Leita í fréttum mbl.is

Sevilla

Fór á fimmtudaginn til Sevilla að spila í golfmóti á Real Club de Golf de Sevilla sem er reitaður þriðji besti völlur Spánar og á topp 10 í Evrópu. Það er bara eitt orð yfir þennan völl. Damn....

Völlurinn er hannaður af Jose Maria Olazábal og er lang, lang besti og flottasti völlur sem ég hef séð og leikið.

Mættum á svæðið kl ca 18 á fimmtudagskveldi og ætluðum að krúsa inn á svæðið og taka smá pútt og chipp. Vorum strax stoppaðir við innganginn af öryggisvörðum og beðnir vinsamlega um að snúa við. Við útskýrðum að við værum hér komnir til að taka þátt í móti um helgina og fengum þá strax að heyra að hinn opinberi æfingardagur fyrir mótið væri einungis á föstudeginum og ekkert múður. Ég sá þá ástæðu til að kveikja á sjarmanum og eftir smá spjall hleypti hann okkur inn og við komnir í paradís golfarans.

Til að gera langa sögu stutta þá.......Huge æfingargrín einungis fyrir vipp og pitch. Annað stórt æfingargrín fyrir pútt. Stór bönker til að vippa inná vippgrínið og svo flott reinge í góðu standi. Klúbbhúsið er af dýrari gerðinni þar sem sturtu aðstaðan er kúl. Risastandur fyrir framan pro shoppið þar sem stór plasma snertiskjár sýnir brautirnar og allar vegalengdir. Maður bendir bara á skjáinn og velur t.d. einhvern stað á brautinni og færð að vita lengd af tíboxi og svo að gríni. Maður sér vindhraðann og átt og bara Damn....þvílík upplifun.

Ég og Gabriel hittum þarna Belgískan strák sem við þekkjum og ákváðum að taka saman æfingarhring snemma á föstudeginum. Fórum út 10:30 í blússandi sólarviðri og kallinn að spila þrusuvel. Ég fæ 6 högg í forgjöf á þessum velli sem þýðir að hann er í erfiðari kantinum. Þennan æfingarhring kom ég inn á +5 höggum sem þýðir 37 punktar eða lækkun um 0.1. Ekki slæmt miðað við fyrsta hring á þessum velli. Fuglaði fyrstu brautina og nokkuð sáttur.

Við vorum þarna að æfa til kl 19 um kvöldið og það voru sólbrunnir og sællegir kappar sem komu örþreyttir á hótelið til að hvíla lúin bein.

Við vöknuðum snemma á laugardeginum og opnuðum gluggan og sáum himininn kolgráan. Mættum á völlinn og það byrjaði að rigna sem hellt væri úr fötu. Við gerðum okkur bara klára og gíruðum okkur inn á að spila í blautu veðri eins og sönnum skandinavíubúum sæmir. Við áttum teig með stuttu millibili og þegar dró nær þá var búið að hellirigna í þónokkurn tíma og 3 þrumur og eldingar lostið niður í þokkabót. Fólk var farið að tala um að fresta þessu eitthvað en við fréttum það eftir á að það kom víst skipun af ofan að vallarstjórinn vildi alls ekki fresta mótinu því hann vildi sjá hve mikið völlurinn þoldi af vatni með stórt mót í gangi. Okay....labrats....anybody....

Það var ekkert rok en bara úrhelli þannig að þegar mitt nafn var kallað þá dreif ég mig útá teig með regnhlíf í hendi, tíaði upp, stillti mig af, lagði regnhlífina til hliðar og.............framhald síðar.....orðin algjör langloka.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband