Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
9.5.2008 | 14:47
Pirr
Skjótt skipast veður í lofti hér fyrir sunnan, eins og skáldið sagði.
Núna segja menn að það verði ekki mikil rigning, bara smá en þess í stað mun hvassviðri ríða rækjum.
Það byrjaði að hvessa um kl 11 og Ó men....það er mjög hvasst. Var á reinginu í tvo tíma og fór svo að spila. Varð frá að hörfa eftir 9 útaf vindinum. Það er gott að æfa líka í vindi en fyrr má nú vera.
Þessi vindur bauð uppá 315 metra upphafshögg á níundu brautinni. Það er ekki normalt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 22:19
Í öðrum fréttum....
Er að horfa á The Players Championship á netinu og okkar maður Sergio Garcia er efstur enn sem komið er.
Biggi iceman leifur hætti við ítalska mótið sökum meiðsla. Hann hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að taka sér 4 mánaða frí og reyna að ná sér í bakinu og hálsi. Vonandi tekst það.
Fáum heimsókn á morgun. Ítölsk vinkona Maríu kemur ásamt kærastas sínum og gista hjá okkur í nokkra daga. Það er akkurat spáð rigningu á þeim dögum en hefur verið núna í nokkrar vikur óaðfinnanlegt veður. töff lökk.
Í vikunni á eftir kemur portúgölsk vinkona Maríu í heimsókn og verður í nokkra daga.
Í vikunni þar á eftir förum við norður í brúðkaup.
Í vikunni þar á eftir er ég kominn aftur heim til Íslands.
FIN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 22:12
Raki
Í dag fór María í greiðslu og var ég því heima um morguninn með Sebastian. Good stuff.
Fór út kl 14 og það var alskýjað og raki dauðans í loftinu. Krúsaði um í leit að flottum æfingarsvæðum, komst að því að La Cala er sennilega eitt það besta hérna á svæðinu. Ef grínin væru tipp topp þá væri þetta pottþétt það besta en í heildina þá hefur svæðið yfirburði. Sumir staðir með gott púttgrín, aðrir með gott reinge en fáir með allan pakkan eins og La Cala.
Endaði á púttgríninu á El Chaparral, fór svo að vippa á La Cala og mjög fáir á ferli sökum þessa úða sem var í loftinu. Ég var algjörlega einn þarna í hvarfi á leynivippgríninu mínu. Í lokin þegar ég var að klára síðustu boltana þá heyri ég í hundum. Geltandi og urrandi. Ég hef áður séð hunda þarna á vappi og hugsaði svo sem ekkert meira um það. Svo birtast allt í einu 5-6 hundar og koma vappandi að gríninu og byrja að urra og gelta að settinu mínu. Ég varð soldið skelkaður og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Algjörlega einn og þurfti að bjarga mér frá þessum slefandi flökkurökkum.
Ég ákvað að sókn væri besta vörnin og gerði mig breiðan og stökk í átt til þeirra geltandi með háværri baritóns röddu eins aggresíft eins og ég gat. Þeir hrukku við og hörfuðu aðeins upp hæðina og námu staðar til að tjékka á því hvaða stóra ófreskja þetta væri eiginlega sem dirfðist að svara til baka. Ég skynjaði hik hjá leiðtoganum og sá mér gott til glóðarinnar og gerði gagnárás. Hljóp að þeim og hrakti þá endanlega í burtu. Það messar enginn við kylfurnar mínar.
Ég dreif mig að taka saman dótið mitt og fór á brott með snatri. Þar sem ég rölti að bílnum þá sé ég hundaklíkuna chillandi við átjánda grínið, nánar tiltekið við bönkerinn þar aftan við. Ég sver það, þeir sjá mig og byrja að gelta að mér eins og verstu vandræðaunglingar með hróp og köll.
Á morgun ætla ég að tala við vallarstjórann og láta hirða þessa vandræðagemsa af svæðinu. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig kanarnir sem heimsækja völlinn myndu lögsækja svæðið í strimla ef þessir hundar myndu svo lítið sem gelta að þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2008 | 19:13
Golfanatic
Gabriel náði í mig kl 7:30 í morgun og fórum við út á Asíu frá hvítum kl 8. Við spiluðum báðir báglega og komum inn á +7 og +8. Við löbbuðum hringinn og það er klárlega erfiðara að labba Asíu en Ameríku. Munið eftir þyrlupallinum á GKG....það eru minnst 6-7 þannig hæðir á Asíu.
Eftir hringin fórum við að vippa í klst og átum. Svo fórum við aftur út á Asíu, en í þetta sinn á buggy. Við fórum bara 13 brautir þar sem Gabriel hafði ekki tíma í fleiri. Alveg eins gott því við vorum báðir frekar þreyttir eftir að vera útí glampandi sól non-stop síðan kl 8 um morguninn.
31 hola í dag og smá vipp. Næstu tvo daga er spáð rigningu og það verður eitthvað lítið um golf. Við gerum eitthvað skemmtilegt í staðinn. Gætum farið í sirkús. The circus is in town. Gætum farið að finna jakkaföt á mig fyrir giftinguna sem við förum í lok mánaðar þar sem mín eru nokkrum númerum of stór.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2008 | 21:03
Nýjar myndir
Henti inn 4 nýjum myndum. Svona héðan og þaðan. Ekkert merkilegt.
Myndin af mér á vellinum er hópmynd af okkur þrem sem spiluðum saman á Fischer Open mótinu á La Reserva og svo Mr. Fischer sjálfum. Þessi Fischer fjölskylda á 3 bílasölur þar sem bara er hægt að kaupa eðalvagna og lúxuskerrur. Einn slíkur var í verðlaun fyrir holu í höggi á áttundi brautinni þar sem myndin er tekin. Hin tvö eru svo þýski fjárfestirinn Patrick Rose og hin Eistneska Mari.
Fischer fjölskyldan rekur sem sagt þessa mótaröð líka og hefur gaman af. Það var heill hópur af fólki sem tók við okkur þegar kom að áttundu holunni. Þau buðu uppá veitingar og gjafir til allra sem vildu þiggja. Svo var byggð upp smá pressa fyrir höggið sem átti að vinna mér eitt stykki Mercedes. Það var góður vindur og þau völdu holu sem var kjörin fyrir þetta tækifæri. Löng par þrjú og þegar maður stóð á teignum var maður í skjóli umlukinn trjám. Þannig að þegar boltinn var floginn 70 metra þá réðst vindurinn á hann frá hægri og Fischer sagði okkur eftir á að allir höfðu endað hægra megin við pinnan. Þau voru ekkert að fela það að þau voru mjög fegin þegar enginn fór holu í höggi, Fischer sagði að það hafi þó verið ein kona sem skelfdi þau aðeins, höggið leit vel út, var á réttri línu en var aðeins of stutt og smá til hægri. Gaman að sjá hve hreinskilin þau voru.
ps. bara verst að ég gleymdi að girða mig fyrir hópmyndina. dem. ekki vanur þessum paparazzíum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2008 | 18:21
Ameríka
Fór 18 á Ameríku með Ben sem er enskur atvinnumaður. Þetta var í fyrsta sinn sem ég spila völlinn frá hvítum og í fyrsta sinn sem ég labba völlinn í stað buggy.
Þessi völlur er ótrúlega hilly/hæðóttur og ég er búinn á því í löbbunum. En þetta er eitthvað sem ég ætla að gera meira af. Fínt að byggja upp labbirnar.
Ég spilaði ágætlega og endaði á +2. Ben spilaði á +3, og ég er mjög sáttur við að hafa unnið hann þar sem hann er ungur og mjög fitt. Ekki ég.
Maður fann það á síðustu 4 holunum að þrótturinn var að deyja út. Á 16. átti ég 7 metra pútt fyrir fugli en þrípúttaði (þreyta=skortur á einbeitingu). Á 17. átti ég meters pútt fyrir pari en klikkaði (þreyta).
Maður er búinn að léttast svo mikið að það er ekki seinna vænna að byggja upp smá þol aftur og þrek.
Fugl-par-par-skolli-skolli-par-par-par-par= +1
par-skolli-par-fugl-par-fugl-skolli-skolli-par=+1
hitti bara 8 brautir og 11 grín með 30 pútt. Ásinn var slappur í dag og púttinn ekkert spes.
ps. þetta jafngildir lækkun uppá 0,2 frá hvítum. Væri núna með 3,3 ef síðustu 4 hringir teldu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 18:23
Séra jón
Síðustu þrír hringir mínir á La Cala hafa verið +2, +1 og nú í dag +1. Smá munur á því og +14!!!!
Fór sem sagt Ameríku í dag og byrjaði á erni og lokaði fyrri níu á fugli. Einn skolli á þriðju og fyrri helmingurinn því á -2 með aðeins 13 pútt. Spilaði einn á vellinum þangað til á 11.holu, eftir það þurfti ég að bíða eftir öll högg þrátt fyrir að ég tók mér góðan tíma á grínunum eftir hverja holu til að æfa aðeins. Þessi bið drap soldið momentið og ég fékk 4 skolla á fimm holum. Var kominn á +2 eftir 15 og þegar ég stóð á 18.holunni var sama tilfinningin og um daginn. Þetta er par 5 hola og ég þurfti örn til að ná par hring.
Upphafshöggið var vel staðsett þar sem ég skildi eftir 180 metra í pinna. Tók 5 járn og hamraði kúlunni 5 metra frá stöng. Átti þetta pútt fyrir parhring en skeikaði um nokkra sentimetra og lokaði deginum með fugli fyrir +1 í heildina.
Það segir sitt þegar ég var með 19 pútt á seinni og samtals 32. Þrípúttaði m.a. 15. sem var bara rugl og vitleysa. Ég hitti 10 brautir og 12 grín í réttum höggafjölda.
Á síðustu þrem hringjum hef ég sem sagt fengið 36,37 og 37 punkta sem gerir lækkun uppá 0,2. En þar sem ég hef ekki ennþá fengið skírteinið frá spænska golfsambandinu og þetta var ekki í móti þá er ég enn í 3,7. Ég sótti sem sagt um spænska forgjöf í síðasta mánuði og er enn ekki kominn í kerfið, svona er þetta bara.
Næstu mót eru 10. og 17. maí. Vonandi verð ég með spænska fgj. fyrir þann 17.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2008 | 11:58
Reinge
Fór á reingið í morgun og var þar dágóða stund. Púttaði svo í einn og hálfan á El Chaparal og er kominn heim núna í mat.
Á eftir mun ég taka 18 á einum að þrem völlum La Cala.
Lítið í fréttum svo sum nema hvað að Sebastian datt í gær. Sem er ekki frásögu færandi nema að nebbinn hans skrapaðist aðeins á veggnum og sést nú myndarlegur blettur á kartöflunni hans. Ég vona að þetta lagist á viku eða svo. Greyið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2008 | 20:10
La Reserva
Fór á mót á La Reserva sem er flottasti, fallegasti, besti, snyrtilegasti, völlurinn sem ég hef spilað hérna niður frá. Menn segja að Valderama, Sotogrande og La Reserva séu þeir þrír bestu í Andalúciu, þar sem okkur var meinaður aðgangur að þeim tveim fyrrnefndu sökum skorts á teigtíma þá veit ég ekki hver hefur vinninginn. Kemst kannski að því síðar.
Ég var í holli með þýskum fjárfesti sem er með 2,2 í forgjöf og stelpu sem er besti golfari þeirra Eista (Eistlandi). Hún er með 0,5 í forgjöf og er á leið í atvinnumennsku og tekur þátt í úrtökumótinu fyrir Evróputúr kvenna núna í Oktober.
Það var frekar mikið rok og ekki margir á góðu skori þennan daginn. Eistinn kom inn á +9, fjárfestinn á +10 og ég á +14, (já, þetta var þannig dagur) sem voru bestu skor dagsins að ég held.
Ég googlaði völlinn hægri og vinstri og það hjálpaði ágætlega. Gott að vera búinn að plana það sem maður ætlar að gera. En svo var náttúrulega þessi vindur sem ruglaði soldið mínu plani.
Grínin þarna voru wunderbar. Þvílíkt kúltursjokk að koma frá La Cala grínunum yfir á þessi. 36 pútt segir kannski alla söguna. En það er ekki bara pútternum að kenna heldur var líka erfitt að reikna út vippin og skildi maður oft eftir skemmtilega löng pútt. (sum hver niður í móti þar sem vatn tók við bakvið holuna).
anyways....er svona lala sáttur við daginn. Upphafshöggin voru prima, járnahöggin ágæt, vippin og púttin erfið. Hausinn var ágætur fyrir utan fyrstu brautirnar. Þetta var shotgun start og við byrjuðum á 15.brautinni þar sem finna má eitt erfiðasta upphafshöggið á vellinum. Greit. Ég pungsveittur með eista og gunter gras mér við hlið.
Ég missi af tveim næstu mótum á þessari mótaröð en kem sterkur inn á fjórða mótið sem er í ágúst og fer fram á Los Naranjos, sem ku vera mjög góður völlur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar