Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 14:54
Latur
Hef verið latur við að blogga uppá síðkastið. Það er nú þannig þegar maður hefur alla sína í kringum sig þá einhvern vegin er lítill hvati til upplýsingagjafar. Það eru nefnilega allir í kallfæri.
Spánverjar eru bestir í heimi í fótbolta. Já, í heimi, því Evrópukeppnin er sterkari en heimsmeistaramótið að mínu mati. Því þar ertu með skítalið frá útkjálkum veraldar inná milli sem eru auðveldar bráðir. En í EM eru allt mjög sterkar þjóðir sem þarf að vinna. Það eina er kannski að það vantar brassa og argentínu á EM.
Núna erum við bara að dúllast hérna á landinu, njótum þess að vera í smá sumarfríi hérna á klakanum í þessum norðanGarra sem virðist vera kominn til að vera. helv.....garri alltaf hreint.
Fórum í kringluna í morgun og ég keypti mér rokkstjörnu gallabuxur.
leiter.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 22:51
naglbítar
Ég tók diskana með 200.000 naglbítum með mér til selfoss og men ó men þvílík snilld. maður söng sig hásan af þessum slögurum. Þvílíkt vanmetið band sem skilið á miklu stærri sess í íslenskri tónlistarsögu.
Textarnir sknilldd. Ekkert verið að flækja þetta of mikið, bara rím hér og rím þar, bem. steinliggur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 22:47
+5 á GOS
Spilaði ágætlega á selfossi og kom inn á +5
Fyrri níu voru +1 í vindi svo byrjaði að rigna í ofanálag og seinni níu voru +4 fyrir vikið. Þetta gera 35 punkta sem er á forgjöf (gráa svæðið) en ég er að vonast eftir því að skalað verði upp um kannski 2-3 útaf skilyrðum. Er samt ekkert vongóður um það.
Núna hefst pásu tímabil því næsta mót er ekki fyrr en á sunnudaginn í Hveragerði.
Við erum búin að gera allt til fyrir komu Sebastians og Maríu og bíða allir spenntir.
Á laugardaginn er ættarmót. hæ hó og jibbí jei
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 11:27
Golf
Æfði í gær og spilaði hring á GKG. Gekk sæmó, var ekkert að reyna að einbeita mér of mikið, bara að hafa gaman af þessu. +8 og 29 pútt.
Er að fara á selfoss núna að keppa. Er í ráshópi með Sebastian Alexandersyni kl 16.
Svo koma María og Sebastian á morgun kl 19. Get ekki beðið.
Ég missi af undanúrslitaleikjunum. Í dag útaf Selfoss og á morgun útaf komu M&S. Það er allt í lagi.
Ég tek bara úrslitaleikinn með trukki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 23:52
+2
Fór í morgun í keili hafnarfirði og tók 3-4 tíma í æfingar. Fór svo hring með pabba á GKG þar sem ég spilaði á +2, sem er akkurat forgjöfin mín.
fékk tvöfaldan á fyrstu braut því ég hitaði ekkert upp og var svellkaldur. Svo var einn skolli á fimmtu þar sem ég var að pútta fyrir fugli en þrípúttaði, bara rugl. Einn fugl á sjöundu og restin par. Mjög steddí spilamennska þar sem flest var að virka bara fínt.
hitti 75% brautir. hitti 77,8% grín og var með 34 pútt.
Pabbi kom inn á 30 punktum sem er fínt hjá honum miðað við enga æfingu og litla spilamennsku. Við vorum jafnir með 17 punkta eftir fyrri níu en svo klikkaði eitthvað hjá gamla.
Það styttist í að María og Sebastian komi til Íslands. Þau koma á fimmtudaginn. Þá verður kátt í kotinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 14:18
Summary
Ég er búinn að spila 6 hringi á Íslandi sem gilda til lækkunar og hækkunar í mótum.
3 hringir hafa verið á forgjöfinni (35-36-35 punktar)
1 hringur í lækkun (41 punktur)
2 hringir í hækkun þar sem aðeins einn þeirra gilti því hinn var í fárviðrinu (31-30 punktar)
Eftir stendur að ég byrjaði með 3,7 í f.gj. Lækkaði í 3,2 en hækkaði svo á laugardaginn í 3,3.
Hef unnið eitt mót (34 punktar, gilti samt ekki til hæ/læ), verið jafn í fyrsta sæti með flesta punkta í öðru móti og komið inn á besta skorinu á tveim öðrum mótum.
Framundan er mót á Selfossi á miðv og í GKG á fimmtud. Það er ekkert meira planað þangað til meistaramótið byrjar 9.júlí og svo náttúrulega íslandsmeistaramótið í eyum 24.júlí. Ég ætla að reyna þræða fleiri mót hér og þar inná milli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 22:54
úr elgnum í tómatinn
Ég lenti í sæti 45-49 af 100.
Á golf.is stendur 51. sæti sem er ekki rétt þar sem tveir gæjar mættu ekki í síðari hringinn en hanga samt ennþá inni á listanum. Voilá.
Það gékk betur í dag. Spilaði ágætt golf fyrir utan tvær brautir þar sem ég fékk þrefaldan skolla. Allt útaf tveim lélegum höggum sem voru leifar gærdagsins. Á 8 holu sem er par 3 tók ég blending og snéri kúlunni til hægri í out of bounds, bem, tripple. Á 9 holu tók ég sexu í innáhöggið og snéri því til hægri í vesen, bem, tripple.
Ég var sáttastur við lokaholuna. Tók fjarkan á móti vindi, 169 metrar flengdur 2,14 metra frá stöng. Mæling og alles. Þegar nokkur holl voru eftir var ég enn næstur holu. Veit ekki hvort einhver læddist nær. Efast um það því það var kominn meiri vindur og pinninn erfiðari. Tékka á því á morgun. Verðlaunin eru út að borða á grillinu fyrir tvo. Og, já, auðvitað setti ég fuglinn niður. Hvað helduru. Ég ét svona pútt í morgunmat.
Maður fer alltaf að pæla í ef-unum og hefði-unum. Hefði ég ekki fengið þessa drasl tripple þá væri ég í 23.sæti. Hefði ég spilað eins og maður í gær, segjum nokkrum höggum betur, þá væri ég á topp tíu. DRASL. Ég veit allavegana hvað ég á inni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 18:44
Elgtanaður
Alltaf í boltanum.....
Það gékk ílla í dag. Í gær missti ég eitthvað út í sveiflunni og byrjaði að shjanka boltann eins og byrjandi. Ég reyndi að finna þetta atriði en tókst ekki í tæka tíð. Ég var því ávallt mjög nervus í öllum höggunum í dag. Það er ekki góð tilfinning að standa yfir boltanum og vita ekki hvort hann fari 50m til hægri eða 50m til vinstri. Ekkert sjálfstraust. nada. Versti golfhringur ever. ekki versta skor ever heldur golfhringur og líðan á golfhring.
Ég veit ekki hvort ég var að ýkja þyngdarflutninginn of mikið í tærnar, eða að ég stend of nálægt boltanum, eða ég rykki einhvern meigin höndunum of mikið út/inn. Sjáum til.
Ég fór beint í keili eftir hringinn og sló 300 boltum til að reyna að slá mig úr þessari vitleysu. Gekk ágætlega en það kemur betur í ljós á morgun hvort eitthvað gengur eftir.
Er núna í 63.sæti og vona að ég geti kannski bætt mig upp um 20 sæti á morgun.
Þess má geta að það var logn og sól í morgun þegar ég byrjaði, það byrjaði að blása á 8-9 holu en sólin hélt sínu striki. Fyrir vikið er ég elgtanaður í framan. Núna vantar bara að vera helköttaður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar