat til að duga mér í 18 holur.

Á tíunda teig sagðist graham ætla að sýna mér soldið. okey, hvað. Þá tók hann upp tvö svona energy bar úr töskunni og rétti mér eitt. Ég bara, what!

"the brits share"

Þá var hann að koma því til skila að ég býð aldrei neinum neitt af því sem ég er með í töskunni. Ég er bara ekki þannig. Þetta er bara útreiknað fyrir mig og fuck the rest.

Hann búinn að spila með mér milljón sinnum og aldrei sagt neitt þegar ég tek mitt stöff fram.

Skyndilega núna, þá hefur hann orð á þessu.

Ég sagði bara

"you know what, I take care of myself and my needs on the golf course, and I expect others to do the same"

"I´m not a fucking catering service"

Ég er bara nokkuð ánægður með þetta kombakk svar, svona á núinu.

soldið harsh en wassap! Þoli ekki þetta obligatory kurteisis boð, nenni ekki að fara reikna sérstaklega inní skammtinn 1 eða 2 auka bar. 1-2 hálfs líters vatn auka, just in case að einhver vildi fá. Fokk that.

Svo ræddum við um þennan leiðinlega sið að sigurvegarinn þurfi að bjóða í glas eftir hringinn. Hann er náttúrulega á því þar sem það er the thing í bretlandi. Ég sagðist að sjálfsögðu vera á móti því en gerði það til að valda ekki slagsmálum og almennum leiðindum.

Ég stakk uppá því að hækka bara veðmálið og þannig vera sáttur við að eyða mismuninum í bjór handa honum. Hann þvertók fyrir það.

En nota bene, þetta er alltaf allt á góðu nótunum. Við erum félagar.

Ég setti því í fluggírinn og vippaði rassinn á honum með precis spilamennsku í kjölfarið.

bjóða með sér, djöfulsins leikskóla kjaftæði, bjóddu THIS.


Solid

Spilaði í dag með graham og spilaði ágætlega. Kom inn á +3 þar sem ég fæ +4 frá hvítum og 37 punktar.

Við lögðum 10€ á þetta og ég rústaði honum.

fugl,fugl,par,skolli,par,par,skolli,par,skolli = +1
par,skolli,par,skolli,fugl,par,skolli,par,par = +2

Ásinn var beinn og oftast á braut, 10 af 14. En hann er aldrei að fara í vandræði.

Járnin voru fín.

Púttin fín.

Flest bara á sínum stað.

Hefði mátt setja nokkur innáhögg aðeins nær og gefa fuglinum betra tækifæri. En almennt sáttur samt.

Það má taka 2 högg af skorinu þar sem holur 1-9, eða okkar holur númer 10-18 voru gataðar. Þetta kom okkur í opna skjöldu og á holu tvö var grínið bara fáránlegt, þrípúttaði þar, sem gefur ekki rétta mynd af spilamennskunni. Svo var ég að vippa í fyrir par reddingu á annari holu, það vantaði nokkra cm í holu þegar kúlan rekst í eina ójöfnuna og tekur 10° hopp til vinstri. Not cool. Að lámarki 2 glötuð högg vegna grínanna.

Er að spila vel núna. Svo vel að Graham hefur orð á því. Þegar hann hrósar manni þá veistu að þú gerir eitthvað vel. Hann er bara þannig.


dúddi

hvað telst vera hæfilegur tími fyrir barn að vera með snuð?

Dúddinn hans Sebas finnst mér vera einum of vinsæll.

Sebas er rúmlega tveggja ára.

Er ekki kominn tími á að týna þessum kvikindum, eins og gert var við mig á sínum tíma.

Ég man enn eftir sjokkinu þegar mér var tjáð að snuðið mitt væri týnt. Ótrúlegt, þetta er ein af mínum fyrstu minningum.


Teigur

Ég og Graham eigum teig um kl 12 á morgun. Völlurinn skal spændur upp í þetta sinn.

Fer líka með það að leiðarljósi að innheimta skuldina sem Ken á útistandandi.

Þetta gengur náttúrulega ekki.

Skellum 97% dráttarvöxtum á þetta, innheimtugjaldi og eldsneytiskostnaði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband