Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
5.2.2008 | 19:52
Snepill
Ég var alveg á snepplunum eftir daginn í dag. Var búinn á því. Er greinilega ekki í nógu góðu formi til að eyða morgninum 9-12 á range-inu(200 boltar) og fara svo 18 á 2klst og 30 mín.
Kom heim og fór í heitt bað til að láta þreytuna renna úr mér, mikið vona ég að sonur minn leyfi okkur að sofa þriðju nóttina líka.
Annars tók María eftir 5. tönninni í dag. Það rétt glittir í hana þannig að Sebastian er frekar pirraður yfir öllu saman.
Í öðrum fréttum er það helst að ég vill þakka elsku konunni minni fyrir að vera til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 11:43
Lengi lifir Sebastian kóngur
Önnur nóttin í röð sem Sebastian leyfir okkur að sofa alla nóttina. Halelúja.
Fór á range-ið í morgun og gékk vel. Svo vel að ég ætla að skippa gymminu og fara beint útá völl eftir hádegishléið. Get ekki beðið eftir að nota í praksís það sem ég áorkaði í morgun.
Djöfull er ég tanaður, hell yeah.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 17:44
Friður
Í nótt gaf Sebastian okkur frí. Hann sofnaði kl 21:30 og vaknaði 6:30. Fyrsta nóttin í laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangan tíma sem við sofum rólega alla nóttina.
María og Seba skutluðu mér uppá völl kl 9 þar sem ég æfði sand/vipp/pútt til 13. Át svo samlokur a lá Maria og spilaði 18 á Evrópu. Það gékk upp og ofan, aðalega upp.
Eitt er ég þó ánægður með, sandinn/vippin og púttin.
Á meðan fór María til tengdó í Málaga í búðarráp með mömmu sinni.
Þar sem í dag er bolludagur grunar mig að hún hafi keypt einhversskonar bollu fyrir mig. Allavegana mátti ég ekki kíkja í einn pokann og núna má ég ekki kíkja í ískápinn. Spennandi.
Á miðvikudaginn leikur Spánn við Frakkland í fótbolta hér í Málaga. Það er uppselt. Ég mun horfa á leikinn í sjónvarpinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2008 | 09:34
Putti
Jæja, fyrsta vandamálið komið upp. Hef vaknað upp 2 síðustu nætur og ekki getað hreyft baugfingur vinstri handar. Það er eins og það sé einhver taug sem er löskuð og færir ekki þau skilaboð sem ég sendi á réttan stað. Ég þarf því að rétta hann af með hinum puttunum. Mjög skrýtin tilfinning. En svo á daginn er meiri notkun í gangi og þá virkar hann betur en samt með smá eymsli.
Þetta hrjáir mér svo sum ekkert, get alveg sveiflað og slíkt, aðallega bara skrýtið.
Mín kenning er eftirfarandi:
Ég breytti gripinu nýverið og nú er álag á aðra staði en venjulega. Þar sem það er alltaf skrýtin tilfinning að breyta gripinu þá hugsaði ég ekkert sérstaklega um þessa rafstrauma sem ég fann stundum í höndunum þegar ég sló bolta. Það er greinilegt núna að ég hef verið að þrýsta á einhverjar taugar, hence, löskuð taug.
Hef enn litlar áhyggjur af þessu, en ef þetta er ennþá svona eftir 2 vikur þá mun ég kannski láta kíkja á þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 11:54
Þróun
Ég hef ákveðið að raka mig ekki þangað til að ég næ hring á pari eða undir. Það gæti verið smá tími í það en gerir svo sem ekkert til þar sem mér vex frekar lítið skegg hvort eð er. Sem náttúrulega bendir til þess að ég sé lengra kominn frá öpum í þróuninni en aðrir eins og allir vita.
humm...það minnir mig á það.
Það vita það nefnilega allir (en sumir vilja ekki viðurkenna) að þróunin í gegnum árin hefur verið á þann veg að maðurinn hefur ætíð minna og minna að gera með hár. Því föt og höfuðföt hafa að sjálfsögðu komið í staðin fyrir feldin sem apar og aðrir prímatar hafa til að halda á sér hita.
Mikið af fólk hefur nefnilega þann ókost að geta bara séð sjálfan sig í samhengi við kannski 100,500 eða 2.000 ár. Þannig sjá margir ekki hið stóra samhengi sem nauðsynlegt er til að koma auga á þróun þess og hins. Þannig benda sumir t.d. á að fólk fyrir 700 árum hafi verið svipað okkur og hvurslags þróun þetta sé því.
Málið er að þessi þróun hefur verið í gangi í ca 85.000.000 ár. Það er allavegana official tímasetning á fyrsta prímatanum. Homo serían (sem inniheldur m.a. homo habilis,homo sapiens etc) hefur verið tímasett 2.000.000 ár aftur í tíman. Þannig er hægt að skilja betur af hverju 2.000 ár eru örsmátt tímabrot af þessari þróun.
Af hverju eru sumir enn kafloðnir á meðan að aðrir eru það ekki? Það meikar ekki sens.......
Jú, það meikar 100% sens. Það þarf ekki annað en að líta á orðið þróun til að sjá svarið. Að þróast. Það gerist hægt og bítandi en ekki einn,tveir og þrír og allir eru jafn loðnir.
Þetta þýðir jafnframt ekki að manneskja sem er með minni hárvöxt en nágranninn sé þróaðri á öðrum sviðum. Það þarf ekkert endilega að vera, því manneskjan er gædd milljón mismunandi hlutum sem eru mislangt á veg komin í þróuninni. Það gerir manninn einmitt svo skemmtilegan, að enginn er eins og oftast er hægt að læra eitthvað af næsta manni. Vandamálið er bara að koma auga á hvað það er. Hér á Spáni er t.d. mjög erfitt að koma auga á hvað hægt sé að læra af innfæddum því flestir eru komnir styttra á veg á flestum sviðum í þessari blessaðri þróun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 18:17
leikskólar
Í dag skutlaði María mér uppá völl og fór svo með Sebastian að skoða leikskóla. Það sem einkenndi þá var lítið pláss og fáir starfsmenn. Með minnstu börnin(nokkra mánaða til 12 mánaða) er 1 starfsmaður með 10 börn. Hvernig er það hægt!!!
Með eldri börnin er 1 starfsmaður með 20 börn!!!
Þau segja að lógíkin á bakvið þetta er sú að þegar þau fara í barnaskóla, þá er bara 1 kennari. Þannig þarf að venja þau við. Crap, segi ég nú bara.
Sumir leikskólanna voru ekki einu sinni með garð. Þar sem garður var, þá erum við að tala um garð á stærð við svalirnar okkar ca 30 fermetrar.
Get nú ekki sagt að við séum eitthvað að flýta okkur að skrá Sebastian eftir þessa skoðun.
Svo var einn með webcam, við héldum því að hann væri eitthvað smá modern eins og íslensku leikskólarnir. Eeeeenei. Þeir kveikja bara á henni stundum. Djöfull eru þeir gáfaðir.
anyways....ég spilaði eins og blindur maður í dag. hræðilegt. Gabriel líka. Hann var svo langt frá sveiflunni sinni að hann fór eftir 12 holur. quitter. Hann er ungur enn og hefur ekki sömu þolinmæði og gamli kallinn. Hokinn af reynslu.
Það kemur dagur eftir þennan dag.
Ég er farinn í helgarfrí sem ég tileinka fjölskyldunni minni. hasta luego.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 153542
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar