Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
19.12.2009 | 13:39
Lil' Bobbý
Er að stríma Portsmouth og Liverpool leiknum á einhverri goddemm arabískri stöð. Ég er alveg búinn að sjá að ,,Lil'Bobby" þýðir annað hvort ,,þetta er svakalegt" eða ,,frábært skot" eða ,,Djöfull er Benítez heimskur".
Arabinn sem lýsir segir þetta allavega í annari hverri setningu.
anyway.....LP einu marki undir og einum manni færri í hálfleik. needless to say þá er ég hættur að horfa og orðinn frekar pirraður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2009 | 12:14
indeed
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 19:27
Gaman að sjá hvernig þetta lag var sansað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 18:25
Plokkari og þruma
Við pungarnir stöldruðum stutt við í leikjum í þetta sinn. Við skelltum okkur út í labbitúr. Hann á þríhjólinu og ég á tveim jafnfljótum. Við löbbuðum um hverfið . Hann heimtaði að fara inn í fiskbúðina og kaupa fisk.
Ég lét stelpuna sletta smá plokkfisk í dall. Sebastian var ekki ánægður með það fyrst því fiskur fyrir honum er með sporð og slíkt. Ég útskýrði fyrir honum að þetta væri líka fiskur og henti svo rúgbrauði með í samningaviðræðuna og hann varð loks sáttur.
Núna japlar hann á þessu yfir einhverjum viðbjóði í sjónvarpinu sem á að heita barnaefni. Eitthvað í sambandi við Tótu trúð eða whatever. Mjög frumstætt. En svínvirkar.
Pétur,Bjarni,Óskar,
í mér heyrist druna.
Á seðlinum mínum var
Plokkari og þruma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 16:42
Ný könnun
Það er komin ný könnun. Ekki bullshit könnun eins og sú síðasta heldur alvöru.
Hvað á ein jólagjöf að kosta? Segjum bara að þú sért að leita af gjöf fyrir maka þinn t.d.
Hvað væri málið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 16:37
Se pá
Þetta finnst mér fallegt veður. Kalt en stillt. Smá snjóbrák yfir öllu og það virðist gufa upp andstreymi á ólíklegustu stöðum til að sveipa smá dulúð yfir borgina.
Ég sit hér og bíð eftir Sebastian. Mig/Mér/Ég hlakka til að fá hann heim til að leika við. Við munum fara beint í bújakasha eða párætinðekisser. Honum finnst það vera skemmtilegir leikir.
Flestir leikir sem við dundum okkur í virðast ganga út á að hann hoppi ýmist á mig úr fjarlægð eða standi oná mér og hoppi beint á magan á mér.
Ágætis workout svo sem.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 13:32
Ró
Doug: Hey, honey. There´s something I need to talk to you about.
Carrie: What is it hon?
Doug: Know this, I´m not mad at you, I´m mad at the situation. We´re out of Cocoa Puffs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009 | 22:12
Réttarritarinn fyndni (the anal lube story)
Ég sat í þessum réttarritara bás og þar voru ýmsir munir, props, eins og við leikararnir köllum þetta(bada bing). Eftir smá tíma þá tók ég eftir túbu sem þarna var við hliðina á nokkrum pennum.
Á henni stóð Anal Lube! ég bara WHAT! HVAÐ Í ANDSKOTANUM ER ÞETTA AÐ GERA HÉR!
Ég sá mér leik á borði og spurði hátt og snjallt hver sæi um propsin hérna. Allir horfðu upp úr því sem þau voru að gera og bentu á einhvern gæja sem var utan settsins.
Ég tók þá upp þessa túpu og spurði með kómískum undirtón fyrir framan Egil Óla, Hönsu, Víking og Sindra: ,,hey! hvenær byrjar svo réttarritarinn sitt hlutverk fyrir alvöru?"
Það vakti kátínu. Samt ekki jafn mikla og ég hefði haldið. Ég var að rifna inní mér af hlátri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009 | 22:00
Statisti
Ég mætti galvaskur kl 7:45, korteri of seint á tökustað. Þróttaraheimilið. Við mér tók enginn eins og ég átti von á. Allir bara voða kúl, hip og happening. Þarna voru Sindri,bróðir Sigurjóns Kjartans, Egill Óla, Hansa, Víkingur og fleiri kunnugleg andlit.
Ég var instantlí gerður að réttarritara. Þetta var sem sagt önnur sería af þáttunum Réttur. Þættir 3 og 5 sem þarna var verið að taka upp. Réttar senurnar það er.
Þetta var inní dómsalnum og ég sit við hlið dómarans eins og sannur réttarritari. Fyrstu þrjár senurnar var þetta svona. Frá 8 til 12:30. Svo frá 13:30 til 18 var ég karakter útí sal sem var minna spennandi.
Það virtust allir vera mjög uppteknir við að vera voða svalir og ég sá strax að ég myndi ekki fá mikla leiðsögn. Þannig að ég tæklaði vandann bara strax með því að vinda mér upp að Sindra, sem er aðstoðarleikstjóri, og lét hann segja mér aðeins um hvað málið snérist.
Ég átti sem sagt bara að vélrita það sem fram fór. Ok. Ég gerði það. Bara of vel því eftir nokkrar tökur sagði Sindri mér að ég hreyfði mig umfram það sem þeir vildu. Hey! ég var bara í karakter. Svona eru hreyfingar ritara! Eftirleiðis ,,air" vélritaði ég ekki neitt, heldur sat bara í stellingunni.
Eftir um klukkustund vatt Sindri sér aftur að mér og sagði mér bara að horfa á skjáinn og ekkert vera að horfa á hina leikarana, eins og greinilega ég hafði gert of mikið af.
Sem sagt. Þarna sat ég, hreyfingalaus, og einblíndi á skjáinn af eldmóð í marga klukkutíma.
Êg hafði nú samt mjög gaman af þessu. Svo borga þeir mér líka eitthvað fyrir þetta.
Eftir hádegi kom Magnús aðalleikari, Kristján Franklín og einhverjir fleiri sem ég kann ekki að nefna.
Allt í allt, mjög skemmtileg reynsla og ekki eitthvað sem ég hefði viljað sleppa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2009 | 21:56
Liverpool syndrómið
Í gegnum tíðina hef ég orðið var við ákveðna gremju í garð fótboltafélagsins Liverpool. Fyrst fannst manni að þetta væri bara týpísk hegðun gegn stórliði og fannst manjú,arsenal og chelsea líka fá sinn skammt.
Svo tók ég eftir því að þó hin þrjú liðin fái skítkast á sig frá stuðningsmönnum hinna liðana þá er það ekki nærri jafn mikið og Liverpool fær. Og ekki jafn biturt og ílla meint.
Ég var að pæla í þessu. Af hverju fær LP öðruvísi trítment en hin liðin. Það er ekki eins og þeir hafi eitthvað ógnað titlinum hin síðari ár. Það er ekki eins og þeir séu í þannig stöðu að verða kalt á toppnum eða slíkt.
Af hverju eru hinum stuðningsmönnunum svona ílla við Liverpool?
Það er eins og mun meiri virðing sé borin fyrir hinum liðunum. Eða eru menn svona rosaleg hræddir við LP og vilja ólmir sverta það og halda þeim niðri, eins og indeed þeir eru núna.
Veit ekki!
Ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að ég ber virðingu fyrir hinum liðunum. Ég tala í raun aldrei ílla um þau þó maður sé að skjóta góðlátlega á þau þegar þau eiga það skilið. Þá er það nú alltaf meira í gríni en hitt.
What gives!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar