26.5.2009 | 17:24
acostume
Tók æfingu í morgun, svo hring, svo æfingu, svo núna matur, svo æfing í kvöld.
Verð að leggja extra áherslu á vipp og pútt. Þetta er rosalegt.
Spilaði fínt golf upp að grínum svo var það barningur. +6 í dag en grínin kosta mig um 5-8 högg á hring eins og staðan er í dag.
Var með 37 pútt í dag. JÁ SÆLL. Það er bara eitt orð yfir svoleiðis. SARGASTI.
Þó ég viti hvað þarf að gera þá er ég enn að lenda kúlunni meter eða tvo frá pinna og finnst eins og það sé nóg til að stoppa kúluna. Ekki svo my friend. Er að yfirskjóta pinnana svona allsvakalega. Maður þarf að lenda um 10mtr stundum meira fyrir framan.
Fékk auðvelt par á fyrstu, svo skildi ég eftir um 20 metra pútt á annari sem ég þrípúttaði. Klikka á meters pútti á þriðju fyrir fugli og kenni gríninu að sjálfsögðu um. Auðvelt par á fjórðu. Fallegur fugl á fimmtu þar sem ég setti langt pútt í holu (þetta er hægt).
Even steven en þá byrjaði ég að yfirskjóta. Fannst ég eiga hið fullkomna innáhögg á sjöttu, 54 gráðurnar (sem vanalega stoppa á 2-3 metrum max) lenti um 2 metra frá stöng, GOLDEN, ekki svo my friend. Kúlan rúllaði yfir grínið, einhverja 20 metra!!!!!!!!! með 54° snilldar höggi. Þetta er ekki eðlilegt.
Það sama á sjöundu nema að þetta var 60 metra högg með 60 gráðunum. Rúllaði nánast yfir grínið einhverja 10-15 metra!!!!! Bara rugl.
Það er ekki eins og þetta hafi verið léleg skölll högg. Þetta voru fallegir bogaboltar með gott accellerate.
Yfirskaut áttundu líka með fullkomnu höggi, aftur. En í þetta sinn bjargaði ég pari með fallegu löngu pútti (er smám saman að finna tötsið í púttunum).
Svona gékk þetta, falleg högg en zero árangur þar sem þetta var skoppandi og boppandi útum allar trissur. Vippin hjá mér eru svo desaster því ég er enn óvanur því hvernig kúlan hagar sér. Lítið um bjargir þá.
En þetta er allt að koma, fékk fugl á tólftu og þetta end result er bara eðlileg þróun held ég.
Þetta er ekki svo mikið púttin lengur heldur vippin og innáhöggin. Er búinn að aðlagast þokkalega með pútterinn. Núna vantar bara smá meiri æfingu í vippum og 100 metra höggum og málið, eins og þeir segja í stórborginni, dautt.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
GKG - my two cents (spilaði 2-3 hringi þar í fyrra).
Völlurinn er einn stór hönnunargalli. Grínin eru allt of lítil, miðað við hversu hörð þau eru. Þetta er nánast eins og að spila linksara. Ég lenti einmitt ítrekað í þessu í fyrra þar sem ég sló kannski með 56° og boltinn skoppaði kannski meter upp í loftið þegar verst lét. Finnst þau alls ekki lýsandi fyrir íslenskt golf.
Binni Bjarka (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 22:12
nokkuð sammála þessu. Tek kannski alveg jafn djúpt í árina en jú, ef grínin eiga að vera svona hörð þá verða þau að vera aðeins stærri til að leyfa fyrir sanngjörnu innáspili.
Linksari indeed.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 26.5.2009 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.