27.1.2009 | 13:54
lægð
Spilaði ílla í dag. kom inn á bíp höggum. Vissulega var mikill vindur en það er enginn afsökun. Í gær var ég aðeins betri en ég hélt miðað við æfingarleysi og í dag aðeins verri.
En það góða við þetta allt saman er að ég er búinn að gleyma þessum hring.
Meðspilararnir voru líka í vandræðum og með svipað skor og ég. Vona bara að flestir hafi átt erfitt með vindinn.
Komst að því að þessi dani sem ég spilaði við í gær og í dag er sonur mafíósa. Ég sá pabba hans og fannst hann soldið dúbíus. Það var eitthvað við hann. Svo í lok hringsins í dag gaukaði spænski meðspilarinn að mér að pabbi hans væri sennilega í mafíunni. Væri alltaf á rosa bílum, með rosa kellingar og sjálfur lítill og forljótur. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Ég er reyndar ógéðslega ánægður með sjálfan mig. Í dag átti ég frábæran dag inní hausnum á mér. Þrátt fyrir að spila viðbjóðslegt golf þá var ég ávallt í góðu skapi og ágætlega einbeittur. Stórsigur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.