31.5.2009 | 17:45
2.hringur í 1.stigamótinu
Fór á +8 og því á plús 14 í heildina sem skilar mér í 55.sætið af um 120 keppendum eins og staðan er núna. Gæti breyst um 1-3 sæti upp á við.
par,par,dobbúl,par,par,par,skolli,dobbúl,fugl = +4
par,skolli,skolli,skolli,skolli,par,par,par,par = +4
Til að gera langa sögu stutta þá var þetta ágætt golf en með þrem mistökum.
Fyrst á bergvíkinni þar sem ég tók bara örugga sjöu og átti auðvelt vipp eftir. Skölllaði vippið yfir grínið og tókst ekki að tryggja púttið til baka sem var um 20mtr. Mistök eitt.
Svo á par 3 áttundu átti ég frábært högg en yfirskaut grínið aðeins. Lélegt vipp og nánast sami hlutur nema þetta var ekki sköll. Mistök tvö.
Svo kom þarna skollahrina sem á sína sögu. Var að spila mjög vel, hitta allar brautir og öll grín, nema hvað, ég byrjaði að líta upp í púttunum. Fattaði það ekki fyrr en eftir þrjár holur. Þannig að þessi fuglapútt breyttust í þrjú þrjúpútt í röð. Skelfilegt. Nákvæmlega eins þessar brautir. Sömu mistök. Bömmer. Mistök þrjú.
Þarna eru 7 högg farin, svo náði ég ekki sand save á sjöundu braut. Eitt högg. Og loks smá æfingar þarna á fjórtándu sem orsökuðu eitt högg tapað.
En svo maður tali nú aðeins um það jákvæða þá fékk ég fugl á níundu. Innáhöggið var að leka í fyrir erni en stöngin var í holunni og stoppaði kúluna. tap in fugl.
Hitti 10 brautir og 12 grín en með voppin 36 pútt. Þessi þrjú þrjúpútt og svo tvö fuglapútt sem hefðu átt að detta.
+6 og +8
Hefði verið sáttur við +4 og +6. En svona er þetta. Þetta er ásættanlegt en ekkert meira. Þetta er allavega framför frá því í fyrra þegar maður var að reyna að breika 80 með góðum hring. Núna er lélegur hringur 80.
Vill þakka móður minn fyrir að draga settið fyrir mig. Hún stóð sig eins og hetja, með allar þessar ströngu reglur sem ég set henni. Hún leysti þetta verkefni mjög vel af hendi.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.