Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Öskur

Ég vil benda áhugamönnum um vel útfærð öskur að kíkjá þennan bút sem ég setti í djúkarann hér á hægri hönd. Það er efsta lagið og er eftir nýju hljómsveitina Króna þar sem Biggi í maus er við stjórnvölin.

Ég hef lengi verið áhugamaður um góða öskrara. Klassísk dæmi er söngvarinn í Botnleðju, Nicolas Cage og svo söngvarinn í at the drive in.

Fleiri dæmi eru á stangli en í augnablikinu man ég þau ekki. Enlighten me.

Króna er búin að senda frá sér tvö lög, annar slagur og svo þetta lag sem heitir þinn versti óvinur. Bæði góð.

En ég er að sjálfsögðu búin að klippa þau aðeins niður að hætti Sir Mixalot(sem btw fékk viðbót við nafn sitt á dögunum sökum græðgi, Sir Mixalot who eats Pitsa-a-lot).

Í þessum lagabút er ég t.d. búinn að bæta við endinguna þar sem aðal öskrið er. Biggi, á öndverðu meiði við stefnu öskursaðdáenda, hafði bara eitt öskur af línunni ,,þú veist það". Sem var náttúrulega út í hött. Hápunktur lagsins. Þannig að ég afritaði þá línu og skeytti henni þrisvar í viðbót við lagið og út kom meistaraverk.

Soldið skrýtið að biggi skuli ekki sjá möguleika lagsins eins og ég þar sem hann er sjálfur aðdáandi öskurs. Þá vísa ég í gagnrýni hans á fimmta lagi vinsælu plötu at the drive in, relationship of command, þar sem hann sagðist ekki hætta að geta fengið gæsahúð þegar söngvarinn öskrar þar. Sirka á mín 5:30. Þið getið hlustað á það, og allt annað í heiminum, á síðunni www.grooveshark.com. Lagið heitir Invalid litter dept.

anyhú, aðdáendur vel útfærðs öskurs, njótið bútarins hér á hægri hönd. Snilldar lag.


bada bing

so this cowboy goes into a german car dealership and says "audi"

and the joker strikes again


klisjufrasar snjáldursins

vill alls alls ekki vera leiðinlegur en mikið obboslega væri ég feginn ef facebook notendur myndu draga aðeins úr ákveðnum klisju frösum.

"á einn lítinn Lasarus"
"Góðan daginn" (kata, þú veist hver þú ert)
................

............var uppfullur af þessum klisjum í morgun en man ekki akkurat núna fleiri. Hot diggití demm.

Þið vitið hvað ég er að tala um.


Brútal veiðimaður

Brútal veiðimaður

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=327408


BC dauðans

Djöfull er ég búinn á því í líkamanum eftir BC MF.

Æfingin var eftirfarandi:

Upphitunarskokk með 100 hnjám og svo 100 hælum.
Svo konstant handahlauparhopp og þegar blásið var einu sinni þá 10 hnéhopp, blásið tvisvar þá 10 armbeygjur. Þess á milli handahlaupahopp. 20 umferðir.

Svo breytt í 10 situps og 10 froskahopp. 20 umferðir.

Svo skokk.

Svo kom það erfiða.

Gera armbeygjur 10 stykki. EN...þjálfarinn taldi. HÆGT. Á leiðinni niður að gólfinu taldi hann 5-4-3-2-1, svo halda niðri á meðan hann taldi 5-4-3-2-1, svo hægt upp á meðan hann taldi 5-4-3-2-1. Ef einhver klikkaði og datt niður eða gat ekki haldið eða var of fljótur upp eða niður þá taldi þessi umferð ekki. Og believe me, það gerðist oft.

Vangefið erfitt.

Svo það sama með að beygja hnéin niður þannig að maður sat á hækum sér. Beint bak og hendur krosslagðar á bringu. Nema munurinn núna var sá að stundum þegar við vorum niðri að halda þá lét hann okkur sjálf telja niður frá 30!

Svo magaæfingar. Skæri. Vinstri olnbogi snertir hægra hné á meðan vinstri fótur er ekki hærra en 5cm frá gólfi, og svo öfugt. Sæmilega hratt. Í 20 sek stanslaust og svo 10 sek pása. Í nokkrar mínútur.

Svo það sama nema með því að standa og beyjga hnéin niður þannig að maður sat á hækjum sér og með hnúa í gólfi. Lyfta rassinum stanslaust í 20 sek svo 10 sek í hvíld. Í nokkrar mínútur.

Þá var enn korter eftir.

Þá var komið að því að vera með öðrum gæja og við fengum 100 froskahopp á parið með sandpoka. Skiptast á. Það var vangefið erfitt eftir að hafa gert allt hitt.

Froskahopp eru þannig að maður stendur, hendir sér svo niður í armbeygustöðu og tekur eina armbeygju. Hoppar svo upp og actually HOPPAR pínu upp. MEÐ FOKKIN ÞUNGAN SANDPOKA FYRIR OFAN HÖFÐIÐ.


Kaffi

Nýjasta nýtt hjá Sebastian er að biðja fólk um að fara í kaffi.

Þetta byrjaði á því að í þessari aðlögun á Gullborg þá sagði fóstran að pabbi færi nú í kaffi og við það lét ég mig hverfa og Sebastian gúdderaði það mjög vel.

Svo núna þegar ég var að leika við hann þá segir hann skyndilega ,,pabba, fara í kaffi ok?" Ég áttaði mig strax á beiðninni og fór bara í tölvuna, grautfúll yfir því að vera rekinn í burtu úr annars spennandi bílaleik.

Hann lék sér svo í friði í smá tíma og kom svo og bað mig um að taka kúkinn.

Hann sendir fólk sem sagt í kaffi þegar hann vill smá frið.

Fljótur að læra


Leyndarmál

Leyndarmálið upplýst!

Þá geta fornleifafræðingar tekið gleði sína á ný.

Mig dreymdi Pýramídan í Giza í Egyptalandi og í draumnum kom fram aðalleyndarmálið sem öllum langar að fræðast um, en aðeins útvaldir hafa hugmynd um.

Mig dreymdi sem sagt að það væru göng þarna inni, nokkurs konar tube. Það þyrfti að höggva þau út eins og þau leggja sig og halda þeim undir ljósi til að sjá skuggana myndast. Þessir skuggar munu svo upplýsa leyndarmál aldarinnar.

Þar hafið þið það.

Hvernig get ég verið viss um að þetta standist? Ekki nema von að fólk spurji að því.

Jú, vegna þess að þetta kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Ég hafði ekkert verið að hugsa um Egyptaland, né hef ég horft á neitt í sambandi við þetta. Þetta hlýtur að vera bara eitthvað sem einhver vildi koma til skila inní mannaheim. Kannski Ramses eða Imhotep hver veit.

Burtséð frá þessu þá var þetta frekar tíðandalaus draumur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 153555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband