Leita í fréttum mbl.is

Túnis this!!!!

Ég tók þátt í móti á laugardaginn var eins og venja er. Það var mjög kalt og ég spilaði ekkert rosa vel. Kom inn á +6 og hélt að það myndi nú ekki duga langt. Ég fiskaði soldið eftir skorum til að sjá hvort einhver væri betri en ég því ef svo væri gæti ég látið mig hverfa og mætt í afmælismatinn sem beið mín hjá tengdó.

Maður þarf alltaf að bíða í sirka 1-2 tíma eftir verðlaunaafhendingunni sem maður nennir ekki ef maður vinnur ekkert.

Ég var á spjalli við fólk og var svona að fiska eftir skorum. Rekst á konu eina sem er ávallt kaddí fyrir kallinn sinn sem er með 5 í fgj og spilar oft með mér. Ég spurði hana hvernig honum hafði gengið og hún sagði mér að hún hefði sjaldan séð hann spila svona ílla. Ok, allt í lagi.

Svo sé ég kallinn 5 mín síðar og spjalla við hann þar sem við erum ágætir vinir. Nei, nei, hann segist þá hafa komið inn á +4 og verið nokkuð sáttur. Mér fannst þetta soldið skrýtið, konan segir lélegt skor en hann gott skor. ok, ég hugsaði þá að hún hljóti þá bara að vera misskilja eitthvað þar sem hún kann ekki golf.

Ég sagði þá við kallinn að mér væri þá óhætt að yfirgefa svæðið því ég væri þá ekki á palli. Hann brosti og tók undir það og sagði ennfremur að það væri annar gæji líka sem væri á enn betra skori. Ok, ég fór þá sáttur í matinn og át á mig gat.

Ég hringdi í dag í klúbbinn til að skrá mig í mótið á morgun. Það þekkja mig allir þarna (sem Mr. Rúnarsson) og eru mjög vingjarnlegir. Konan dæsir og segir að sér hafi ekki liðið sérstaklega vel yfir verðlaunaafhendingunni því að mig vantaði. Nú, segi ég, því? Nú þú vannst með nokkrum höggum og misstir af besta vinningi sem við höfum nokkurn tíman boðið uppá.

UTANLANDSFERÐ FYRIR TVO TIL MARÓKKÓ, TÚNIS. Hótel og allt innifalið í 3 daga.

Það er regla að ef viðkomandi er ekki viðstaddur þá fer vinningurinn í pott og hann er dreginn út. Sá heppni kom inn á VERSTA skorinu. oh, the agony.

Ég skil ekki þennan mann sem laug upp í opið geðið á mér. Þetta er englendingur sem ber af sér ágætan þokka og konan hans mjög indæl. Hann er sirka 50 ára og spilar stundum mjög vel. Þvílík skammtíma lygi, ég meina, það var næstum öruggt að ég myndi komast að sannleikanum!!!! Ég skil ekki hvað liggur að baki þessu. Átta mig ekki á því.

Ég mun ekki eyða mörgum orðum á þennan mann framar, það er ljóst. Ekki það að mig langi eitthvað sérstaklega aftur til marókkó. Það er ekki málið. Þetta er bara prinsipp atriði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki nægilega svekktur, en það er nú kannski bara rétta leiðin KJ, dj dont give a f.

Pétur (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Tja þú segir nokkuð. Það er nú bara þannig þótt kannski ekki margir trúa mér þá er mér yfirleitt slétt sama um verðlaun í móti, ég fer bara í þau til að lækka mig í fgj.

Eina sem ég vill er lækkun og bikar ef það er í boði, eins og í dag. Eins er ekki hægt að segja um maríu, hún var ekkert lítið brjáluð yfir þessu.

heyrðu það gleður mig að þú sért farinn að samþykkja þetta réttnefni á þig. Kvittar bara fyrir þig sem KJ. Hefði ekki trúað þessu uppá þig.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 6.12.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband