Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

New Keith Moon

Dios Mio!

Við fórum sem sagt á New moon sem er vampírumyndin þarna fræga. Þetta var fyrsta kvöldið og fyrsta sýning. Við fórum fyrst á Ruby´s þar sem ég fékk mér Chicken Alfredos Pasta sem var unaðslegt.

Við vorum mætt allt of snemma......eða hvað! Myndin byrjaði kl 20 og við mætt kl 19:15. Það var núþegar komin biðröð. Ég iðaði í skinninu útaf biðraðir eru ekki my thing.

En bíddu..... í biðröðinni voru ekkert nema goth dvergar! NHA!

hold the phone!.....ekki svo mikið goth dvergar heldur meira svona litlar grunnskólastelpur með wannabe goth lúkkið upp á tíu.

Þetta var ógéðslega fyndið. Þær og svo við, mætt 45 mín fyrr.

Talandi um die hard fans.

Við tókum mynd af fáránleikanum og allt.

Myndin sjálf var góð. Frábær tónlist, worldclass. Þarna er að finna Thom York með fáránlega flott entrance á einni senunni. Editors, The Killers, Bon Iver, Death cab for cutie og fleiri.

Þetta er að sjálfsögðu bara táningamynd og margir frasar sem endurspegluðu það. En það kom mér á óvart hve leikararnir komust vel frá hlutverkum sínum. Stelpan lék ógó vel[skrifar sigursteinn og bætir smá glimmeri á vinstri kinnina sína að hætti unglingsstelpna].

Mjög kúl senur. Allt í allt frábær skemmtun og sérstaklega í föruneyti með þessum skrækjandi táningsstelpum sem indeed öskruðu þegar rippaðir hönkar rifu sig úr að ofan og skríktu þegar aðalparið kysstist og slíkt.

Ógó stuð.


New moon

Ætlum á nýju vampírumyndina á eftir. Þetta er frum eða forsýning, kann ekki muninn. Allavega, það er uppselt og okkur ráðlagt að mæta fyrr. Djöfull verður þetta erfitt fyrir mig. Ég er svo paranoid með sæti og slíkt.

Ég mun sennilega fara yfir um.

Ætla jafnvel bara að vera með lokuð augun og láta þetta ráðast af heppni.

Ég er nefnilega sú týpa sem vill alltaf vera fyrstur í röðinni. Mjög óþolinmóður með allt slíkt. Er ávallt búinn að éta miðann af spenningi áður en inn er komið.

Sjáum til hvort ég lifi þetta af.


Ping

Gaman að sjá að Ping hefur tekið afgerandi forystu í könnun hér til hægri. Enda hefur það verið mitt merki lengi vel. Póski hlýtur að vera ánægður með þessa kosningu. En þetta er langhlaup. Ekki marktækt fyrr en kannski eftir svona 20 til 30 atkvæði.

Armur

Klikkaði í fyrsta sinn á hundredpushups.com. Það var á öðrum degi í viku 3. Það er svo rosalegt stökk frá fyrsta degi í annan. Svo er ég líka búinn að vera gera þetta soldið tvist og bast. Gleymi að gera þetta í nokkra daga og geri svo þrjá daga í röð. Þannig að ég var kannski ekki ferskastur.

Allavega, þá átti ég að gera 20-25-15-15-25=100stk með 90sek millibili. Gat bara 20-23-15-15-18 og ætla því að byrja aftur á viku þrjú á mánudaginn. Tek kannski þennan dag aftur á laugardaginn til að æfa þetta helvíti.

Fyrsti dagur þriðju viku voru bara 80stk þannig að þetta er fáránlegt stökk miðað við aðra daga í hinum vikunum. Þar var þetta bara stökk um 8-10 armbeygjur en ekki 20 eins og núna.

whatever, öll ,,hættu að væla" komment vinsamlega afþökkuð.


Æfing

Fór á æfingu í kvöld. Mjög ánægður með Derrick og hans input á sveifluna mína. Hann er að gera hana betri. Fer úr totally custom made in da hood sveiflu í klassíska og áferðarfallegri sveiflu.

Minni hnébeygja, tilta/ýta mjöðm til vinstri og efri búk til hægri, loose the lateral movement og sveifla meira í kringum líkamann og ekki vagga svona fram og tilbaka.

Allskonar stöff í gangi.

Það var svo vibba kalt að ég held að ég hafi misst eitt eista.

Annað markvert var að Alfreð tók mig aftan frá.......wait for it..........og hélt utan um mig, lyfti mér svo upp og lét braka í öllum hryggnum. Sirka 14 brök og ég gat loks sveiflað eins og maður.

Bara verst að vipp keppnin var búin. Annars hefði ég rústað þessu svona all loose og limber.


Sebas

Ég og Sebas vorum í þykjustunni leik rétt fyrir svefninn. Sungum allur matur á að fara....etc. Sungum svo afmælissönginn og lékum sem Sebas ætti afmæli. Svo var komið að blása á kertin. Hann blés en til að gera þetta meira spennandi og raunverulegra þá sagði ég honum að eitt kertið hafi ekki slökknað.

Hann horfði þá á þykjustunni kertin hugsi og brúnaþungur, rétti út hendina og slökkti kertið með puttunum til að gulltryggja þetta.

Erum við að tala um snilling eða!


Ný könnun

Í kjölfar þess að jafntefli varð á milli KJ og Costanza skellti ég inn nýrri könnun hér til hægri.

Hér erum við að tala um hvaða golf vörumerki þú fílar best. Þá meina ég um gæði vörunnar, endingu, þjónustu og slíkt.


Kljéssik

Doug: I lost my wallet

Carrie: you lost your wallet! are you sure?

Doug: Yes I´m sure, I mean....I won´t be 100% positive until I shower tonight but I´m pretty sure.


Taylor Made málið

Það er verið að vinna í stóra TM málinu. Færslan um málið fyrr í morgun skók golfheiminn. Ekki datt mér í hug að báðir þeir sem lesa þetta blog öllu jöfnu væru svona máttugir.

Allavega, þá sakna ég míns fallega R7 Ltd áss (segir maður áss?).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband