15.9.2008 | 21:25
Ryder Cup
Jæja þá er Ryderinn að fara að byrja. Ég spái USA óvæntum sigri þetta árið. Ástæðan er einföld. Nick Faldo.
Nick er ílla liðinn í golfheiminum og hann sem kapteinn Evrópuliðsins á ekki eftir að gera góða hluti. Hann er strax orðinn umdeildur fyrir að velja ekki sjóðheitann reynslubolta, Darren Clarke í liðið. Hann valdi Poulter í staðinn sem á erfitt með að meika köttið á mótum núna undanfarið. Fáránleg ákvörðun að velja ískaldann kylfing í stað reynslubolta sem er on fire undanfarið.
Kannski verður hann heppinn með þessa ákvörðun og poulter mun skína en öll lógík segir annað. Sjáum til.
Nick Faldo er sagður vera með prik uppí rassinum. Nokkrir sem ég þekki sem hafa hitt hann og umgengist segja allir sömu söguna. Upthight prick sem skeytir aðeins um sjálfan sig.
Sem sagt ég spái USA sigri og staðan verður sirka 15 og hálft - 12 og hálft
Ég er sjálfur að fara taka þátt í Ryder cup. Örlítið minni í sniðum en ofangreind keppni en að öllu leyti nákvæmlega eins. Ég keppi fyrir hönd Evrópu og á rástíma kl 9:40 á morgun. Ég byrja á Asíu vellinum þar sem við spilum með Greensome fyrirkomulagi. Þá eru tveir í liði á móti öðru tveggja manna liði. Báðir liðsfélagar taka upphafshögg og valinn er betri boltinn. Með þessum eina bolta er holan leikin og liðsfélagarnir skiptast á að taka högg. Sá sem átti valda upphafshöggið slær þá ávallt oddatölu höggið og hinn jafnatölu. Það lið vinnur keppnina sem vinnur sem flestar holur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 153432
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gríðalega spennandi. Hlakka til að heyra hvernig þú spilar sem liðsmaður. Getur verið erfitt. Vonandi heppinn með partner.
Mamma Rósa (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.