Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
9.3.2009 | 07:11
Villaitana
Allir okkar bestu kylfingar eru hér á spáni að keppa í sterkum mótum. Birgir Leifur, Stefán Már og Maggi Lár munum hefja leik á Hi5 Pro túr sem fram fer á VillaItana vellinum. Ég mun hins vegar taka æfingarhring þann dag en byrja degi síðar hér á Heathland vellinum.
Ekki amalegt
Mig dreymdi að ég, kj og tönnin fórum í sumarbústað sem við fengum að láni frá yfirmanni kj's. Skyndilega varð allt fullt af fólki sem hélt þetta líka risapartí og almennt stuð fylgdi í kjölfarið.
Hvað þýðir svona?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2009 | 19:46
Sebas í golfi
Við fórum öll saman um kl 17 í golf. Þar sem veðrið var svona glimmrandi þá dró ég þau með mér útá reinge og lékum við okkur í sólinni.
Sebas bara orðinn nokkuð góður í púttunum. Svo tók ég eina fötu og Sebas var mjög áhugasamur um allar þessar kúlur á jörðinni.
Mjög gaman.
Sebas tók ekki síestu og var orðinn mjög þreyttur kl 19. Dottaði smá og var alveg ómögulegur þangað til að mömmunni tókst að henda í hann smá mat og beint í rúm. Núna er hann ferskur og hoppar og skoppar í rúminu sínu inní herbergi.
HERE COMES THE NIGHT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 14:30
Sól og bruni
Fór útá reinge kl 10 í morgun og var til 15. Besti sólardagurinn síðan síðasta sumar og ég er rauðari en allt rautt í framan. Mig sárvantar aloe vera gel til að létta á hitanum í fésinu.
Ég var í góðum gír í golfinu í dag. Var að slá vel. Ætla aftur út um kl 17 til 18 í tvær fötur í viðbót.
Núna er ég dauðþreyttur, búinn að borða og ætla að slappa af í rúmlega klst með lappir uppí loft.
Í öðrum fréttum er það helst að pungurinn neitar að taka síestu og fæ ég því ekki heldur að dotta. Thanx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 21:51
Af hverju eru kettir svona fyndnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 21:33
Prodigy
Proddi giddí gáfu út nýja plötu á dögunum. Believe you me...ég var ekki á þeim buxunum að fara eitthvað að fíla prodigy. Heyrði fyrstu 15 sek af þessum disk og gjörsamlega snappaði.
Nostalgíu flipp dauðans.
Þarna eru sirka 5 lög sem eru frambærileg. Auðvitað þurfti sir cut-a-lot að klippa lögin aðeins til að mínum hætti en húkkurinn er þarna.
Prodigy gera lögin sín að svo miklum langlokum að ég mixaði þau uppá nýtt og gerði þau að þéttum samlokum. Burt með endurtekningar í 2 mín og inn með SNILLDINA a la SIR mixalot.
Ég skellti inn smá mixi af því markverðasta í djúkarann hér til hægri. Þetta eru þrjú lög soðin í eitt. Fyrst er byrjunin af lagi eitt , svo lag tvö, lag þrjú og svo lét ég bara restina af lagi eitt rúlla. Sem er best.
Treystu mér, þú munt ekki sjá eftir því að skella á þig headfónum og hækka í botn. Ég vildi að ég hefði heyrt þetta fyrst þannig. DO IT. Hækka í botn.
WE ARE THE PRODIGY!!!!!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2009 | 21:01
Bilbao
Djöfull fíla ég Atlético Bilbao. Fótboltaklúbbinn spænska. Þetta eru baskar frá Vizcaya sem eru virðingaverðir.
Af hverju?
Jú, útaf því að þeir eru þekktir fyrir að nota bara heimamenn í liðið. Þeir kaupa ekkert af þessum rándýru stjörnum heldur ala þetta upp heima við. Og viti menn....þeir eru í úrvalsdeildinni á Spáni. Þetta er ekkert miðlungslið í neðri deildunum, þeir eru núna í 11.sæti í næst bestu deild í heimi.
Kúdos
Mér finnst það virðingavert, sumum ekki, þannig er það bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 20:24
ÁS
Já, ég vann sem sagt nýjan ás í verðlaun í dag fyrir besta skorið. Eitt er jákvætt hérna úti, nefnilega að veglegustu verðlaunin eru fyrir besta kylfinginn, þann sem kemur inn á besta skorinu. Ekki þann sem bætir sig mest, sá sem fær flesta punkta.
Eins og þetta á að sjálfsögðu að vera.
Þetta er hinn nýji R9 Taylor Made ásinn sem mig hefur dreymt um í nokkurn tíma. yeah right.
Ekki svo gott.
Inesis Canaveral 900..............Ine WHO?.......Cane WHAT NOW?
Hér er á ferðinni franskur gæðingur frá íþróttabúðarkeðjunni Decathlon sem er framleiddur í Taiwan. Allt við hann segir "gæði". Hann lyktar af gæðum, tja, ef gæði lyktuðu eins og PRUMP þ.e.a.s.
Þeir hafa vitað að ég myndi mæta því hann er 9° eins og ég nota. Stiff skaft, me. 460cc, me. Aldila NV 65-s skaft.
Hey, þetta er betra en fokkin bækurnar um Finnland sem ég fékk um síðustu helgi.
Ekki misskilja mig samt, ég er ekki að kvarta og mun glaður nota þennan 25þ sem ég fæ fyrir gripinn við að skipta honum í nýja golfskó og eitthvað annað sniðugt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 17:52
Mót-vindur
Fór í mót á Lauro Golf og spilaði án tempós. Var óþolinmóður og pirraður. Kom inn á +8 og almennt að spila frekar slappt golf. Vann samt dræver í verðlaun því allir hinir voru líka að spila ílla....sökkers.
Það var mikill vindur en rosa sól. Ég er rauður sem rauður heftari og frekar þreyttur eftir daginn.
Þetta er svo skrýtið. Maður hugsar eftir á hve óþolinmóður og pirraður maður var og skilur ekki af hverju maður gat bara ekki breytt því. Ég áttaði mig strax á þessu á nokkrum holum og reyndi að breyta hegðuninni en það er erfitt.
Menn gætu hugsað, hvösslass, það þýðir ekkert að vera þannig, akkuru róaðir þú þig ekki niður og varst bara þolinmóðari og slakur. EEEEEEEEEE....ekki hægt.
Ef það væri svo auðvelt að gera það þá væru allir þannig alltaf.
Kannski bara eðlilegt eftir inniveru og æfingarleysi. Það var fínt að fá þennan hring undir beltið. Núna er bara að hit the range eins og motherfussker og undirbúa sig fyrir æfingarhringinn á Heathlands sem er á þriðjudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 16:20
Hló upphátt af þessari, ekki oft sem það gerist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 15:50
Færsla
Það mætti halda að kellinn sé bara aftur byrjaður í golfi. Í staðinn fyrir milljón færslur á dag þá er þetta fyrsta færslan, kl 16:30 espanish time.
Fór í morgun og hitaði upp með tveim fötum. Var stirður en tempóið kom í lokin. Fór svo að pútta og þessi nýja uppsetning hjá mér er að svínvirka.
Vippaði svo. Var ekki með þetta tötsí, tötsí, fílí, fílí. Soldið off. Það kemur.
Tók svo tvær fötur til að klára daginn og var að slá nokkuð vel á góðu tempói. Finn samt hvað ég er mjög þreyttur. 4-5 dagar í hóstakasti og inniveru gerir fáum gott.
Gabriel kom í lokin og lúkkaði mjög nervus. Ég impraði á því og hann sagði mér að hann ætlaði að prófa að slá kúlu núna í fyrsta sinn í 2 og hálfan mánuð. Við vorum báðir mjög spenntir og svo sló hann og kveinaði af sársauka í olnboganum. Greyið kallinn. Alveg jafn vont og í byrjun, engin framför. Ég fann hvernig honum leið og sá að hann var gráti nær. Hann fór fljótlega heim eftir þetta og ég reikna sterklega með því að hann gefist upp á þessum draumi sínum á að verða atvinnumaður og hvíli sig í allavega 6 mánuði eða meira. Finni sér vinnu og meðalmennskist.
Jæja, þá er það bara mót á morgun. Markmiðið er að vinna mótið og lækka um 1 heilan í forgjöf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar