Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
20.3.2009 | 16:24
Likvidd
ps. ég fjárfesti í miða með the likvidd express í morgun og hreinsaði fokkin kökuna sem var að drepa magann á mér. Mæli með joyride á þessari lest því hún sá um þetta á núllpunktureinni.
Operation Likvidd Express
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 16:19
skori skor
Í dag reyndi ég að hugsa ekkert um skorið. Skrifaði það ekki niður. Þetta er það sem menn segja að eigi að vera gott fyrir mann. Ef maður hugsar ekki um skorið og bara næsta högg sem er fyrir framan mann þá helst maður í núinu.
Ef maður fer að pæla í skorinu, hvort maður sé nálægt 36 punktum, hvað maður þarf að skora til að ná því eða hve góðu rönni maður sé á eða að maður hefði átt að gera hitt og þetta og slíkt þá er maður farinn að hugsa um fortíðina og framtíðina. Ekki núið og þ.a.l. ekki nógu mikil einbeiting fyrir næsta högg.
EN þetta er svo erfitt. Allavega fyrir mig. Eftir hverja holu er stríð í heilanum. Ég að reyna að hugsa um aðra hluti en það er lítill djöfull alltaf að hrópa inn á milli þetta friggin skor og leggja jafnvel saman heildarskorið. Mutha frigger.
Virðist samt virka ágætlega. Var vel einbeittur og minna en áður að pæla í skorinu. Missti það soldið í lokin útaf þreytu eins og sést á skorinu (tribble, skolli, par, par, par, skolli). En það er allt í lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 16:12
27
Fór fyrst níu holur til upphitunar og var all over the place. Gat ekki farið á reingið fyrst til að hita upp þannig að þessar níu voru fínar í það.
Fór svo 18 holur á +3 sem eru 36 punktar.
fugl,par,fugl,par,fugl,skolli,par,par,par = -2
par,par,par,tribble,skolli,par,par,par,skolli = +5
Markmiðið / Niðurstaða
min 2 fuglar / 3 fuglar = STAÐIST
max 3 skollar / 3 skollar (og einn tribble) = EKKI STAÐIST
Ekkert þrípútt / 1 þrípútt = EKKI STAÐIST
Max 32 pútt = 33 pútt = EKKI STAÐIST
min 80% hittar brautir / 71% hittar (10/14)= EKKI STAÐIST(vantaði 1 í viðbót)
min 70% hitt grín / 78% hitt grín (14/18) = STAÐIST
37 punktar / 36 punktar = EKKI STAÐIST
Þrípútt á síðustu holunni (holu númer 27) kostaði mig 4 markmið af 7.
Ástæða: Það var rosalega heitt og mikil sól (mjög sólbrunninn) og ég drakk of lítið vatn, bara einn lítra í staðinn fyrir 3-4 og borðaði bara 4 energi bar á þessum 5 tímum og 27 holum. Mjög þreyttur í lokinn og þetta skrifast á það.
Í heildina var þetta fín spilamennska. Það eru þarna tvö högg með 6 járni sem voru slök en kostuðu mig samt bara eitt högg. Svo voru þarna tvö upphafshögg sem voru slök, eitt fór í OB og kostaði mig 2 högg á þessari tribble braut en hinu drævinu reddaði ég með pari.
Samtals þrjú högg glötuð útaf slæmum höggum, tvö högg útaf óheppni og eitt útaf þrípúttinu. Svo komu fuglarnir sterkir inn og skiluðu þessu til baka á +3
HEILDARNIÐURSTAÐA:
Ekkert eitt að. Það sem helst mætti vinna í eru púttin. Setti bara eitt langt pútt í holu í dag. Púttandi 14 sinnum fyrir fugli og bara eitt í holu er ekki nógu gott. Hefði verið sáttur með 4 slík í holu.
SÁTTUR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 07:16
BúBú
Djöfull er mér íllt í mallanum......María bauð uppá eftirrétt í gær í tilefni feðradagsins og ég át 2/3 af kökunni. Ég er við það að æla.
Ég læri aldrei af reynslunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 20:32
Pósturinn páll, bannað innan 18, tær snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 20:19
erfitt
Greinilega erfiður völlur þarna í portúgal þar sem biggi leifur er að spila. Bara 27 gæjar á pari eða betri af 144 total. Bara 16 undir pari.
Biggi er í 40.sæti á +2 með skolla,fugl,skolla á lokaholunum.
Þetta er ekkert sérlega sterkt mót miðað við evrópska túrinn en engu að síður þá eru þetta allt gæjar sem eru skuggalega góðir í golfi. Þarna eru engin heimsfræg nöfn en samt margir þekktir.
Ef hann endar í topp 30 er hann að gera góða hluti.
Ég spái +2 á morgun líka. Hann meikar köttið og endar í 55.sæti. Kalt mat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2009 | 17:49
Róló senan
Fórum á róló eins og venjan er eftir leikskólann. Ég og Sebas förum saman feðgarnir og leikum okkur ýmist í fótbolta eða á þríhjólinu.
Sebas er orðinn nokkuð heitur á róló senunni.
Það vakti athygli mína að tvær rússneskar mömmur voru þarna með nokkur börn. Ekki það, heldur hve rosalega leiðinlegar þær voru. Þær gerðu ekkert annað en að öskra á börnin, tuska þau til eða stara reiðilega á þau. Jú, börnin voru óvenjulega ílla höguð og alltaf í vandræðum. Ætli það sé ekki bara útaf því hvernig mömmurnar láta.
Verða börn ekki bara meiri vandræðagemsar eftir sem foreldrarnir tuska þau meira til?
Veit það ekki.
Ef rússar haga sér svona yfir höfuð þá finnst mér ekkert skrýtið að þeir eru svona ógnvæginlegir sem fullorðnir. Ég er allavega skíthræddur við þá. Eins og ég hef áður sagt, hinn sofandi risi fer bráðum að vakna. Be afraid.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 16:32
Killers
Setti inn mix af fjórum lögum af Day and Age plötunni með The Killers í djúkarann hér til hægri.
Þetta finnst mér vera heilsteypt plata sem ég fíla ágætlega. Alveg sami neistinn og í hinum tveim en aðeins meira Las Vegas eightís popp sem gerði að verkum að maður var aðeins seinna að fatta gripinn. Akvæjurd teist eins og KJ myndi vilja orða það.
Þetta mix var gert á 10 mín og lítil hugsun svo sem á bakvið þetta. Finnst þetta bara vera highlætin á plötunni sem vert er að henda svona á aldir ljósvakans án dýpri hlustunar.
Textinn á þriðja bútnum er náttúrulega instant klassík.
"Dustland fairytale begininJust another white trash County kiss
Sixty oneLong brown hair and foolish eyes
Looks just like you want him to
some kind of slick chrome american prince
A blue jean serenade Moon river what'd you do to me
But i don't believe you
Saw cinderella in a party dress
She was looking for a night gown
I saw the devil warping up his hands
Hes getting ready for the showdown
I saw the minute that i turn away
I got my money on a pond tonight"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 15:49
Markmið fyrir Sunnudagsmótið
Markmið fyrir næsta mót er eftirfarandi:
Ná 37 punktum (Spái ekkert í hvaða sæti ég lendi í á svona punktamótum, því það er svo mikið af spanjólum sem svindla punktana upp).
min 2 fuglar og max 3 skollar
Ekkert þrípútt
32 pútt eða færri
min 80% hittar brautir
min 70% hitt grín
Þannig myndi 37 punkta hringur líta út.
Tek svo saman allt þetta eftir hringin og pósta hér til að sjá hvernig gékk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 15:30
klipping
fór í klippingu hjá Raquel í Kind Hair Garden.
Inn kom Lubbi Mchippason og út kom Gútí McSkverason.
Ég setti stelpuna í smá verkefni því úr vasanum dró ég upp mynd af Brad Pitt og sagði "eitt stykki svona takk".
Þetta kom bara ágætlega út finnst mér. Soldið skveralegur en hey, ég fíla það.
Þetta er svona Gútí (Real Madrid) meets skveri meets slick chrome american prince.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar