Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Rottweiler Gas

Erpur að reyna smá ádeilu, hér er textabrot frá nýjasta rottweiler laginu Reykjavík Belfast

"Já ertu sjálfstæður en rúllar á skækjuhælum, Sjúgandi á rækjum á corporate hækjum."

"Stelpum reipaði harkalöggan gerir ekki jack, því þeir voru að handtaka blas fyrir að fara út með glas."


Fókus

Fór 18 á Ameríku í sambaveðri. Endaði á +1 með 31 pútt. Eftir 13 var ég á +4 en tók svo fugl-par-fugl-par-fugl. Nokkuð góður endir á góðum degi.

Var með fjögur 3-7 metra pútt sem enduðu ca 10 cm frá holubrúnni. Ýmist of stutt eða vitlaust lesin. Átti eitt draumahögg á níundi holunni. Þessi sama par 5 monster og alltaf. þessi hola virðist laða að sér glæsihögg. Upphafshöggið endaði í glompu og ég átti 180 metra eftir, yfir vatn/tré/og fleiri glompur. Boltinn var frekar nálægt glompubarminum þannig að ég átti þrjá valkosti fyrir höndum.

1. Spila safe og taka 7 járn uppúr glompunni og spila uppá þægilegt innáhögg.

2. Nota blendinginn í fremur easy going þægilegt fade högg.

3. Taka 3 járnið (erfiðasta járnið í pokanum) og slá hárfínt yfir glompubarminn og sækja stíft að pinnanum.

Ég ákvað að sækja, þannig að valkostur 1 var úr sögunni. Fattaði svo að blendingurinn er of feitur til að kötta vel í gegnum sandinn þannig að ég tók 3 járnið og smurði boltann yfir barminn og yfir allann pakkan, inná grín og 5 metra frá pinna. Erfitt pútt í niðurhalla og beygju sem ég klikkaði á og var nokkuð sáttur við fuglinn.

Þetta voru samtals 5 fuglar,6 skollar og 7 pör. Hell yeah


Strönd

Við fórum á ströndina hérna fyrir neðan sem heitir Butibamba. Þessi strönd er margverðlaunuð fyrir snyrtimennsku og gott aðgengi.

Þetta var fyrsta skiptið sem Sebastian steig í sandinn og var hann frekar sposkur á svip. Honum leist ekkert sérlega vel á þetta og fannst þetta óþarflega mikil vinna við að skrefa sig áfram. Við vorum nú ekki lengi, svona rétt til að prófa og sjá hvernig hann tæki þessu.

Núna er að koma hádegismatur og María bíður uppá Paellu. Á meðan skipti kallinn um sængurfatnað og ryksugaði allt húsið. Ég er hetja. (öll feminista komment velkomin)

Á eftir ætla ég að fara hring uppfrá og sjá hvernig svöðulsárin á puttunum taka því. Einnig eru tærnar í rugli eftir þessa nýju skó. Ég brosi bara í gegnum tárin.


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband