26.1.2009 | 14:41
Vindí city
Spilaði í móti í dag á El Parador í Málaga. Í.Í.Í.
Það var íslenskt rok sem beið okkar við ströndina þar sem völlurinn liggur. Maður getur reyndar endað á sólarströndinni ef maður slæsar nógu mikið. Fjör.
Ég byrjaði mjög sheikí, tók blending sem fyrsta högg því ég er engan veginn öruggur með ásnum. Þetta var par 5 þannig að það skipti ekki öllu máli. Þrípúttaði bara í staðin fyrir skolla. Húrra fyrir mér.
Skolli-par-par-skolli-skolli-skolli-fugl-par-par = +3
par-skolli-par-skolli-par-par-fugl-par-par = +1
samtals +4 með 71,4% hittar brautir, bara 9 hitt grín og enn og aftur 32 pútt.
Var annars bara ágætlega öruggur í púttunum fyrir utan fyrstu brautina. Þegar ég loks tók upp bláu þrumuna á 4.braut þá virkaði hann bara vel. Mjög handsí, þ.e. ég nota hendurnar allt allt of mikið í staðinn fyrir mjaðmirnar. Það er útaf því að ég er ekki enn búinn að finna mitt rétta tempó. En þetta virkaði. Var oftast á braut og kúlan sveif í fallegum boga með dragi til vinstri. Stuttur en góður. Tempóið kemur.
Stóra vandamálið í dag voru járnahöggin. Þau voru öll frekar skökk. Það kom mér á óvart. Eins og sést þá var ég ekki að hitta grínin. Tók þrjá grínbönkera í röð og náði ekki að bjarga parinu.
Spilaði með besta manni El Parador, Carlos, og svo Dana sem heitir Cristofer TheStrump (ekki djók, hann heitir thestrump). Carlos kom inn á +7 og strumpurinn á +9 eða 10. Þannig að +4 er sennilega bara besta skorið, svo sjáum við bara til um hvernig þessir punktar raðast. Það getur náttúrulega hver sem er unnið það.
Eins og ég sagði þá voru menn í erfiðleikum með vindinn.
Allt í allt mjög sáttur miðað við æfingarleysið.
Á morgun er svo aðalmótið þar sem ég keppi um að verða Málaga Meistari, eða með öðrum orðum, BESTUR Í MÁLAGA.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úuúúúú þetta er spennandi. Gangi þér vel........
Rósa Margrét (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.