Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
21.1.2008 | 18:26
Ég og bassi
Hér eru ég og Sebastian að skrifa eitthvað smáræði á meðan að María er að hvíla sig.
Dagurinn í dag var annars stútfullur af atburðum. Ég vaknaði kl 7.30 og var mættur klst. síðar í vinnu. Tók 1 tíma í vipp og annan í pútt. Svo var það sláttur í 2 tíma. Matur kl 13 og ræktin kl 15. Pútt frá 16.50 til 18. Fin
Á morgun ætla ég svo að fara Asíu, hann hefur verið lokaður hingað til vegna betrumbætinga en opnaði sem sagt í dag, tja seinni hlutinn af honum, fyrri hlutinn opnar efir mánuð.
Fjórða tönnin er farin að láta sjá sig. Núna er Sebastian eins og kanína, tvær uppi og tvær niðri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 20:12
San Sebastian
Í dag er San Sebastian. Þetta er því dýrlingadagur sonar míns. Á Spáni er þetta næstum jafn stór dagur og afmælisdagurinn og því var haldin veisla heima hjá Los Antonios.
Gjafir Sebastians að þessu sinni voru föt og DVD/Digital afruglari. Þvílík heppni því okkur vantaði einmitt slíkan grip á heimilið fyrir DVD diskana okkar og til að sjá fleiri stöðvar og í betri gæðum.
Við fórum sem sagt í mat til tengdó og svo í göngutúr um Alhaurin de la Torre í blíðviðrinu.
Á morgun er það svo önnur vikan í vinnunni, það verður tekið á því.
ps. ég er búinn að hemja greiðsluna og lítur hún nú sæmilega út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2008 | 18:12
Close, but yet so far
Svona er lífið. Við erum að tala um sentimetra. Þarna munaði ekki miklu að ég færi holu í höggi á einni par 3 brautinni. Fyrir þá sem ekki skilja þá sjáiði á myndinni eitt stykki golfholu og eitt stykki boltafar eftir upphafshöggið. Bakspuninn gerði það að verkum að boltinn snérist til baka og endaði ca 5 metra frá holunni.
Það er ágætt að skilja eitthvað eftir fyrir mögru árin. Ég held að það yrði mér ekki hollt að fara holu í höggi svona snemma á ferlinum, maður myndi missa hungrið.
Ég á þetta bara inni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2008 | 18:00
Hedgehog
Maður getur ekki annað en komið heim í góðu skapi eftir svona meðferð. Klippingin sem slík er ágæt en greiðslan sem daman sendi mig út á götu með er efni í skáldsögu. Ég stóðst ekki mátið og hreyfði ekki við henni og leyfði dömunni alveg að ráða, kom svo heim og þurfti að rjúka strax uppá bráðamóttöku með Maríu eftir að það leið yfir hana sökum fegurðar eiginmanns hennar.
Að öllu gamni sleppti þá var þetta ágætis lífsreynsla, þetta svokallaða Caracala spa sem er partur af La Cala er mjög flott. Ekki ósvipað andrúmsloft og Laugar spa, sama tónlistin, sama lyktin. Hárgreiðslustofan er á sama stað og Caracala spa og býður góðan þokka af sér. Ég held að ég fari aftur þangað, bara næst ætla ég að afþakka gelið og greiðsluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2008 | 14:26
Klipping
Jæja, þá er ekki hægt að fresta því lengur, ég verð víst að láta reyna á klippara þessa lands. Ég er frekar kvíðinn því ekki ber ég mikið traust til þessara starfstéttar á Spáni.
Ég fer í klippingu í La Cala spa-inu, í þeirri trú að þar sé fólk aðeins meira professional heldur en rakarinn á horninu.
Ástæðan fyrir þessari tortryggni er að ég hef farið tvisvar áður í klippingu hérna á spáni. Reyndar fyrir nokkrum árum en það gékk ekkert rosalega vel. Í fyrra skiptið labbaði ég út eins og þýskur hermaður á villigötum. Í seinna skiptið var það eldgamall rakari af gamla skólanum sem klippti mig, inní einhverju herbergi þar sem hann söng fyrir mig, án djóks. Mig minnir að textinn hafi verið um löngu gleymdar ástir eða eitthvað því um líkt. Það var kósý, en klipping var andstæðan við kósý.
Við eyddum fyrri partinum af deginum í La Canada verslunarmiðstöðinni í Marbella. omg. ótrúlega stór og flott. Þar eru búðir eins og HM,Zara,Massimo Dutti, USA Golf, og allar hinar. Huge.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 19:51
Munchengladback
æfði fyrripartinn og fór svo evrópu kl 14. sem er ekki frásögufærandi nema hvað.......eee það er reyndar ekkert frásögufærandi, þannig að.
Hið stjörnuprýdda lið Borussia Mönchengladbach er við æfingar hjá okkur í La Cala. Það er fótboltavöllur hérna og séraðstaða fyrir lið til æfinga. Þeir voru að spila einhvern vináttuleik við eitthvað lið þegar ég sá þá frá 3. brautinni. Það er víst einhver pása í bundesligu 2 til byrjun feb. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Gott ef ég sá ekki glitta í stórstjörnuna Oliver Neuville hangandi frammi eins og honum er einum lagið.
Lið eins og Leeds, man city, ajax, Anderlecht, Dynamo Moscow, Leicester, Vasco de Gama og fleiri lið hafa verið hérna í gegnum tíðina.
Núna tekur helgarfrí við. Ekki seinna vænna þar sem ég er með nokkrar blöðrur og svöðulsár inn að beini.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 22:51
Útskýring
Ég er meðlimur í golfklúbbi sem heitir La Cala. Klúbbur sá tilheyrir þorpinu Mijas, sem tilheyrir Málaga, sem tilheyrir Andaluciu, sem tilheyrir Spáni.
Þessi klúbbur hefur þrjá 18 holu velli sem heita Evrópa----Ameríka---Asía.
Þessa velli spila ég til skiptis eftir hentugleika og traffík á þeim.
ég reyni að spila þrisvar eina vikuna og svo tvisvar aðra vikuna. Þannig spila ég um 10 hringi á mánuði.
Þess á milli er ég að æfa pútt/chip/sand á æfingarsvæðinu hjá klúbbhúsinu og svo er range-ið í David Leadbetter æfingarmiðstöðinni uppá hæðinni í 2 mín. akstursfjarlægð.
Svo fer ég líka daglega í líkamsræktarstöðina sem er í klúbbhúsinu og út að skokka á morgnanna.
Allt í allt eru þetta um 9 tímar á dag. Frá 7 til 13---matur frá 13 til 15-----svo frá 15 til 18.
Ofangreint er gert í þeim tilgangi að skoða hversu langt undirritaður nær í golfi. Ætlunin er að láta reyna á þetta 110%
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2008 | 19:43
Adams
Ég var frekar óánægður með sláttinn á þriðjudaginn og nýtti gærdaginn á range-inu. Sló nokkur hundruð boltum þar og eyddi svo restinni af deginum í kringum og á gríninu (eða eins og fagmennirnir kalla það "dansgólfið").
Ég sló svo mikið af boltum að mér var farið að blæða í gegnum golfhanskann. Ekki ósvipuð staða og eilífðar unglingurinn Brian Adams fann sig í, sumarið 69.
I got my first real six-string
Bought it at the five-and-dime
Played it till my fingers bled
It was the summer of '69
Oh when I look back now
That summer seemed to last forever
And if I had the choice
Ya - I'd always wanna be there
Those were the best days of my life
Allavegana er fyrri parturinn svipaður. leiter
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2008 | 19:32
Brian
Grænt, grænt, grænt, er grasið útí móa
Rautt, rautt, rautt, er andlitið á sigga
Allt sem er rautt, rautt..........
Ég fór evrópu völlinn í morgun. 4 fuglar----9 pör----4 skollar-----1 skrambi------nokkuð ánægður með svona spilamennsku. Spilaði með tveim leedsörum sem voru mjög skemmtilegir.
Svo var brunað heim í unaðslegan mat og svo aftur útá völl að æfa. Kom heim kl 18. Solid.
Rafvirkinn kom og gerði við rafmagnið.
Við erum komin með sjónvarp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 18:09
Sprautur
María fór með litla í sprautur í morgun. Kerfið er öðruvísi hérna og honum vantaði nokkrar til að vera í takt við spænsku börnin. Kellingarskruddan sem vinnur þarna var ekkert nema leiðinlegheitin og skilningsleysið uppmálað. Það var eins og hún skildi ekki að við höfðum verið í öðru landi þar sem hlutirnir eru gerðir á annan máta.
Einhver sprauta sem börn hér fá við 6 mánaðar aldur fá íslensk börn 12 mánaða. Ok. ekkert stór mál. right? Neeeei,,,, það, á einhvern hátt, var alveg rooosalega flókið og óskiljanlegt. Kellingin fór eiginlega bara í fýlu og tuðaði og tuðaði.
María þurfti að bíta á jaxlinn og taka á honum stóra sínum, samtímis. Þar sem hún er frekar þolinmóð þá tókst henni að lifa þetta af. Það er betra að hafa fólk á sínu bandi sem er að sprauta börnin sín sagði hún mér svo eftir á. sniðug.
Hefði ég verið þarna þá hefði voðinn verið vís. Ég hefði sennilega pikkað fæt við kellinguna og nærstadda. hjúkkit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar