Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
11.1.2009 | 07:45
Það liggur í loftinu
Það á eitthvað rosalegt eftir að gerast á næstu 10 dögum eða svo. Mér finnst eins og það liggi eitthvað í loftinu.
Vona bara að það sé ekki hinn sofandi risi úr austri sem er að fara vakna.
Svo gæti það líka verið þann 17.jan þegar Obama tekur við embætti. Hann mun ferðast með lest einhverja 220km um landið. Í LEST.
VILL hann deyja!!!!
Er það ekki bara sá auðveldasti faramáti til að framkvæma einhvern óverknað.
Allavega þá liggur þetta í loftinu en ég vona að mér skjátlist.
Sjáum til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2009 | 23:18
Mamma mín
Við fórum gjörsamlega varhluta af þessu mama mía æði sem betur fer. Svo ákvað maría að kíkja á myndina með heyrnatól á meðan ég nördast á netinu við að finna skemmtilega tónlist (sparta,mars volta,napalm death og cure). Allt gamalt og gott sem ég hafði ekki gefið tækifæri.
aftur að Maríu......Þetta var eins og frík show, hún skiptist á að hlæja,gráta,flissa og SYNGJA.
Er þessi mynd virkilega svona góð.......
greinilega.
Markhópur: konur og hýrir........smellvirkar.
Svo horfði ég á Val-Vil sem fór 3-3.....þvílíkur leikur. Hágæða fótbolti sem var ein skemmtun út í gegn. Enginn dúllu fótbolti þar pétur minn. Spánverjinn kann þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.1.2009 | 09:45
ein ágæt auglýsing
smellið á slóðina hér að neðan
http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=9&id=7917
svo ein hérna fyrir Pétur. Ekki klikka á þessari. Þetta er leikur þar sem fólk á að skríða yfir jafnvægisrúllu, eða hvað.
http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=7924
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2009 | 09:19
Áfram Hvatarmenn
![]() |
Evrópusæti í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 19:45
Herramaðurinn
Eitt sem ég fíla við spán að ég er oft titlaður Herramaður í daglegu tali. Það er yrt á mann með virðingu hérna fyrir sunnan, það held ég nú. Þéraður og allt.
Þegar maður er í búðum eða verslunum þá er meirihluti starfsfólksins með þetta á hreinu (þó það sé nú oftast ekki starfi sínu vaxið).
"Má bjóða yður eitthvað fleira"
"uuuuu, nei takk"
"Mjög gott, herramaður"
"takk fyrir og bless"
"Bless"
Asnalegt að skrifa þetta og segja á íslensku en svona er þetta á spænsku og er mjög algengt tal.
"Quiere algo más"
"el uuuuu, no gracias"
"muy bien caballero"
"muchas gracias, hasta luego"
"hasta luego"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 15:41
Dómur
Horfði á myndina Zach and Miri make a porno sem er gamanmynd, ekki porno.
Frekar bragðdauf en sleppur með 2 og hálfa. Svona típísk froðupops-ágætafþreyingar chick flick.
Bara þrjú fyndin atriði í myndinni. Í tveim þeirra kemur pungur við sögu og í þriðja hægðarteppa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2009 | 15:36
Better than ten others
Var að kíkja á myndina Shine a light sem sýnir Rolling stones á tónleikum leikstýrð af Martin Scorsece. Myndin sjálf var leiðinleg og ég FF-aði mig áfram. Eitt vakti þó athygli mína.
Keith Richards var spurður að því hvor væri betri gítarleikari hann eða Ronnie. Svar hans var merkilega skýrt og skorinort miðað við þá ímynd sem maður hefur af honum.
"I know the truth, which is like, we´re both pretty lousy but together we´re better than ten others".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 13:27
Rusty dust
Fór að æfa í morgun eftir tæplega mánaðar hvíld. Ég komst að því hve gaman það er að æfa golf og hve heppinn ég er að vera gera það sem ég er að gera.
Stutta spilið er enn í sama gírnum og ég er jafnvel betri í púttunum. Sveiflan er hins vegar frekar ryðguð og ég dökk húkka og dreg allt til vinstri. Ég hef reyndar sérstaklega gaman af því og nýt þess að sjá ásinn kengbogna til vinstri.
Þarf bara aðeins smá tíma í að finna tempóið aftur í sveiflunni. Það er alveg úr sinki.
Djöfull blasta ég mammút í rimla hér á vegum spánverjans. Ef það væri ekki svona kalt þá myndi ég skrúfa niður allar rúður, hækka í botn og fá mér gullkeðju.
Keypti mér þrjár golf peysur á 51 í gær og var svo ánægður með þær að ég fór aftur í morgun og keypti þrjár í vibót. Ein þeirra er soldið rebellious því það pípir í öllum þjófavarnar hliðum í búðum þegar ég fer í gegn. Frekar vandræðalegt en samt gaman því ég er rebel.
sex vaff hálsmáls peysur í sex mismunandi litum. Laxableik (að sjálfsögðu), dökksjómannablá, himnafestingblá, appelsínugul (hljómar ílla en svínvirkar samt), ljós kúkabrún og læmgræn (again, hljómar ílla en er svöl).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2009 | 20:11
Frek einbirni
Ég hef komist að sannleikanum!
Núna veit ég muninn á íslendingum og fólki frá stærri löndum.
Seinni hópurinn hagar sér að jafnaði eins og frek einbirni á meðan íslendingar haga sér eins og fullorðið fólk.
dæmi: Ég var í flugvél fyrir nokkrum dögum og var búinn að koma mér fyrir í viðbjóðslega þröngu sæti. Ekki ánægður en what the fuck, hvað gat ég gert. Gat nánast ekki setið í sætinu. Ætlaði bara að bíða þangað til að við færum í loftið og tala svo við flugfreyjuna og tékka hvort eitthvað annað sæti væri laust með meira rými.
Heyri svo í manni á svipuðum aldri og ég sem var að ferðast með tveim öðrum. Hann var breti. Hann var að kvarta (lesist, væla) yfir þrengslunum á sætunum og krafðist þess að vera færður eitthvert annað tafarlaust. Hann var með svo mikinn yfirlætis tón og frekju takta að mér varð strax hugsað til lítils einbirni sem væri að rifna úr frekju.
Útfrá þessu fór ég að hugsa um muninn á honum og mér. Hann lét eins og hálfviti við flugfreyjuna á meðan ég bara beið eftir rétta augnablikinu til að biðja kurteisislega um annað sæti ef það væri hægt.
Útaf því að hann var á þessum aldri þá er hann hálfviti. Ef hann hefði verið 20 til 25 árum yngri þá hefði maður bara afskrifað þetta sem frekt barn.
Sumir myndu túlka þetta þannig að hann hefði bara staðið á sínu og ekki látið vaða yfir sig. Á meðan íslendingurinn væri svo lítill í sér og ekki þorað að leita réttar síns. Valid punktur EN ég er nú nokkuð sannfærður um að það sé hægt að orða þetta á betri hátt.
Íslendingar haga sér yfirleitt eins og fullorðið fólk á meðan fólk frá stærri löndum haga sér eins og frek einbirni og væla um leið og eitthvað fer ekki á þann veg sem þeim finnst réttmætt.
Ég myndi ekki nenna að tala um þetta nema hvað að ég hef séð þetta oft áður. Ég vann t.d. á hóteli og þetta voru allra þjóða kvikindi sem vældu við minnsta tilefni. Oftast var komið niður og strax byrjað að væla í stað þess að benda á misbrestinn og biðja kurteisislega um leiðréttingu. Sérstaklega slæmir voru þjóðverjar, hollendingar og frakkar.
Auðvitað hefur maður séð íslendinga svona en almennt séð þá er þetta í mun minna mæli hjá okkur heldur en öðrum þjóðum. Þá sér í lagi frá stærri þjóðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar