Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Aukaspyrnusérfræðingur

Ég kenndi sebas að taka alvöru aukaspyrnur um daginn. Núna stillir hann boltanum upp, tekur nokkur skref aftur á bak, setur puttan upp í munn og bendir svo upp í loft til að finna vindáttina. Svo byrjar hann að taka Roberto Carlos mini skref í tilhlaupinu og sparkar loks með mismunandi árangri.

Þetta er náttúrulega priceless að fylgjast með þessu. Sérstaklega þegar hann stingur puttanum upp í vindinn til að tékka á áttinni.

Svo tekur hann náttúrulega líka innköst af dýrari gerðinni.


Copa de Andalucia

Mótið sem ég komst inn á heitir AndalúsíuBikarinn. En fyrst á dagskrá er upphitunar mót á Laugardaginn á Lauro Golf. Í þetta sinn er það ekki venjulegt vikumót heldur Decathlon Open sem er víst með rosaleg verðlaun.

Þetta mót laðar að sér góða kylfinga og það verður spennandi að sjá hvernig maður kemur undan vetri/veikindum.

Á morgun verður María heima með punginn, sem btw er mun betri í dag, þannig að ég mun fara á stjá og æfa og spila smá.


Keppurinn komst inn

Listinn var að opinbera sig á netinu, var gerður opinber m.ö.o.

Búinn að bíða eftir þessum lista sem upptrekkt gúmmítuðra á nálum.

Þessi listi segir til um það hverjir komast inn á mótið í Alcaidesa á Heathland vellinum.

Þetta verður sem sagt sami sterki hópurinn og í Barcelona. 33 með 0 eða betri forgjöf. Það var hleypt 110 kylfingum inn og ég er númer 88 á listanum. Mjög svipað og síðast.

Þetta verður rosalegt.

Gabriel skráði sig líka og komst inn en hann er búinn að vera meiddur í rúmlega 2 mánuði á olnboga. Hann hefur ekki enn sveiflað kylfu þannig að hann skráði sig bara just in case. Ef hann verður sæmilegur í næstu viku mun hann byrja mótið. Ef ekki, þá verður einhver glaður á biðlistanum, sem btw inniheldur rúmlega 50 keppendur. Þar á meðal Graham gamla og vin hans sem voru einu öldungarnir sem skráðu sig til leiks. Þeir eru með 5,5 og 5,8 í fgj og eru síðastir á biðlistanum.

Ske-nillid


Japani

Ef ég væri Japani þá liti ég svona út.
SIR japani

lame

djöfull er lame að hanga heima svona lengi. Þetta er fjórði dagurinn og við strákarnir aldrei verri í þessum hósta. Drengurinn hóstaði svo mikið í nótt að...........finn ekkert fyndið að segja. Týpískt, nývaknaður og með vibba fyrir öllu.

Í dag kemur í ljós hvort ég fái inngöngu á mótið í næstu viku. Listinn verður birtur um hádegisbil og ég hef ekki guðmund um hversu sterkt mótið verður. Grunar samt að síðustu menn inn verði með fgj. sirka 3 komma eitthvað, sem er jákvætt.


Ermi

Ég kenndi Sebas að þurrka í ermina sína leiðindi eins og matarleifar og hor um daginn. Það kom sér einstaklega vel í dag þar sem nóg var af hvorutveggja. Þetta sparaði mér heilmikla vinnu við að snýta honum en svo mikið get ég sagt ykkur, að ermin má nú muna fífil sinn fegri.

Segi nú kannski ekki að ég hafi beint kennt honum þetta, meira svona leiðbeint honum á rétta braut varðandi þurrkstefnu, loftmótstöðu og valið á milli hægri og vinstri (ávallt vinstri því ekki viltu líta út eins og hálfviti þegar þú heilsar einhverjum með handabandi)

Nei svona í alvöru talað þá var þetta bara fínn dagur. Litli hóstar mikið, eiginlega alveg jafn mikið og ég á tímabili. Í kjölfarið stofnuðum við hljómsveit er ber nafnið "Los hóstus muchos". Eftir 4 klst líf er bandið núþegar uppbókað næstu 3 mánuði og stefnum við á heimsfrægð.

Fínt að hafa það í bakhöndinni ef þetta golfævintýri gengur ekki upp.


Í fréttum er þetta helst

Þeir kunna þetta þarna í Íran. Maður bað konu um að giftast sér. Hún neitaði þannig að hann helti sýru yfir andlitið hennar þannig að hún afskræmdist og missti sjónina.Hún lítur út eins og monster eftir þetta.

Gæjinn var dæmdur og dómurinn var sá að konan mætti hella sýru yfir hann þannig að hann fyndi hvað það væri sem hann hefði gert.

Auga fyrir auga.

Skemmst er frá því að segja að konan getur ekki gert það því hún er blind. Þannig að hann verður deyfður og þetta verður mun auðveldara fyrir hann. Konan harmar það. Maðurinn hins vegar vill frekar deyja og hefur beðið um það. Honum var neitað.

Þetta voru fréttirnar í dag, yfir til þín Sigurður.


Skítahúmor

Eins og sést hér á blogginu erum við Sebas soldið fyrir prumpuhúmorinn. Við sitjum hér við skjáinn og horfum á vídeó og látum okkur leiðast. Inn á milli koma skemmtileg vídeó sem við flippum yfir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband