Leita í fréttum mbl.is

Gran Premium de Mijas

Nafnið á mótinu í dag og á morgun er ekkert slor. Gran Premium de Mijas.

Spilaði í morgun í svokölluðu stjörnuholli. Ég(klúbbmeistarinn), Ursula (klúbbmeistari kvk), Gabriel og Jessica Wilcox (17 ára með 3 í fgj).

Kom inn á +3 sem eru 35 punktar. Spilaði nokkuð solid golf en endaði hringinn á forljótum tvöföldum skolla á fuglaholu mikilli. Hitti allar brautir nema þrjár og 13 grín hitt. Með fuskin 34 pútt....sargasti durgur.

Ég og bláa þruman erum ekki vinir þannig að hann hvílir á bekknum og ég nota bara blendinginn í upphafshögg. Virkar ágætlega, verður soldið varnargolf fyrir vikið, en virkar.

Gabriel var líka á +3 sem gera 36 punkta fyrir hann.

Ef þið munið eftir fúla (spænska ofurfúla ex kapteini klúbbsins) þá gleður það mig að segja að á áttundu fann ég glænýja titleist prov kúlu merkta honum. hehe sucker. En það sem er skemmtilegra var að verðlaunin fyrir næst holu voru á fjórtándu sem er um 230 metra par þrír. Nastí að hafa þetta þar en ágætt í mínu tilviki því ég smurði kúluna mjög nálægt og var innan við einmitt títtnefndann senor Fúla. Hirti af honum þessi verðlaun geri ég ráð fyrir því það voru bara um 5-7 holl eftir að spila holuna og allt spánverjar (ekki líklegir til afreka). Holan spilaðist um 215m og ég tók blendinginn og power fade-aði kúluna skemmtilega í vindinum.

Á morgun er svo lokadagurinn og það er spáð rigningu. Vibb-mundar-í


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband