Leita í fréttum mbl.is

Lento

Að keyra hér á Íslandi eru forréttindi. Eftir að hafa verið í umferðinni á Spáni í eitt ár þá finnst mér eins og það sé engin traffík hér á landi.

Ég valsa hér um eins og Palli var einn í heiminum, aldrei að bíða á aðreinum og þarf varla að stoppa áður en ég kem á áfangastað. Bara örsjaldan á rauðu ljósi.

ÞAÐ ER ENGIN UMFERÐ HÉRNA Á ÍSLANDI OG ÞEIR SEM KVARTA ættu að slappa af.

Kom mér soldið á óvart.

Í öðrum fréttum er það helst að ég og Sebas erum enn með ljótan hósta og pústum báðir í gegnum stauk í gríð og erg. Ég er hrókur alls fagnaðar inn í lokuðu rými þegar ég hósta, nice.

Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að vera hérna hjá gamla settinu og við gjörsamlega út úr afslöppuð í rólegum fílíng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband