27.1.2009 | 14:06
önnur dolla
Komst að því að ég kom inn á besta skori gærdagsins og fæ dollu fyrir það. Vann með tveim höggum. Landslide.
Var svo í þriðja sæti með forgjöf sem er vel. EN
Wait for it......
Þar sem allir eru svo miklir vinir í golfinu nútildags þá er ekki hægt að vinna tvisvar. Þannig að ég vinn bara vinninginn fyrir besta skorið, ekki fyrir þriðja besta nettó skor.
Finnst ykkur það réttlátt? Þetta er svo mikil miðlungs-uppalandi-nobody's-stefna að ég æli næstum við að heyra þetta.
Fyrir mótið er auglýst að það séu verðlaun fyrir besta skor og svo forgjöfs verðlaun líka. ÉG VANN besta skorið. ÉG VANN þriðja sætið með forgjöf. Mér finnst fáránlegt að ég sé sneyddur því sem ÉG VANN réttilega. BARA til að allir séu vinir og dansi saman í heimi miðlungsviðbjóðs og enginn sé skilinn út undan. Verðlaun fyrir alla....komið og fáið.....
Hvaða skilaboð er þetta að senda golfaranum?
"Það skiptir ekki öllu að skora vel og bæta sig stöðugt í golfi. Blessaður vertu við verðlaunum þig bara líka."
Verðlaunin missa gildi sitt og minni hvati er til að gera vel.
Hey, ekki það að ég sé eitthvað að væla yfir þessu [Segir Sigursteinn og þurrkar tárin með vinstri erminni]
CRAP
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vert bara fegin að þurfa ekki að þurka rykið af mörgum dollum
Rósa Margrét. (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.