Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Memory Lane

Datt í hug að skella cornerstone færslum úr fortíðinni hérna inn.

Þetta er t.d. fyrsta færsla blogsins:

Út vil ek
Landfestar hafa verið leystar og boltinn farinn að rúlla.
Strákar, ég er farinn í víking.

Svo er þetta tíunda færslan sem ég gerði. Þá nýkominn út til Spánar.

....Okkur vantaði nokkra hluti í íbúðina þannig að ég var sendur á vettvang einn míns liðs um kvöldið rétt undir lokun búða.

á listanum mínum var m.a. örbylgjuofn, netkamera, snúrur og matur.

þar sem kvöldið var gengið í garð ákvað ég að fara í jakka því það er nú desember, í fyrsta sinn sem ég fer í alvöru hlýjann jakka á Spáni. Ég er því staddur í verslunarmiðstöðinni sem er pökkuð fólki rétt fyrir lokun í jakka og strax orðinn kófsveittur. Mistök númer 1.

Svo er ég náttúrulega svo gáfaður að ég rýk fyrst inní rafvöruverslunina og fjárfesti í örbylgjuofni. Þegar ég ráfa um miramar með flykkið í fanginu þá fatta ég að þarna hafði ég gert mistök númer 2, maður hefði auðvitað átt að kaupa þyngsta hlutinn síðast.

Þetta kvöldið máttu spánverjar þola það að sjá kófsveittann íslending í jakka rogast með örbylgjuofn í fanginu um hálfa verslunarmiðstöðina í leit af netkameru, snúrum og mat.

Smátt og smátt fann ég hlutina á listanum og þeir stöfluðust ofan á örbylgjuofninn því að sjálfsögðu var enginn kerra í sjónmáli. Þar sem ég vegaði salt með hlutina ofan á örbylgjuofninum rann það upp fyrir mér að ég átti aðeins eftir að kaupa einn hlut í viðbót, 5 lítra af vatni. damn.

Það var því þreyttur og sveittur víkingur í jakka sem keyrði í hlað þetta kvöldið með skottið fullt af dóti, það fékk að dúsa þar yfir nóttina þar sem minn maður vildi komast inní loftkældu íbúðina í snatri.

Þetta er svo hundraðasta færslan:

Pedro Gonzalez
Pedro á afmæli í dag.
Til Hamingju með það.
Djöfull ertu orðinn gamall, gamle ven


Myndir

Ekki gleyma að tjékka á þessari best of seríu í myndaalbúmi 26 og svo 27. 90 myndir af okkur síðastliðin tvö ár. Myndir frá Spáni.

Lausn

Ég er búinn að uppgötva af hverju leikmenn í fótbolta skora ekki oftar úr aukaspyrnum en raun ber vitni.

Þegar kemur að því að taka aukaspyrnu í leik þá er leikmaðurinn oftast þreyttur, kannski búinn að hlaupa mikið. Hjartað á fullu og adrenalínið í botni.

Þegar menn æfa aukaspyrnur dags daglega þá eru þeir ferskir, einbeittir og salla rólegir.

Lausnin er því að æfa þessar spyrnur drulluþreyttur. Vera móður og másandi með adrenalínið á fullu. Æfa þetta í þessu ástandi. Sama ástandi og menn eru í þegar mest ríður á.


yfiræfa

Eitt sem mér finnst að betur mætti fara og eitthvað sem ég myndi taka á ef ég yrði einhvern tíman þjálfari.

Fótboltamenn æfa til að geta spilað í 90 mínútur. Kylfingur spilar í 95% tilfella 18 holur eða minna.

Ef ég væri þjálfari myndi ég æfa fótboltamennina svo þeir væru tilbúnir í 120 mínútna leik.

Ef ég væri afreksþjálfari myndi ég ráðleggja liðinu að spila alltaf lámark 27 holur á dag.

Ég meina, gæji sem er 100% í 120 mínútna leik hlýtur að geta gjörsamlega hamsað 90 mínútur í staðin fyrir að láta draga úr sér í lokin eins og maður sér alltaf.

Sama með golfarann. Ef maður er góður í 27 holur þá hlýtur maður að geta haldið einbeitingunni betur í þessar skitnu 18 holur.

Þessa hugmyndafræði kalla ég að yfiræfa og er skrásett vörumerki.


bakköpp

eins og áður hefur komið fram þá tók ég bakköpp af öllum færslunum mínum síðastliðin tvö ár. Í morgun var ég búinn að pósta samtals 1655 færslur, ekki slæmt. Það gera um 2,3 færslur á dag í tvö ár.

Var að renna í gegnum þetta og leit inná nokkrar handahófskennt. Margar hilarious, aðrar ekki en flestar skrifaðar með ástríðu.

eins og þegar ég var nær dauða en lífi. Og við grípum inní færslu 10.okt 2008:

....Þetta var svo sannarlega surreal. Allt í einu hægðist á tímanum eins og við þekkjum hann og allt datt í einhverskonar Matrix gír þannig að ég gat séð ótalmarga hluti í kringum mig án þess að tapa miklum tíma. Skyndilega finn ég nokkurs konar loftbylgjur þéttast saman nálægt höfðinu mínu og ég lít aðeins við til að tékka á þessu. Þar sem ég lít til hægri þá sé ég einskonar ormagöng með hvítum depli í miðjunni þeysast í áttina að mér. Þvínæst finn ég eitthvað snerta eyrnasnepilinn minn og ég snarkippi höfðinu fram á við og lít til vinstri. Þá sé ég í rassgatið á golfkúlunni sem fyrir split sekond hótaði að myrða mig með hraða sínum og harðkjarna. Ég sá hana fljúga inn í runna tvo metra fyrir framan mig og lauk þar með atlögu hennar að viðveru minni á þessari jörð. Henni hafði mistekist ætlunarverki sínu og skammaðist sín svo mikið að hún faldi sig og fannst aldrei framar.

Svo snappaði ég úr þessum transi og áttaði mig á því hvað hafði gerst. Ég var í algjöru sjokki. Þá hafði einn bretinn (einmitt sá sem átti pening í kaupþing) slegið kúlunni sinni beint til hægri og ekki kallað nein aðvörunar orð að okkur. Fyrir það færi ég honum þakkir. Bastard.

Ég get svo svarið það. Kúlan snerti eyrnasnepilinn á mér og einn cm til eða frá hefði endað líf mitt. Þarna var ég nær dauða en lífi (þó ég hafi nú reyndar verið á lífi allan tímann) whatever......


Frúst

Kylfingar sem halda með Liverpool hafa ákveðið forskot á aðra kylfinga. Þeir eru betur æfðir í að taka slæmum tíðindum. Vegna fjölda frústreringa sem Liverpool hefur látið áhangendur sína ganga í gegnum síðastliðin tuttugu ár eru þær bara svo nett æfðir í slíkri höfnun.

Þetta er mjög gott veganesti fyrir kylfinga. Mjög stór þáttur af golfhring er að sætta sig við slæm högg og slíkt. Taka því með stóískri ró og horfa fram á veginn.

Takk Liverpool


Nýjar myndir í hundraða tali.

Bjó til tvö ný myndaalbúm. Númer 26 og 27. Var að gera backup af öllum færslum og myndum á sir.blog.is í gegnum tíðina og rakst á þetta. Ákvað að henda þessu inn sem nokkurs konar best of albúmum.

Þetta eru algjörir klassíkerar. Sérstaklega 26 sem er best of Sebastian.

Við erum að tala um 90 friggin myndir...enda tók þetta mig um tvo tíma.

Þetta er sem sagt á myndabloggi hér á vinstri hönd. Ef þú ert ekki með lykilorð þá bara sendiru meil,eða beiðni í gegnum bloggið. Mjög einfalt og allir fá aðgang. Just do it.


Sögur af Bó part II(loka færslan um Bó, ég lofa)

Stebbi Hilmars og Bó sitja við rokkinn í stúdíó Sýrlandi. Stebbi pantar pitsu. Björgvin er í megrun. Þegar sendillinn mætir er stebbi læstur inni við upptökur. Bó borgar. Stefán kemur fram og sér pitsuna á borðinu. ,,Gastu borgað þetta fyrir mig?" spyr hann. ,,Nei, ég var ekki með pening," segir söngvarinn grafalvarlegur. ,,En það var í lagi því sendillinn gaf mér pitsuna." Stefán er vantrúaður. ,, Hvers vegna í ósköpunum gaf hann þér pitsuna?" Björgvin horfir í augu söngvarans unga. ,, Myndir þú láta Elvis borga?"

Golli umsjónarmaður í Stúdíó Sýrlandi hittir Björgvin að máli. ,,Frábær sala á safnplötunni þinni. Komin í þrettán þúsund seld eintök." ,,Nei, tuttugu og sex þúsund," segir söngvarinn. ,,Þetta er tvöfaldur diskur."

Dagskrárstjóri Bylgjunnar situr við tölvuna á skrifstofu sinni, djúpt niðursokkinn í nýtt forrit. Barið er að dyrum. ,,Kom inn." Dyrnar opnast. Ókunnugur maður spyr hvar hann fái borgaða reikninga. ,,Þú gengur beint af augum, inn ganginn, svo til vinstri og þar finnurðu ávísanahefti með brjóst" svarar Björgvin án þess að líta upp.

Björgvin fer í hljóðfæraverslun eina sem hann hefur áður haft talsverð viðskipti við. Festir kaup á rafknúnum taktmæli með stafrænum búnaði. Fær góðan Elvisafslátt. ,,Ekkert út og restina í lögfræðing," segir sönvarinn við afgreiðslusveininn.

Tekið úr bókinni Bó og Co.


Sögur af Bó

Þegar Simply Red komu eitt sinn til landsins var Valgeir Guðjóns stuðmaður kynntur fyrir söngvara bandsins, Mick Hucknall. Valgeir var ekki frægur fyrir kunnáttu sína á engilsaxneska tungumálinu og það var þá sem hann lét þessi fleygu orð falla: ,,How do you like Iceland, Mr. Simply?"

Eyvi Kristjáns segir frá: "Hann[Bo] var alltaf mjög flottur á því og eftir sýningar sat hann stundum inni í búningsherbergi, losaði um hnútinn og sagði:,,Hei, Eyvi, farðu nú og náðu í tvo börbón handa okkur." Ég lagði af stað. Þá kallaði hann á eftir mér. ,,Þú býður." Ef ég sagðist ekki eiga pening, þá sagði hann: ,,Láttu skrifa það hjá Elvis.""


BOBA

Tók golf session útí hraunkoti. Er mjög sáttur við sláttinn miðað við að hafa tekið mánuð í frí. Ég finn smá auka kraft sem helgast af boot camp og armbeygjum. Ég fæ ekki nóg af því að hamra ásinn með extreme lateral movement til að fá sem mestan kraft.

Oft næ ég monster höggum(miðað við mig og fyrri getu) en oft fer hann til vinstri og stundum hægri. Allt spurning um að gera þetta milljón sinnum til að sinka sveifluna og hitta sweet spottið á réttum tíma.

Fraction of fljótur með mjaðmir þá feidar hann til hægri. Fraction of seinn með mjaðmir og þ.a.l. efri búkur of fljótur þá ýmist beint til vinstri eða púll.

Hef farið núna tvisvar í hraunkot og alltaf hitt á Keisarann. Hann lánaði mér snilldar mottu sem hann er að pæla í að flytja inn. Klárlega framtíðin bara spurning um tíma og pening.

Hún virkar þannig að gervigrasið rennur áfram við að slá í það. Þannig er eins og maður sé að slá torfu með, svipað og á alvöru grasi. Mjög flott. Sérstaklega fyrir úlnliðina og olnbogana. Ekki eins mikið högg á þau svæði.

Getið tékkað á þessu á http://www.fairwaypro.com/catalog/index.php
flott vídeó sem sýnir hvernig þetta virkar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband