Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Metro

Ég tékkaði á Metro sem kom í stað Makkí Dí. Þetta er náttúrulega bara nákvæmlega eins. Engin breyting fyrir utan kannski að þetta er pínku betra. Held samt að það sé bara í hausnum á manni því ósjálfrátt finnst manni þetta betra útaf íslenskum hráefnum. Sem er pottþétt bara crap. Örugglega alveg jafn óhollt.

En....ég gef Metro góða einkun þar sem mér fannst nú Makkí Dí ávallt góður.

Kannski besti mælikvarðinn yfir þennan stað er að ég er ekki enn farinn hlaupandi á klóstið eins og gerðist alltaf með Macdonaldinn. Það leið varla klukkutími áður en maður skilaði þessu. Metróinn er enn í meltingarkerfinu.

Jákvætt.


Veggjakrot

Labbaði og náði í bílinn til Maríu. Fór aftur í gegnum gettóið í vesturbænum. Tók eftir því að það var komið nýtt veggjakrot á bílskúrinn sem ég labba alltaf framhjá.

Ég skalf af ótta við að sjá krotið, það stóð...........wait for it........sms.

Þeir eru harðir hérna í vesturbænum.


Metro

Ætla útí hraunkot að æfa. Kem við á Metro í leiðinni til að tékka á því stöffi. Nauðsynlegt að gefa þessu tækifæri ekki satt......enda ekki til betra fitt þar sem ég er svo mikil metrosexual týpa.

hroki

Starfsstúlku á bylgjunni er uppsigað við Björgvin. Hún situr fyrir honum í kaffiteríunni þegar mest er um manninn og segir stundarhátt: ,,Veistu það Bó, að það er búið að gefa út orðabók og það er mynd af þér við hliðina á orðinu hroki."

Björgvin svarar að bragði: ,,Já, og veistu hvað ég tek fyrir það?"

Tekið úr bókinni Bó og Co.

Söngvarinn situr í djúpum stól og talar inn á digital diktafón sem skrásetjari hefur fest kaup á. Til umræðu er poppstjörnutímabilið svakalega. Farsíminn hringir. Söngvarinn þagnar í miðri setningu og dregur símtækið upp úr vasanum. Þetta er ekki í fyrsta skipti. Skrásetjari hefur áður oft haft orð á því.

,,Gætirðu ekki hugsað þér að hafa slökkt á símanum meðan við tölum saman?" spyr hann. ,,Bíddu rólegur," segir söngvarinn. ,,Þetta gæti verið Paul McCartney." Og svo talar hann ´hálfa aðra klukkustund.

Tekið úr bókinni Bó og Co.


Lýsing eða Glitnir

Höfuðstöðvar Bylgjunnar á krókhálsi. Napurt í veðri. Á bæjarhellunni standa Þorgeir Ástvaldsson og Björgvin. Samstarfsmenn og vinir. Þeir norpa í garranum og reykja. Bíll ekur inn á planið. Gríðarstór jeppi af dýrustu gerð. Við stýrið situr glaðbeittur rétt liðlega tvítugur snöggklipptur maður í einkennisklæðnaði ungra viðskiptajöfra. ,,Fóstur í jakkafötum," segir Björgvin.

Maðurinn sviptir sér undan stýri, lokar og læsir með fjarstýringu og jeppinn geltir á móti honum til staðfestingar. Ungi maðurinn nálgast og býður góðan daginn. Björgvin horfir á hann, gjóar augunum að jeppanum og svo aftur á drenginn. ,,Lýsing eða Glitnir?"

Tekið úr bókinni Bó og Co.


www.hundredpushups.com

Fór á fyrstu æfingu afrekshóps Gkg í kvöld. Þetta er í kórnum í kópavogi þar sem þeir hafa komið sér upp nokkuð nettri aðstöðu.

Kom mér á óvart að Úlli og Derrick ætla að hafa flott prógram þar sem fitness verður einn þriðji af pakkanum. Það er frábært.

Svo er heimavinna sem er enn betra.

Þeir starta okkur á prógrammi sem er tengt síðunni www.hundredpushups.com þar sem markmiðið er að gera 100 armbeygjur í einu. Menn hafa 6 vikur til að byggja þrekið upp.

Ég fór út að hlaupa eftir æfinguna og gerði eitt light session á ægissíðunni. Kom síðan heim og gerði svona inital test. Náði 12 armbeygjum í einum rikk. Við byrjum á mánudaginn í þessu þannig að kannski get ég öppað þetta uppí sirka 14 armbeygjur á þessari viku sem ég hef.


Hverjir eru hvað

Nú klárlega þá eru Kings of Leon hinir nýju Rolling Stones. Silversun Pickups eru svo fáránlega klárlega Smashing Pumpkins, með kvenkyns bassaleikara og allt.

John Frusciante er Jimi Hendrix.

The Killers eru.........the beatles? eða Battles eins og Bó og co kalla þá.

En hver er Bob Dylan?


El Campeón

Fór með Sebas í rútín skoðun þar sem hann var testaður í allskonar hlutum. Látinn ganga hænuskref, raða kubbum, tala um eitthvað crap og mældur í alla staði.

Hann er flottur á öllum sviðum. Þrátt fyrir að vera að læra tvö tungumál, sem stundum tefur fyrir framför. Ekki hjá el campeón.


Elvis

Björgvin er þekktur fyrir að gera sér ekki hvaða græjur sem er að góðu. Hljóðnemar eru einkar viðkvæmt mál.
Árið 1978 fer fram upptaka á skemmtiþætti í gamla upptökusal sjónvarpsins að Laugavegi. Hljóðnemarnir eru af gerðinni Sennheiser, gamlir hlunkar í laginu eins og rjómaís í brauðformi. Björgvin gerir sándtest. Honum fallast hendur og kallar á stjórnanda upptöku: ,,Tage minn, það getur vel verið að Magnús Bjarnfreðsson geti sagt fréttir í þetta en Elvis syngur ekki í íspinna."

Hljóðnemar af Sennheiser-gerðinni voru í kjölfarið aldrei kallaðir neitt annað en Bjarnfreðsson.

Tekið úr bókinni Bó og Co.


Go Bó

Sú frægasta er náttúrulega þessi;

,,Fundur hjá deildarstjórum ÍÚ. Fullt af hugmyndum. Engin nothæf.Hvatvísi og skipulagsskortur. Fundarmenn eru sammála um að hrinda tilteknu atriðið í framkvæmd. Og það í skyndi. Eru í þann veginn að samþykkja þegar lítið eitt síðbúinn dagskrárstjóri Bylgjunnar sviptir sér inn úr dyrunum, kveður sér hljóðs og segir: ,,Augnablik. Það er ekki go, fyrr en Bó segir go"."

Tekið úr bókinni Bó og Co.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband