22.8.2009 | 18:30
1.dagur 5.stigamóts GSÍ
Leikið var golf í frekar dræmu veðri á GKG í morgun. Lék frekar lélegt golf þar sem ég byrjaði á skolla, dobbúl og dobbúl. Gott veganesti.
Endaði svo hringinn á 5 skollum í röð. 3 misst eins og hálfs mtrs pútt m.a.
Einn af þessum dögum bara. Ég hélt samt uppteknum hætti og gjörsigraði völlinn í hausnum þar sem ég var brosandi allan hringinn þrátt fyrir lélegt gengi. Var aldrei pirraður né í fýlu. Bara hress.
Nokkuð góður í því. Núna er bara að vera góður í golfi líka og þá er þetta bara komið.......
Spilaði eina braut sem atvinnumaður. Erfiðustu braut vallarins. Þá sjöttu. Hún spilaðist í mótvindi og upphafshöggið því hlægilega stutt miðað við aðra daga. En...þokkalega staðsett. Átti 163mtr í stöng en var að koma aðeins frá vinstri inná grínið og þurfti því að daðra við vinstri bönkerinn.
Ég sló fullkominn fjarka með 10% dragi til vinstri. Miðaði hægra megin við grín og fékk hann svona fallega inn til vinstri. Pin high og í meters fjarlægð frá pinna á þessu líka erfiða og harða gríni. Setti í fyrir frábærum fugli.
Á maður ekki annars alltaf að einblína á það jákvæða!
Fer út á morgun kl 8:20
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.