Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
4.10.2009 | 20:38
dagur
Fór útá lífið í gærkvöldi. Fyrst með afrekshóp Gkg og svo downtown með Pedro og Zordiac. Tók daginn í dag til að jafna mig á því.
bast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2009 | 10:17
leikfimi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 21:29
Translated from THE swedish
Er soldið neikvæður þessa stundina og læt því eftirfarandi flakka.
Ég reyni alltaf að upplifa listina frá upprunalega listamanninum. Hvort sem það þýðir að horfa á Swartzenegger tala ódöbbaða ensku(jú, mikil list þar), alvöru tónlist leikna af alvöru hljómsveitum (versus færibanda tónlist) eða þá að lesa bækur á hinu upprunalega tungumáli höfundar.
Sem leiðir mig að því sem ég vildi segja.
Er að lesa bækur eftir Stieg Larsson sem er sænskur. Þar sem ég tala ekki sænsku þá valdi ég að lesa þær á ensku. Þar sem ég er nú bara einfaldlega vanari því tungumáli við lestur.
Þegar maður les enskuna þá bara flæðir þetta og bókin rúllar í gegn.
Núna, með þessar bækur sem þýddar eru af Reg Keeland stend ég mig að því að stama setningar tvist og bast. Sem þýðir að ég þarf að stoppa og lesa setninguna aftur. Ég kemst iðulega að því að setningin er rétt, en samt ekki eðlileg. Bókin flæðir því ekki fyrir vikið sem er miður.
Þessi þýðandi er greinilega ekki sá færasti í ensku, því þetta lyktar af því að hann sé að reyna að vera töff. Þá meina ég að það er hægt að segja nokkrar setningar þarna á mun einfaldari máta. Það er eins og hann þýði þetta og fari svo yfir og reyni að finna samheiti yfir nokkur orð í orðabók.
Þetta kallast skólabókarenska á mínum heimabæ. Svipað og textagerðin hjá Jet Black Joe forðum daga.
Mér nægir að nefna bara það fyrsta sem friggin þýðandinn segir:
"Translated from the Swedish by Reg Keeland"
...from THE swedish.
Svo segir hann T.V. í staðin fyrir bara hið venjulega TV, enda Television eitt orð síðast þegar ég tékkaði.
Kannski maður hefði bara átt að lesa íslensku útgáfuna. Samt ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2009 | 21:12
Leiðigarðurinn
Af hverju getur íslenskt fólk aldrei gert almennilegt sjónvarpsefni?
Er með kveikt á skjánum og þar er skemmtigarðurinn að rúlla. Frábær hugmynd, eins og svo oft áður í íslensku sjónvarpi en vantar gífurlega upp á að þetta sé remotely skemmtilegt á að horfa.
Þeir eru að reyna að troða einhverju væmnu lærdóms fjölskyldu harmóníu boðskap inní þennan leikjaþátt.
Fólk sem horfir á leikjaþætti nennir ekkert að pæla í því. Það vill bara action og leiki. Fólk sem horfir á omega vill kannski crap með boðskap innanborðs.
Ég skil þetta ekki.
Af hverju stofna ég ekki sjónvarpsstöð!
Hún myndi bera nafnið.......Sigtoríus Maximus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 15:10
Frank
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 13:10
Króna
Djöfull er ég spenntur fyrir nýju rokk grúppunni Króna!
Biggi í maus syngur og spilar á gítar, svo einhverjir tveir gæjar sjá um rest.
Þeir hafa gefið út tvö lög núþegar. Annar slagur og þinn versti óvinur.
tékkit
http://www.myspace.com/kronaband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 13:09
neighbours
Þú veist að þú ert kominn í vesturbæinn þegar Páll Óskar býr í bakgarðinum. Tryggvi Guðmunds fótbolta legend við eldhúsgluggann, Ingibjörg Sólrún hinum megin við götuna og svo einhver háttsettur framsóknarmaður í húsinu við hliðiná.
Hversu töff getur maður verið! ég bara spyr.
María er samt ekkert sérlega hrifin af því að vita af Páli Óskari í bakgarðinum mínum [hilarity ensues]
...and the joker strikes again.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 11:55
Getraun Lausn
Þar sem serverinn fraus af öllum þeim fjölda svara sem barst vegna getraunarinnar að neðan hef ég ákveðið að koma strax með svarið.
Ég get ekki tekið við fleiri svörum því pósthólfið er fullt og mig langar að halda áfram með lífið.
Ég fann sem sagt undurfagran, rauðan........wait for it......Grip Master.
Grip Master, Medium Tension, framleitt af prohands.net
Þetta er tæki til að þjálfa handleggsvöðvana.
www.prohands.net
Mjög flott. Sérstaklega frábært fyrir golfara.
Þarna lá þetta á miðri gangstéttinni. Ég leit í kringum mig til að sjá hvort einhver væri í nágrenninu sem hafði misst þetta. Nei, ekki svo....FINDERS KEEPERS, LOOSERS WEEPERS.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 11:50
Gulur
María er að fara í sumarbústað með vinkonum sínum og ég og pungurinn því einir alla helgina.
Hann mun samt fara í heimsókn í skógarlundinn á morgun þar sem ég er að fara á fögnuð afrekshóps Gkg.
Þetta heitir Blái open þar sem fólk er hvatt til að vera klætt í blá föt. Ég mun að sjálfsögðu mæta í rauðu peysunni minni og gefa öllum snafs af vodkaskots pelanum sem ég keypti í gær í ríkinu. Sá snafs heitir Gulur.
The joker strikes again.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 153556
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar