18.9.2008 | 13:01
1-1-0
Spilaði annan daginn í Ryder cup í morgun og var on fire. Ég og Eddy yfirspiluðum kanana og enduðum 4 up þegar 3 holu voru eftir. Eddy setti þrjú risapútt fyrir fugli í holuna og ég sá um rest. Þannig að Ryder Cup ferill minn er núna 1-1-0, einn sigur og eitt tap.
Þetta leit samt ekki vel út fyrir Evrópu þegar ég kíkti á blaðið hjá skipuleggjandum. Ég taldi 5 vinninga hjá usa og aðeins 2 hjá Eu þegar fimm leikir áttu eftir að koma í hús. Staðan því 11-8 í augnablikinu en það sést á morgun hvernig þetta lítur út fyrir lokadaginn.
Það verður leikið á Laugardaginn og þá verður það singles, eða, ég á móti einhverjum frá usa og sá sem vinnur flestar holur af 18 holum vinnur.
Við lékum Ameríku völlin og byrjuðum á par 5 þar sem ég vippaði í fyrir fugli. Það setti strax tóninn í leiknum og mótherjarnir urðu hræddir. Það var vel tekið á því í trash talki en þar eru bretarnir meistarar. Ég átti einu sinni frábært upphafshögg og var nokkuð sáttur, þá vindur Danny (usa) sér að mér hvíslar "heyrðu, ertu í einhverju veseni með upphafshöggin í dag, þú ert ekki alveg jafn langur og áður". Ég þurfti 2 sekúndur til að átta mig á því að þetta var náttúrulega bara gamesmanship (trash talk) og ég leit upp og sá skítaglottið á honum.
Ég borgaði honum til baka á fimmtándu sem er par 5. Þar var hann að fara taka sitt annað högg og hélt á blending kylfu, ég tók eftir því að grúppan fyrir framan okkur var enn á gríninu en Danny var að munda kylfuna til að fara að slá. Þá minnti ég hann á að þau væru enn á gríninu, (þegar ég vissi að hann myndi aldrei ná í öðru inná). Hann leit á mig alvarlega og sagðist ekki vera "bit hitter" eins og ég. Hann tók svo auðvitað allt of mikið á því í högginu fyrir vikið og ýtti boltanum of langt til hægri og um 50 metrum styttri en vanalega, í þykku röffi.
Þeir töpuðu holunni og leiknum fyrir vikið.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Siggy Rasmussen er ennþá fyndið. Þvílík afbökun á nafni.
Pétur (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.