Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
16.3.2009 | 16:18
Fingæ
Tók nettan æfingardag í dag. Frá 9-15 án matarpásu. Át svo tvær tuna&mayo (extra mayo) í bílnum á leiðinni heim. Gerði svo hið sívinsæla ávaxtakurl með dashi af jógúrtu í eftirrétt þegar heim var komið.
Við erum loco í þetta. Skera niður banana, epli, peru, appelsínur. Skella þessu í morgunmatardiskinn, skvetta jógúrti yfir og ef það er kvöld og planið er að liggja yfir skemmtilegri stórmynd þá er um að gera að tríta sig og fylla draslið af rjóma uppí topp. Hell friggin jeeeee.
Það er svo góð tíðin hérna að keppinn er orðinn heltanaður bæði í framan og á handleggjum. Nú bíður maður bara eftir því að hægt verði að fara í stuttarann og tana fæturnar líka.
Golfið er salla ágætt um þessar mundir. Nokkuð solid bara. Myndi jafnvel segja að ég væri solid as a rock.
Framundan er ekki mikið skal ég segja ykkur. Bara eitt mót á sunnudaginn þar sem kallinn hann Miguel Ángel Jimenez verður viðstaddur og mun kenna okkur hitt og þetta. Svo veitir hann verðlaunin og slíkt. Veit ekki meir. Kostar skildinginn sinn (75) en maður fær 18 holu hring, mat eftir á, veitingar á vellinum (bjór og slíkt), og svo teiggjafir sem verða m.a. mp3 spilari, húfur, bolir og eitthvað drasl. Þetta segir allavega sagan. Mér er svo sem slétt sama, vill bara sjá kallinn og reyna lækka forgjöfina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 17:05
wannabees
Er að horfa á CA Championship á netinu
http://www.pgatour.com/liveat/r473/tour/player.html
Það er svo fyndið að hlusta á þessa þuli sem þykjast vita allt. Get svarið að í öðru hvoru pútti sem þeir sýna þá segja þeir rangt frá hvað muni gerast. Þeir tala nefnilega alltaf um hvernig kúlan muni brotna á gríninu en reyna svo að réttlæta sig þegar hún fer akkurat öfugt.
Hef talað um þetta áður, þessir gæjar í fyrsta lagi vita ekki nærri eins mikið um hlutina eins og þeir láta af og í öðru lagi þá tala þeir kylfingana svo rosalega upp að maður mætti halda að þeir væru guðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 16:38
Er ástandið svona á klakanum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 13:12
Þú átt valið
María var ein á ferð með Sebas einn daginn og parkeraði í bílahúsi. Hún skellti Sebas í vagninn og þurfti svo að staulast upp tröppur með vagninn. Þar sem ekki var lyfta þarna var þetta hennar eini valkostur.
Það var þröngt í tröppunum fyrir vikið.
Það komu tveir kallar og þurftu að hinkra aðeins á meðan María staulaðist upp tröppurnar með vagninn og Sebas. Þeir tróðu sér framhjá þeim og hentu í Maríu að næst skildi hún bara skilja þennan helvítis vagn eftir heima.
María varð svo hissa á þessu að hún bara hélt áfram að toga vagninn upp.
Strax á eftir komu ungt par sem umsvifalaust bauðst til að hjálpa henni og það tók þau 5 sek. að komast upp með hjálp stráksins.
Þetta er snilldar dæmi um hvernig fólk er.
Sumir hugsa í vandamálum og kvarta og kveina á meðan að aðrir hugsa í lausnum. Klisja, en á samt bara svo vel við.
Maður sér þetta líka í umferðinni. Fólk alveg klikkast á 0,1 sek ef eitthvað er ekki alveg eins og best er á kosið. Eins og litlir krakkar. Ef einhver gerir mistök eða eitthvað álíka þá er fólk svo fljótt upp að það minnir mig annað hvort á dýr eða vanþróaðar manneskjur sem eru aðeins neðar í þróunarferlinu.
Oft þegar maður er á aðrein og bíður eftir opnu til að henda sér inn á autovíuna þá gefa bílarnir í sem eru fyrir aftan og blikka svo ljósunum. Akkuru hægja þeir ekki bara á og hjálpa fólkinu að komast inn á veginn?
Hvort er betra viðhorf? Hvernig viltu fara í gegnum daginn? Viltu láta aðra hafa áhrif og ráða því hvort dagurinn þinn verður góður eða slæmur?
Eftir að ég byrjaði í þessu golfi þá breyttist soldið viðhorfið gagnvart lífinu. Ég þurfti, sem golfari, að pæla soldið í hegðun á vellinum og hvernig best væri að haga sér í kringum golfið. Það smitaðist útí lífið almennt sem er vel.
ó, á meðan ég man, það er ekkert fótboltalið sem er betra en LP í heiminum í dag. Nema þá kannski Barca.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 20:12
Eistu
Ég man þegar við vorum í heimsókn fyrir norðan í Zamorra fyrir nokkrum árum þá var ég ennþá að læra spænskuna og ekki orðinn reiðfleipur.
Það er hátíð þarna sem haldin er árlega við mikin fögnuð aðstandenda. Fólk hópast saman og dansar og svo koma tveir aðilar hlaupandi inn rassskellandi hvorn annan. Þeir reyna svo að rassskella sem flestum og eitthvað og slíkt. Veit ekki tilganginn með þessu en mér fannst þetta ekkert spes.
ó, þeir eru klæddir í hænsnabúning eða eitthvað álíka heimskulegt.
Anyway.....
Við vorum öll samankomin í eldhúsinu þar sem fólk kemur vanalega saman á kvöldin til að spjalla saman við eldinn (enda drullukalt þarna). Þarna vorum við María og tengdó, systur mömmu maríu og börn þeirra. Örugglega sirka 15 manns.
Ein frænka Maríu spyr mig hvað ég hefði gert ef þessir hænsnagæjar hefðu rassskellt mig þarna fyrr um kvöldið.
Ég sagði að ég hefði slitið undan þeim eistun.
Ég hafði heyrt þennan frasa áður hjá fólki í daglegu tali og hélt að þetta væri bara skemmtileg leið að segja eitthvað og meina það (munið, ennþá að læra).
Ekki aldeilis svo. Allir sprungu úr hlátri sem var meira svona nervus histeríuhlátur því fólk varð svo hlessa að það vissi ekki hvernig átti að bregðast við þessum Íslenska rudda sem ætlaði að slíta undan einhverjum eistun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 19:47
Hæna
Það var árið 2003 þegar hænan dó úr sjokki.
Tengdó eiga villu uppí fjöllunum og fyrir neðan hana eiga þau svo aðra jörð þar sem þau hafa appelsínutré og önnur tré sem bera eitthvað. Þarna eru líka hænsni sem gefa egg.
Það er sagan af dauða hænunar sem fær mig alltaf til að hlægja.
Antonio var vanur að fara inní hæsnakofan og ná í stígvélin sín og hitt og þetta. Þar voru þrjár hænur.
Einn daginn vildi svo til að einhverra hluta vegna opnaði hann hurðina og bakkaði inn með bakið í hænurnar.
Einni hænunni fannst það svo mikið áfall að hún datt niður dauð.
Henni brá svo mikið.
Þetta er sönn saga. Kid u not.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 18:49
Lauro
Fór í mót á Lauro í morgun og spilaði vel. Var óheppinn að því leyti að lenda beint fyrir framan tré FIMM sinnum Á ÞREM BRAUTUM. Og það með góðum höggum. Bjargaði einu pari þannig en sætti mig við skolla á hinum tveim brautunum.
Endaði á +4 og lenti í þriðja sæti og fékk Titleist ProvX kúlur í verðlaun.
Djöfull er ég svekktur með þessi tré, fimm friggin tré á þrem brautum, hversu óheppin geturu verið.
Endaði á fugli þar sem ég átti högg mótsins (kalt mat) með tré þrist sem sveif þráðbeint á stöng frá 220 metrum með vatn á vinstri hönd bönkera á alla kanta og OB á hægri hönd. Sleikti stöngina fyrir albatrossi en rúllaði langt fram yfir holuna og endaði 15 metrum fyrir aftan flaggið. Flókið pútt fyrir erni en öruggur fugl.
Horfði svo á leikinn MAN-LIV á meðan ég beið eftir hollunum að týnast í hús og sá LIV rústa manjú 1-4. Ég var sá eini sem hafði áhuga á þessum leik þarna og öskraði ávallt úr mér lungun þegar mínir skoruðu. GOOOOOOOOOOOOOOOL.
Fólk var gáttað en mér var drullu sama. Einn útí horni að öskra á sjónvarp. Kokkarnir úr eldhúsinu á Lauro voru komnir fram að horfa með mér í lokin því þeir sáu hvað þetta var skemmtilegt, greinilega. Höfðu ekkert vit á knattspyrnu en sáu bara mann sem skemmti sér konunglega og vildu vera memm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 16:46
Hús
Kominn í hús eftir þriðja daginn og hann var sæmó. plús níu þar sem ég spilaði betra golf en í gær.
Ég byrjaði á 10.teig
par,skolli,par,skolli,skolli,par,skolli,skolli,skolli = +6
skolli,fugl,skolli,fugl,par,dobbúl,par,par,skolli = +3
skollarnir eru ýmist vegna púttersins sem ekki var góður eða semí feilhögg sem kostar eitt högg. Dobbúllinn kom eftir að hafa ekki náð yfir á þessari goddam sjöttu braut sem er rosaleg.
Ég fékk fugl alla dagana á annari brautinni og í dag næstum örn. Jákvætt.
Spilaði almennt betur en vantar samt enn mikið uppá til að geta póstað gott skor á svona alvöru móti. Þetta er nefnilega ekki bara eitthvert mót, að spila frá öftustu teigum á 6400metra velli með erfiðar pinnastaðsetningar faldar alla dagana í rosalegu roki er erfiðara en að segja það.
Eins og áður sagði, þá vantar mig enn 2 ár til að geta ógnað einhverju við svona aðstæður. Þessir auka 400-500 metrar af velli spilar stærri rullu en fólk heldur. Par 3 holurnar eru í lengri kantinum og ávallt nokkrar par 4 þar sem erfitt er að ná gríni í öðru.
Ísl. vellirnir eru svo stuttir að þar á bæ er skorið ívið betra. Auðveldari vellir.
keilir 5800m, gkg 5400m gulir, kjölur 5600m ,oddur 5900m ,gr 6000m ,korpan 6000m ,gs 5900m
Vellirnir sem ég er að spila á eru Prat 6672m, Heathland 6400m og Lauro 6200m svo dæmi séu tekin.
anyways, nóg af afsökunum.......ég verð í kringum 90 sæti sennilega og meikaði að sjálfsögðu ekki köttið. Köttið verður sennilega 6+6+6 yfir pari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009 | 21:48
Deginum ljósara
Það er eitt sem er deginum ljósara. Ég hafði rétt fyrir mér með þetta plan mitt. Ég gaf mér 4 ár til að verða svipað góður og topp 10-20 gæjarnir á íslandi og það er ekki fjarri lagi.
Mig vantar sirka tvö ár í viðbót til að ná í rassinn á þeim. Núna er ég búinn að æfa í ár og tvo mánuði, sem greinilega er ekki nóg, eins og þetta mót sýnir.
Hefði haldið að topp 40 á svona móti væri topp 10 á íslandi. Ég er að reyna að ná sæti 60-70 á morgun þannig að við erum að tala um soldin spotta í viðbót sem mig vantar. tja, segjum 2 ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar